Íslenskt funk

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Íslenskt funk

Post by arnthor »

Hef ekki séð neina umræðu hér um "funky" bjóra.
Enn held það væri áhuga að heyra reynslusögur frá íslenskum bruggurum af spontant gerjun eða af því að nota "íslensk" hráefni(korn, ber, skyr etc.) til að funk-a bjórana sína upp.
Nóg til af efni og sögum frá ameríku og evrópy enn held það væri áhugavert að safna niðurstöðum úr ýmsum áttum bæði fyrir þá sem vilja reyna og þá sem vilja betur skilja sýkingar í "hreina" bjórnum sínum.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Íslenskt funk

Post by gm- »

Hef talsvert bruggað af súrum og funky bjórum, en nánast eingöngu notast við keyptar pöddur frá wyeast eða white labs.

IPA með B. clausenii var frábær t.d., og roselare blandan er frábær í ýmsa súra bjóra.

Svo hef ég eitthvað verið að gera Berliner Weiss og Berliner Ryess bjóra með súrmeskingu, og hef þá hent útí slatta af ómöluðu korni, haldið ákveðnu hitastigi í 2-3 daga og látið bjórinn súrna vel áður en ég sýð og gerja svo með venjulegu geri.

Hef ekki notast við neitt íslenskt, en var að spá í að spurja vin minn sem vinnur við vöruþróun hjá KEA hvort ég gæti ekki fengið einhverjar ræktanir frá honum til að nota í súran bjór.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Íslenskt funk

Post by æpíei »

Ég tek undir með gm- og hef gert svipaða hluti. Ég hef þó aðeins prófað spontant gerjun. Síðla sumars setti ég virt út á pallinn í garðinum hjá mér og safnaði þannig geri. Hann gerjaðist vel en það á eftir að koma í ljós hvernig hann verður fullþroskaður. Fyrstu prufur eru ágætar og lofa góðu.

Það var áhugavert að tala við David Logsdon um daginn. Hann er einmitt að fara út í spontant gerjum með "coolship" og gömlum eikartunnum. Hann talaði um að það væri ekki komin almenniegur kúltúr í þetta fyrr en í ca annarri gerjun. Ég hef því miður ekki svona eikartunnur til að viðhalda kúltúrnum hjá mér. Hann talaði líka um að nú (okt-nóv) væri einmitt árstíminn til að safna geri. Þá var hann eflaust að miða við Oregon, svo ætli síðsumar/snemma hausts hér sé ekki nærri lagi.
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Íslenskt funk

Post by arnthor »

Hef prufað að nota 5335 frá wyeast, skyr og korn til að sýra berliner og fundist skyrið virka mjög vel.
Það er líka ódýrara og hentugra að geta bara farið í hagkaup þegar manni hentar.

Hef síðan aðeins verið að skipuleggja farmhouse ale með íslenskum viðbótum enn á eftir að tjúna það aðeins til.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Íslenskt funk

Post by æpíei »

Það væri áhugavert ef þú segir hvernig þú súrmeskir með skyri. Hvað ertu að ná langt niður í ph?
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Íslenskt funk

Post by arnthor »

æpíei wrote:Það væri áhugavert ef þú segir hvernig þú súrmeskir með skyri. Hvað ertu að ná langt niður í ph?
Set einn ofninn í húsinu á fullt.
Sýð 1l af vatni með 100g af dme í sirka 10m sem ætti að vera sirka 1040 SG starter.
Kæli niður í sirka 35°.
Bæti ógerilsneyddu skyri úti starterinn sirka 0.2l.
Læt starterinn svo standa við hliðiná heita ofninum svo þetta sé í kringum 35° þangað til mér finnst hann nógu súr(2-3 daga).
Svo er bara að skella þessu útí.

Á ekki ph mæli svo ég hef ekki hugmynd um ph gildin, enn þetta hefur verið ná því sýrustigi sem ég vill(sem er reyndar frekar milt) í berliner weisse á svona 1-2 dögum.

Tek það fram að þetta er mjög líklega ekkert mjög góð aðferð til að gera lacto starter enn þetta dugar mér og ég þurfti ekki að kaupa nein tæki.
Ef einhver hefur áhuga á að lesa sér meira til um lacto startera er milk the funk wiki og þessi guide góður staður til að byrja.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Íslenskt funk

Post by Eyvindur »

Ég hef notað korn til að sýra Berliner Weisse, og sömuleiðis mysu.

Það eru reyndar nokkur ár síðan, en við gerðum helming ósoðinn og notuðum BW ger frá Wyeast, og hinn helmingurinn fékk lúkufylli af korni, beint úr sekknum, og einhverja desilítra af mysu, og fékk að súrna í 1-2 daga áður en hann var gerilsneyddur og gerjaður með T-58 (minnir mig). Kom mjög skemmtilega út.

Mig hefur langað í mörg ár að fara með litlar fötur með ógerjuðum virti í berjamó og tína útí og láta vaða. En einhvern veginn dettur þetta alltaf uppfyrir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Íslenskt funk

Post by Dabby »

Fyrir dvergakastið fyrir 2 árum gerði ég einfaldan bjór sem ég setti lúkufylli af aðalbláberjum útí í staðin fyrir ger. Þetta er þokkalega ógeðslegasti bjór sem ég hef smakkað en líka með skemmtilegri tilraunum sem ég hef gert.
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Íslenskt funk

Post by arnthor »

Dabby wrote:Fyrir dvergakastið fyrir 2 árum gerði ég einfaldan bjór sem ég setti lúkufylli af aðalbláberjum útí í staðin fyrir ger. Þetta er þokkalega ógeðslegasti bjór sem ég hef smakkað en líka með skemmtilegri tilraunum sem ég hef gert.
Er það ekki einmitt aðal atriðið að hafa gaman að þessu.
Post Reply