Viðbætur í "vorlauf"

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Viðbætur í "vorlauf"

Post by Jökull »

Sæl öll!

Ég er, ásamt frænda mínum, að leggja í smá jólabjórstilraun. Fann uppskrift sem mig langar að staðfæra og prófa. Eitt þar er ég aðeins að vandræðast með. Höfundur vill bæta við smá korni meðan hann gerir "vorlauf". Þar sem við erum í biab sé ég lítinn tilgang með því að filtera virtinn í gegnum kornið. Hins vegar finnst mér ekki alveg ljóst hvernig réttast sé að standa að því að bæta við eins og höfundur hugsar það. Væri rétt að gera það rétt fyrir mash-out eða bæta við strax eftir og láta standa í smástund?

Annað var hvernig vatnsmagn í all-grain uppskrift staðfærist í biab... Er ekki eðlilegast að nota kettle volume (32 ltr) fyrst það er gefið upp? Batch size og final volume er gefið upp 25 ltr...

Er viss um að einhver hér hefur farið í gegnum allar þessar pælingar 8-)
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Viðbætur í "vorlauf"

Post by Sigurjón »

Ég hef aldrei heyrt um kornviðbætur í vorlauf.
Hins vegar við vorlauf er kornið notað sem filter. Ég nota cooler sem meskikar og vorlaufa áður en ég tæmi, en engar kornviðbætur eru gerðar þar. Það meikar ekki einu sinni sens.
En hvað veit ég? Enda bara búinn að brugga í hálft ár eða svo.

All grain uppskrift í BIAB ætti að vera eins og ef þú værir með cooler, EF þú ert að sjóða í sama potti sem hefur sömu uppgufun. Þetta er í rauninni einfalt dæmi. Vatn mínus það vatn sem kornið dregur í sig er það sem fer í suðupottinn. Með cooler eða BIAB er þetta sama magn af korni sem dregur í sig sama magn af vatni. Ef þú ert með Beersmith skaltu setja inn uppskriftina ásamt tækjaprófílnum þínum. Þú gætir þurft að stilla uppskriftina aðeins til þess að lenda á sama OG og uppskriftin gefur upp.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Viðbætur í "vorlauf"

Post by hrafnkell »

Stundum er korni bætt við í lok meskingar. Til dæmis ristað bygg, sem getur gefið beiskju eða astringency ef það er meskjað allann tímann. Það á venjulega ekki við um dehusked (carafa special) eða crystal mölt samt, amk man ég ekki eftir að hafa lesið það né heyrt.
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Re: Viðbætur í "vorlauf"

Post by Jökull »

Hugmyndin, skv. bókinni, er að viðbótin í vorlauf sé fyrir lit og bragð en ekki sykrur. Enda nóg af öðru korni og þetta tiltölulega lítið hlutfall.

Höfundur er einhver ógurlegur pælari, má vel vera að þetta sé tekið fulldjúpt hjá honum. Starterinn er kominn í gang og megnið af hráefni og græjum að verða klárt, þetta verður eitthvað...
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Viðbætur í "vorlauf"

Post by Eyvindur »

Þetta er þekkt með dökkt korn. (Hrafnkell, ég hef heyrt um að þetta sé líka stundum gert með dehusked - hvort sem það þarf eða ekki.)

Ef þú vilt hafa þetta sem líkast frumuppskriftinni geturðu bara hrært korninu út í fyrir mashout (ef þú gerir slíkt) og haft það úti í í kannski 10 mínútur. Ætti að skila svipaðri niðurstöðu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply