Endalaust fikt

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Endalaust fikt

Post by Sigurjón »

Núna hef ég ætlað að brugga í nokkra daga en ekki komist í það vegna annara hluta.
En þegar tækifæri gefst, hef ég sest niður og fiktað í uppskriftinni alveg hægri vinstri, því ég kemst ekki í að brugga helvítis bjórinn. Það sem var orðið fínt á blaði í gær, er ekki nándar nógu gott í dag.
Eru einhverjir fleirri sem fikta svona mikið í sínum uppskriftum? Þetta fikt endar svo ekki þegar ég loksins fer að brugga, heldur geri ég oft breytingar á síðustu stundu, sem er síðan breytt í uppskriftinni eftir á. Þetta eru reyndar ekki drastískar breytingar; helst eitthvað sem kemur að lit eða ég er að reyna að fá fram einhver ákveðin einkenni malts.

Ég þarf að fara að drífa þennan bjór í gang hjá mér svo þetta endi ekki sem eitthvað allt annað en ég laggði upp með í byrjun ;)
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Endalaust fikt

Post by æpíei »

Jú blessaður vertu. Það kemur oft fyrir að þegar maður byrjar að brugga að birgðastaðan var eitthvað röng, eitt og annað ekki til eða ekki nóg. Svo þá er bara tekið það sem hendi er næst og sett í staðinn. Skrái samt alltaf samviskusamlega niður hvað ég gerði svo ég geti verið viss um að gera ekki alveg nákvæmlega það sama næst ;)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Endalaust fikt

Post by Eyvindur »

Já, ég er farinn að hafa það sem reglu að vera ekki að skoða uppskriftina of mikið á milli þess sem ég bý hana til og brugga hana, því ég á það einmitt til að fara í aðeins of marga hringi. Ég hef sjálfan mig grunaðan um að gleyma gjarnan hvað það var sem mér fannst góð hugmynd við uppskriftirnar upphaflega og breyta of mikið frá henni. Þannig að ég læt þær liggja, bara. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply