Page 2 of 2

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

PostPosted: 8. Feb 2014 20:30
by æpíei
Takk. Gúglaði smá og það virðist þurfa ansi stórt meskikar fyrir þetta poppkorn, nema maður bara bleytir í því áður en maður setur það í meskikarið/pokann. Þetta er klárlega eitthvað að skoða nánar :skal:

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

PostPosted: 8. Feb 2014 20:33
by Snordahl
gm- wrote:
Snordahl wrote:
Mér datt í hug að nota bara popp í staðin. Er ekki hægt að búa til popp án olíu í örbylgjuofni og nota það svo í meskinguna. Hefur einhver hér prófað það?


Gæti verið snúið í örbylgjuofni, en ef þú hefur aðgang að "air" poppvél þá er það í fína. Vinur minn gerir reglulega popcorn cream ale, og hann segir að poppið leysist bara upp í meskingunni.

Hér er ein mynd frá honum
Image


Eftir smá leit að þá virðist það vera lítið mál að poppa popp án olíu í örbylgjuofni, sjá hér t.d:
http://www.youtube.com/watch?v=J-se9rKMDrc"

Uppskriftin sem ég er að fara eftir gerir ráð fyrir 1kg af flaked maize en ef ég nota popp í staðin ætti ég að miða við 1kg af poppuðu poppi eða 1kg af baunum sem ég síðan poppa?

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

PostPosted: 9. Feb 2014 21:11
by gm-
æpíei wrote:Takk. Gúglaði smá og það virðist þurfa ansi stórt meskikar fyrir þetta poppkorn, nema maður bara bleytir í því áður en maður setur það í meskikarið/pokann. Þetta er klárlega eitthvað að skoða nánar :skal:


Já, það tekur víst lítið pláss um leið og það blotnar, svo að þú þarft bara að bæta því útí smátt og smátt. 1.5 kg tekur víst rosalegt pláss, c.a. stóra gerjunarfötu.

Snordahl wrote:
Eftir smá leit að þá virðist það vera lítið mál að poppa popp án olíu í örbylgjuofni, sjá hér t.d:
http://www.youtube.com/watch?v=J-se9rKMDrc" onclick="window.open(this.href);return false;"

Uppskriftin sem ég er að fara eftir gerir ráð fyrir 1kg af flaked maize en ef ég nota popp í staðin ætti ég að miða við 1kg af poppuðu poppi eða 1kg af baunum sem ég síðan poppa?


Flott er, þarf að prófa þetta í öbbanum einhvern daginn. Myndi bara poppa kg af baunum og bæta útí, auðveldara að vigta baunir en poppað popp.

Re: Krydd, ómaltað korn o. fl. efni fáanleg í flestum verslu

PostPosted: 10. Feb 2014 08:34
by Eyvindur
Vigtin ætti varla að breytast mikið við poppun.