Óhumlaður bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Valbergm
Villigerill
Posts: 5
Joined: 28. Jan 2016 16:26
Location: Reykjanesbær
Contact:

Óhumlaður bjór

Post by Valbergm »

Sæl öll sömul,

Samkvæmt hreinleikalögunum, þá er það ekki bjór ef það eru ekki humlar í bjórnum en svo er nú mál með vexti að, konan mín er með ofnæmi fyrir humlum og langar mig því að ath hvort ég gæti fengið hjálp frá ykkur við að setja saman hveitibjór uppskrfit með öðrum jurtum sem gætu verið jafn góðar og humlarnir?

Ég fann grunn uppskrift að amerískum hveitibjór sem mér lýst vel á og langar að prófa;
1.4 kg Two-Row malt
1.8 kg Hveiti malt
0.3 kg Munich

Þetta mun gefa ca 10 ltr.

Svo kemur erfiði kaflinn, hvaða jurtir er gott að nota? Ég veit að það hefur verið notuð mjaðjurt, Vallhumall, villi rósmarín í Gruit bjóra, er eitthvað annað sem væri sniðugt að nota sem gæti jafnast á við humlana í bragði?
Kveðja,
Valberg, eigandi:
http://bjorspjall.is
http://heimabrugg.is
https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/
https://www.facebook.com/groups/Bjorspjall/
https://www.facebook.com/groups/Heimabrugg/

Í bruggun;
Ekkert eins og er

Á flösku;
Hafra porter
Isabels delight v0.1 (Gruit)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by hrafnkell »

vallhumall er... humall. Þannig að ofnæmið kickar honum beint út. Það er hægt að fá beiskju úr allskonar, t.d. hvönn. Bara spurning um að finna eitthvað sem hittir á palettuna. Beiskur appelsínubörkur líka, þó það sé auðvitað ekki það sama.

Þolir hún alls enga humla, eða bara lítið af humlum?
Valbergm
Villigerill
Posts: 5
Joined: 28. Jan 2016 16:26
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by Valbergm »

Þakka fyrir Hrafnkell.

En nei, Vallhumall er ekki humlar, langt frá því. Þeir voru þó uppnefndir "field hops" en þessi jurt var notuð löngu áður en humlarnir voru nokkurn tíman notaðir. Þessi jurt er oftast kölluð Yarrow þegar kemur að Gruit bruggun. fræði heiti þessara jurtar er Achillea millefolium. Held við öll höfum séð þessa jurt á ævinni :)

Image

Hún þolir humla upp að vissu marki en maður veit aldrei hvenær hún er sem viðkvæmust, stundum þolir hún að drekka heilan bjór, stundum er hún alveg frá. Myndi því vilja geta búið til bjór sem er ekki humlaður, heldur búinn til eins og bjórarnir voru áður en humlarnir komu til sögunar og hreinleika löginn í þýskalandi nánast eyddi þessum stíl út. En fyrir þá sem vilja fræðast um þennan stíl, þá mæli ég eindregið með því, það er rosalega stór og mikil saga á bak við hann og hvers vegna humlarnir voru notaðir í staðinn :)
Kveðja,
Valberg, eigandi:
http://bjorspjall.is
http://heimabrugg.is
https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/
https://www.facebook.com/groups/Bjorspjall/
https://www.facebook.com/groups/Heimabrugg/

Í bruggun;
Ekkert eins og er

Á flösku;
Hafra porter
Isabels delight v0.1 (Gruit)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by hrafnkell »

Smá brainfart, ég stóð í gæðaprófunum á bjórgerðinni þegar ofangreint svar var skrifað :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by helgibelgi »

Valbergm wrote:Sæl öll sömul,

Samkvæmt hreinleikalögunum, þá er það ekki bjór ef það eru ekki humlar í bjórnum en svo er nú mál með vexti að, konan mín er með ofnæmi fyrir humlum og langar mig því að ath hvort ég gæti fengið hjálp frá ykkur við að setja saman hveitibjór uppskrfit með öðrum jurtum sem gætu verið jafn góðar og humlarnir?

Ég fann grunn uppskrift að amerískum hveitibjór sem mér lýst vel á og langar að prófa;
1.4 kg Two-Row malt
1.8 kg Hveiti malt
0.3 kg Munich

Þetta mun gefa ca 10 ltr.

Svo kemur erfiði kaflinn, hvaða jurtir er gott að nota? Ég veit að það hefur verið notuð mjaðjurt, Vallhumall, villi rósmarín í Gruit bjóra, er eitthvað annað sem væri sniðugt að nota sem gæti jafnast á við humlana í bragði?

Kannski ekki hjálplegt, en hvað með að gera eitthvað annað en bjór handa henni? T.d. mjöð?
Valbergm
Villigerill
Posts: 5
Joined: 28. Jan 2016 16:26
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by Valbergm »

Til að byrja með, þá er mjöður alls ekki bjór, það er hunangsvín. Mjöður er miklu sætari en bjór (oftast nær), nema maður gerji allan sykur úr miðinum (og fái þá mjöðinn sem borg brugghús býr til og er hreint ekki góður). Ég get fengið mjöð hjá vini mínum, það er því ekkert vandamál. Hins vegar, þá finnst konuni gott að drekka bjór, en þessi hefðbundni bjór sem við erum vön (bjórinn sem varð svo vinsæll eftir hreinleika lögin, eða Reinheitsgebot), er með humlum og þar sem hún hefur ofnæmi fyrir því, þá datt mér í hug að nota aðrar jurtir til að fá beiskjuna og brugga þá uppáhaldið hennar sem er hveitibjór. En áður en Reinheitsgebot varð að veruleika, þá voru nánast allir bjórar Gruit bjórar, kryddaðir oftast með 3 tegundum af jurtum og svo e.t.v einhverju öðrum jurtum, fer eftir uppskriftini hverju sinni.

Málið með Gruit bjórana er að, þeim var mikið til stjórnað af kaþólsku kirkjuni og urðu þeir suddalega ríkir á því að brugga þessa bjóra og stjórna þeim. Minnir að það mátti enginn brugga slíka bjóra nema með samþykki kaþólsku kirkjunar. Þegar verið var að innleiða Reinheitsgebot, þá var það um svipað leiti og mótmælenda trúin var að hefja innreið sína og voru þeir ekki alls kostar ánægðir með að Kaþólikar stjórnuðu Gruit bjórunum og var það tilgangur Reinheitsgebot (að mig minnir) að losna undan þessum áhrifum og líka róa fólk með humlunum, því jurtirnar sem notaðar eru í Gruit bjóra, gat æst fólk, virkaði oftar en ekki eins og viagra og stundum var bætt jurtum sem ollu ofskynjunum. Með humlunum, þá róaðist fólk töluvert niður (enda innihalda humlar mikið magn af phyto estrogen, eða plöntu estrógen sem svipar mikið til kvennhormónsins estrógen), menn sem unnu mikið með humla áttu á hættu á að fá svo kallað "brewers droop", sem sé, getuleysi. Voru t.d. bar eigendur og bruggarar oftar en ekki í áhættu fyrir því. En fyrir þá sem eiga erfitt með að sofa, þá er gott að þvo koddaver upp úr humlum, því ilmurinn er róandi.

Alla vega, þetta er rosalega skemmtileg lesning og mæli ég með því að fólk lesi sér til um þetta :) Er enn opinn fyrir tillögum ef einhver veit um góðar jurtir sem gætu verið góðar til að skipta út humlunum :)
Kveðja,
Valberg, eigandi:
http://bjorspjall.is
http://heimabrugg.is
https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/
https://www.facebook.com/groups/Bjorspjall/
https://www.facebook.com/groups/Heimabrugg/

Í bruggun;
Ekkert eins og er

Á flösku;
Hafra porter
Isabels delight v0.1 (Gruit)
Valbergm
Villigerill
Posts: 5
Joined: 28. Jan 2016 16:26
Location: Reykjanesbær
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by Valbergm »

Vonandi er ég ekki að brjóta neinar reglur en, fyrir þá sem hafa áhuga, þá stofnaði ég grúppu á facebook sem heitir "Gruit Ale and unhopped beers", https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/, væri mjög gaman að koma af stað líflegri umræðuum þessa skemmtilegu bjóra :)
Kveðja,
Valberg, eigandi:
http://bjorspjall.is
http://heimabrugg.is
https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/
https://www.facebook.com/groups/Bjorspjall/
https://www.facebook.com/groups/Heimabrugg/

Í bruggun;
Ekkert eins og er

Á flösku;
Hafra porter
Isabels delight v0.1 (Gruit)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Óhumlaður bjór

Post by æpíei »

Hér er uppskrift http://growlermag.com/homebrew-recipe-alehoofer-gruit/

Notar "ground ivy" sem sagt er algent í Evrópu en veit ekki hvort það vex hér https://en.m.wikipedia.org/wiki/Glechoma_hederacea
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óhumlaður bjór

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Hér er uppskrift http://growlermag.com/homebrew-recipe-alehoofer-gruit/

Notar "ground ivy" sem sagt er algent í Evrópu en veit ekki hvort það vex hér https://en.m.wikipedia.org/wiki/Glechoma_hederacea
Oft kölluð silfurflétta eða krosshnappur, virðist vera amk fáanleg hér, ekki viss hvort hún vaxi villt.
http://mork.is/plontuurval/fjolaerar/krosshnappur/
http://leita.gardplontur.is/nanar.asp?t ... 8000000573
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Óhumlaður bjór

Post by arnthor »

Það má líka nota sýru í staðinn fyrir beiskju.
Mjög margir súrir bjórar nota enga humla.
Post Reply