Page 1 of 1

Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 20. Nov 2012 13:38
by helgibelgi
Sælir gerlar

Mig langaði bara að vekja upp gamla umræðu um nýtt útlit fyrir síðuna. Mig minnir að einhverjum mánudagsfundinum hafi þetta verið rætt stuttlega og ég varð mjög spenntur. Síðan þá hef ég ekki séð neitt fjallað um þetta.

Ég ákvað að kíkja á sænsku útgáfuna af fágun: http://shbf.se/bryggaren/index.php" onclick="window.open(this.href);return false;
og eins og þið sjáið er merkið þeirra flott og mun bjórtengdara en okkar (imho).

Hvað finnst ykkur? Eigum við ekki að reyna að lappa upp á útlitið eða?
(Þó finnst mér appelsínuguli liturinn mjög kósý)

Hvað segir stjórnin?

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 20. Nov 2012 18:40
by Idle
Eitthvað er í gerjun, svo mikið skal ég segja þér. Stjórnin leggur vonandi eitthvað meira til málanna. ;)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 20. Nov 2012 19:56
by helgibelgi
Idle wrote:Eitthvað er í gerjun, svo mikið skal ég segja þér. Stjórnin leggur vonandi eitthvað meira til málanna. ;)
úúú... nú er ég spenntur! :P

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 20. Nov 2012 23:27
by bergrisi
Það er nýtt logo sem er td. á glösunum sem okkur stóð til boða á keppniskvöldinu.

En mér finnst þessi síða mjög þægileg. Hef skoðað síðuna í danmörku og hún er mjög óþjál.

Hérna kemur maður inn og bíður spenntur hvort það sé nýr appelsínugulur kassi.

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 21. Nov 2012 12:03
by helgibelgi
Já ég er sammála með appelsínugula kassana, þeir eru einfaldlega of góðir!

Ef þú býrð til aðgang að sænsku síðunni geturðu séð að þeir eru með appelsínugulukassana líka, en í öðru formi. Þar birtast ólesnir þræðir með fylltu glasi af bjór (appelsínugulur bjór) og verður síðan tómt glas þegar þú hefur lest þráðinn. Þetta finnst mér alger snilld!

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 21. Nov 2012 12:14
by hrafnkell
helgibelgi wrote:Já ég er sammála með appelsínugula kassana, þeir eru einfaldlega of góðir!

Ef þú býrð til aðgang að sænsku síðunni geturðu séð að þeir eru með appelsínugulukassana líka, en í öðru formi. Þar birtast ólesnir þræðir með fylltu glasi af bjór (appelsínugulur bjór) og verður síðan tómt glas þegar þú hefur lest þráðinn. Þetta finnst mér alger snilld!
Mér þykir það glatað.. Pínu sniðugt í fyrsta skipti, en svo bara gimmick. Ég fíla clean útlit frekar en fullt af litlum gimmicks hér og þar sem hjálpa í raun ekkert framyfir hitt.

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 21. Nov 2012 13:35
by Idle
hrafnkell wrote:
helgibelgi wrote:Já ég er sammála með appelsínugula kassana, þeir eru einfaldlega of góðir!

Ef þú býrð til aðgang að sænsku síðunni geturðu séð að þeir eru með appelsínugulukassana líka, en í öðru formi. Þar birtast ólesnir þræðir með fylltu glasi af bjór (appelsínugulur bjór) og verður síðan tómt glas þegar þú hefur lest þráðinn. Þetta finnst mér alger snilld!
Mér þykir það glatað.. Pínu sniðugt í fyrsta skipti, en svo bara gimmick. Ég fíla clean útlit frekar en fullt af litlum gimmicks hér og þar sem hjálpa í raun ekkert framyfir hitt.
Einmitt. Einfalt, stílhreint og fágað. Hingað koma fróðleiks- og bjórþyrstir menn, ekki grafískir hönnuðir í leit að einhverju til að gagnrýna. :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 21. Nov 2012 13:45
by sigurdur
Hreint útlit vinnur alltaf.

Ég tel að logo eigi ekki að fara í einhverja eina sérstaka gerjunarátt frekar en aðra þar sem að fágun stendur fyrir gerjun á matvælum en ekki einungis gerjun á humluðum maltvökva.

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 14:10
by helgibelgi
Nú jæja, þetta var nú bara hugmynd.

Ég er alls ekki grafískur hönnuður og var ekki að gagnrýna neitt, bara datt í hug að fólk vildi kannski breyta útlitinu eitthvað, þyrfti ekki að vera flókið :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 14:24
by Idle
Ég trúi varla að það sé nokkurt leyndarmál, en á döfinni er að smíða nýjan vef. phpBB verður skipt út fyrir annað, og öll gögn verða flutt yfir til að takmarka allt rask. :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 15:15
by hrafnkell
helgibelgi wrote:Nú jæja, þetta var nú bara hugmynd.

Ég er alls ekki grafískur hönnuður og var ekki að gagnrýna neitt, bara datt í hug að fólk vildi kannski breyta útlitinu eitthvað, þyrfti ekki að vera flókið :)
Image

Djók :) Ég var auðvitað bara að tala fyrir sjálfan mig og ekkert að því að henda fram hugmyndum :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 15:31
by Idle
Um að gera að gera litlar krúsidúllur hér og þar, annað veifið. Það bara tekur sig ekki að fríkka upp á núverandi vef, þegar nýr er rétt handan við sjónarhornið. :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 21:07
by helgibelgi
Ahh ok kúl, vissi ekki (eða hafði gleymt) að það væri að koma ný síða. Þá bíður maður bara spenntur eftir að sjá hana. Verður hún eitthvað útlitslega öðruvísi en þessi?

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 22. Nov 2012 22:10
by Idle
Hún verður það. Fágun fær betra "andlit" út á við, og og nýgerlavænna viðmót. En ekkert er endanlegt. Spyrjum að leikslokum. :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 4. Apr 2013 12:58
by bergrisi
Rakst á þetta fyrir tilviljun. Er eitthvað að frétta?
Tek það fram að ég er alsæll með síðuna eins og hún er en mætti kannski skipta um logo.

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 5. Apr 2013 19:36
by Idle
"Allt í gerjun". Nýtt lógó hefur þegar verið útbúið, en það fellur engan veginn inn í núverandi mynd vefsins. Þar sem ég er ábyrgur fyrir þessum hluta, játa ég skömmina upp á mig.

Þannig er að við ætlum að koma upp fjölbreyttari vef með fleiri möguleikum og ívið nýgræðlingavænni. Það hefði átt að ganga snurðulaust fyrir sig, en eitt og annað hefur hindrað mig í að koma því öllu frá mér. Látum nægja að segja að nýja kerfið er enn í "beta" prófunum og stuðningur til að importa gögnunum úr þessari tilteknu útgáfu phpBB er vafasamur í besta falli.

Ég skammast mín ósköpin öll fyrir dráttinn á þessu. Þörf og góð áminning! :oops:

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 5. Apr 2013 20:38
by hrafnkell
Þú lætur bara vita ef þig vantar aðstoð, ég hef töluverða reynslu á phpbb og vbulletin administration :)

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 5. Apr 2013 22:39
by QTab
Er wiki í nýja systeminu ?

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 5. Apr 2013 22:57
by Idle
QTab wrote:Er wiki í nýja systeminu ?
Ekki beint, en þó. Nýja kerfið er fullbúið CMS, svo áhugasamir geta vissulega sent inn greinar og efni, haft sín persónulegu blogg og hvað annað. Mætti þess vegna hafa óritskoðað efnissafn fyrir meðlimi spjallsins og/eða fullgilda meðlimi félagsins - sem er eins gott og wiki, nema aðgangsstýrt (nóg að gera í a berjast gegn spambottunum fyrir, hvort eð er).

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 10. Oct 2013 08:25
by bergrisi
Ætla að vera leiðinlegi gaurinn. Eitthvað að frétta.
Ég spyr bara fyrir forvitnissakir. Er ánægður með þetta eins og er.

Finnst stundum gaman að lesa gamla þræði hérna og rakst á þetta.

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Posted: 10. Oct 2013 09:57
by helgibelgi
bergrisi wrote:Ætla að vera leiðinlegi gaurinn. Eitthvað að frétta.
Ég spyr bara fyrir forvitnissakir. Er ánægður með þetta eins og er.

Finnst stundum gaman að lesa gamla þræði hérna og rakst á þetta.
Heyrðu, við erum að skoða þetta mál. Finnst samt líklegt að spjallið muni haldast óbreytt en líklega kemur ný forsíða. Svo er einnig búið að henda upp wiki-síðu sem þarf bara að fylla af fróðleik. Planið er að funda um þetta mjög fljótlega og keyra þetta í gang!

Takk fyrir sparkið í rassinn! :)