að brugga úr "gömlu" brauði.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
héðinn
Villigerill
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by héðinn »

Góðan daginn. Ég er að velta fyrir að brugga úr "gömlu" brauði. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að kornið sem í brauðinu brotni niður í sykur og ef svo er hvað mikið af korni verði að hvað miklum sykri. Ég hef verið að leyta að upplýsingum á netinu en finn bara fréttir um bruggara vítt og breytt sem eru að stunda þetta. Ég býst við að ég sé ekki með réttu lykilorðin.

kv
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Áhuagverð pæling. Hér er þráður með nokkrum upplýsingum og hugmyndum.

http://www.homebrewtalk.com/showthread.php?t=209505
héðinn
Villigerill
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by héðinn »

Ég fann þetta síðan, er reyndar síða um eimingu en þarna sýnist mér upplýsingar hvernig maður dregur sykurinn fram úr korninu.

http://homedistiller.org/grain/wash-grain/mashing

kv
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Ég er að hlusta á podcastið með "The mad fermentationist" sem minnst er á í einu af síðustu svörunum, mjög áhugavert

http://ec.libsyn.com/p/3/9/a/39af37da41 ... id=2868971
héðinn
Villigerill
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by héðinn »

'Eg er aðeins að átta mig á þessu. Það þarf ensím sem verða til við að korn spírar til að brjóta niður sykurinn.

Er þetta í linknum hér fyrir neðan ekki aðferðin við að búa til ensmín?

https://en.wikipedia.org/wiki/Rejuvelac


Ætli ég gæti látið korn spíra í vatni og helt því síðan útá brauðið til þess að brjóta niður kornið í sykur?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by hrafnkell »

Eða henda smávegis af möltuðu korni með til að nýta ensímin þar.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Ég gerði smá tilraun í anda þess sem talað er um í podcastinu. Ég var með ca 1,3 kg af rúgbrauði, normalbrauði og líku sem ég hafði safnað og fryst. Ég leysti það upp í ca 10 lítrum af 88 gráðu vatni í um 12 tíma. Úr þessu fékk ég "virt" sem er 1,006. Ekki nægilegt til að gerja eitt og sér. Ég ætla að nota þetta sem grunn í Berliner Weisse, 50/50 af pilsner og hveitimalti og súrmeskja.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by HKellE »

Ég myndi halda það þyrfti amylasa til að brjóta sterkjuna niður í gerjanlegar sykrur
http://www.brew.is/oc/Amylase_Enzyme
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Takk, tékka á þessu. Þetta er reyndar ekki mikið sem kom úr brauðinu. Eftir að það var runnið sem mest af brauðsúpunni var ég með 9 lítra af 1,010 vökva. Ég setti 16 lítra af vatni útí og byrja því að meskja með vökva sem er um 1,004.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by gm- »

Þetta er spennandi, verður fróðlegt hvort það verði rúgbrauðskeimur sem kemur í gegn.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Að dæma af virtinum, já!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Post by æpíei »

Þessi er tilbúinn. Það skilaði sér ekki mikið brauðbragð í bjórinn. Hann var eiginlega bara týpískur Berliner weisse.
Post Reply