Banani!!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Banani!!

Post by Sigurjón »

Ég er með bjór sem hefur þvílíka bananalykt og bragð.
Ég veit alveg hvað veldur svoleiðis, nema hvað....

Ég lagði í 2 alveg eins bjóra með eins dags millibili (semsagt einn bjór og daginn eftir hinn).
Ég náði nánast sömu tölum alsstaðar. Það munaði ekki nema einum punkti á OG.
Gerjunarföturnar hafa verið í nákvæmlega sömu aðstæðum, enda hlið við hlið. Eini munurinn er þessi dagur sem er á milli þeirra.

Einn er fínn og alveg eins og hann á að vera, hinn er bananasplitt.

Hvað ætli valdi þessum mun á annars líkum bjórum? Gæti annar gerpakkinn verið eitthvað off? Ég bleytti upp í gerinu í báðum tilfellum. Ég hristi virtinn í svipað langan tíma til að fá smá súrefni í hann.
Mér finnst þetta amk pínu skrýtið.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Banani!!

Post by hrafnkell »

Sennilega hitamunur í gerjuninni.. T.d. hærri pitching hitastig á öðrum bjórnum eða hitasveiflur í rýminu sem hefur hitt á "verri" stað í gerjunarferlinu á öðrum bjórnum. Kemur eiginlega ekki annað til greina.

Ertu að þefa af þessu í gerjun, eða er bjórinn búinn með gerjunina?

Nokkrar pælingar:
* Hvað var hitastig á virtinum við pitch?
* Hvaða ger notaðirðu?
* Er hitastig stabílt í rýminu?
* - Ertu viss? :)
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Banani!!

Post by Sigurjón »

Hitastigið á virtinum voru 20 gráður í báðum tilfellum. Ég notaði þennan fína Thermapen til að mæla það.
Ég notaði Safale US-05. Það var bleytt upp í gerinu í báðum tilfellum og var vatnið við herbergishita.
Hvað varðar hitasveiflur í rýminu þar sem gerjunin átti sér stað, hitinn var eins stabíll og hann verður í lokaðri og gluggalausri geymslu. Kannski 1-2 gráðu flökt í versta falli, en það er bara águskun út í loftið.

Gerjun "ætti" að vera búin. Gravity var í 1010 annars vegar og 1011 hins vegar. Lægri FG mælingin var bananinn. Ég ákvað að bíða aðeins með að kegga þetta til að sjá hvort að bananinn eigi eftir að jafna sig eitthvað.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Banani!!

Post by hrafnkell »

Ég er lens. Hef ekki lent í þessu áður :)
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Banani!!

Post by Sigurjón »

Jæja, til þess að enda þetta, þá keggaði ég bananabjórinn degi seinna. Það var enn svolítill banani í honum, en þegar hann var orðinn kolsýrður var hann ekko mjög mikill. Smakktest kom þokkalega út og ég er ekki viss um að meðaljóninn myndi finna mikinn mun á bjórnum. Það kvartaði amk enginn.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply