Jæja, deili hér reynslu okkar af ferskum ávöxtum með myndabloggi (maður hatar ekki myndabloggið!!)
Ferskjur afhýddar og kjarninn fjarlægður. Fékkst ca 110 g per ferskju.

- 2015-07-18 15.27.43.jpg (109.77 KiB) Viewed 8852 times
Maukað með matvinnsluvél.
Sett í zip-lock poka og í frystinn í 48 tíma.

- 2015-07-18 16.04.40.jpg (122.62 KiB) Viewed 8852 times
Fleytti svo yfir ferskjumaukið eftir 4 daga í gerjun (frumraun með secondary). Þegar það kom að dry-hop nokkrum dögum síðar þá leist mér ekkert á blikuna:

- 2015-07-27 20.06.30.jpg (124.13 KiB) Viewed 8852 times
En það var haldið áfram og þegar kom að átöppun þá leit þetta þokkalega út, sterk lykt upp úr tunnunni en ekki slæm.

- 2015-08-04 21.40.23.jpg (108.76 KiB) Viewed 8852 times
Fleyttum bjórnum yfir á átöppunarfötu án þess að sía, hefði verið sterkur leikur eftir á að hyggja. Fór smá gums í síðustu flöskurnar en að mestu leyti var þetta tær bjór. Eftir 10 daga var fyrsti opnaður og niðurstaðan þrælfínn Pale Ale, ferskjurnar eru greinilega til staðar en alls ekki í aðalhlutverki. Skemmtileg og vel heppnuð tilraun (að mínu mati)!

- 2015-08-14 22.00.11.jpg (74.65 KiB) Viewed 8852 times
Í tilraunaskyni voru 10 L gerjaðir áfram án ferskna og er sá bjór líka að koma vel út. Skál! Uppskrift:
http://beersmithrecipes.com/viewrecipe/ ... -gallon-13