Beersmith 2???

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Beersmith 2???

Post by Grænikarlinn »

Hjálp. Eru ekki einhverjir snillingar hér sem kunna vel á Beersmith?
Er að vesenast með að setja inn prófíl fyrir græjurnar minar. Var með uppskrift sem ég er búinn að leggja í og taldi mig vera með prófíl sem passar. Svo fór ég að spá og lagaði aðeins til prófílinnog þá breyttist uppskriftin umtalsvert. OG fór upp úr 62 í 73 td og IBU upp úr öllu valdi? Núveit ég ekki hverju ég á að treysta?

Þarf því að gera þennan prófíl rétt. Svo er ég líka að rugla eitthvað í mash prófílnum.
Hrafnkell þú veist t.d hvernig græjur ég er með :oops:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beersmith 2???

Post by hrafnkell »

Ég nota alltaf default BIAB prófílinn í beersmith... Hef ekkert hrært í honum því hann er close enough :)

Image

Ég tek það þó fram að vatnsmagn og fleira fer ég ekki endilega eftir úr beersmith, geri það eftir tilfinningu. Ég nota beersmith mest bara í uppskriftargerðina og til að halda utan um uppskriftir.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Beersmith 2???

Post by æpíei »

BeerSmith er dálítið undarlegt forrit og margt þar virkar öfugt við það sem maður myndi telja eðlilegt. T.d. þegar þú setur tækjaprófil á uppskrift eftir að þú ert búinn að setja annað inn, þá breytist sumt sem þú ert búinn að setja inn áður, t.d. vatnsmagn, nýtni og suðutími. Ef þú ert með prófíl sem gerir ráð fyrir 20 lítrum og þú smellir á "Equipment" til að velja þann prófíl, þá mun uppskriftin þín breytast m.v. 20 lítra af vatni, en magn af korni og humlum verða óbreytt. Það þýðir að OG og IBU gæti breyst ef þú hafðir áður skalað uppskriftina fyrir annað magn. Þá þarftu bara að breyta aftur vatnsmagni og suðutíma.

Best er að byrja með tóma uppskrift, velja réttan tækjprófíl á hana og Mash prófíl. Athuga að vatnsmagn sé það sem þú notar venjulega. Bættu svo inn hlutum sem þú notar alltaf, t.d. Whifloc töflu 10 mín suðu (ég set kælispíral inn sem hráefni í 10 mínútur til að minna mig á að setja hann í suðuna, mjög þægilegt því ég nota BS tímafídusinn í suðunni). Vistaðu svo þessa uppskrift sem "Ónefnd" með því að smella á "Save the current recipe as the default for new recipe" hnappinn (bjórglas og blað, milli körfunnar og prentarans). Þá byrjaru alltaf með þá uppskrift þegar þú gerir nýja og engin ástæða til að hræra meira í tækja prófílnum.
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Beersmith 2???

Post by Grænikarlinn »

Ok en eruð þið að setja inn vatn sem hráefni? Hef ekki gert það, skrái bara batch stærð, 20L t.d. Svo set eg inn magn vökva í meskiprófíl og jú tækjaprófílinn
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Beersmith 2???

Post by æpíei »

Ég hef ekki gert það hingað til, en er farinn að spá í það sbr. þráð hér á spjallinu um vantsprófíla (sem er mjög fróðlegur). Það er áhugaverð pæling en þú ættir ekki að hugsa um það svona í byrjun.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Beersmith 2???

Post by kalli »

Grænikarl og æpíei,

Ég reyni að nota Beersmith til hins ítrasta í mínum uppskriftum og það gengur vel eftir að ég uppgötvaði að það þarf að nota Scale Recipe við margar breytingar.

Ef uppskrift er gerð fyrir ákveðið equipment setup og maður vill skipta yfir í annað equipment, þá verður að velja Scale Recipe, velja nýtt equipment þar og smella Ok. Þá skalerast allt í uppskriftinni rétt fyrir nýtt equipment, vatnsmagn, korn, humlar osfrv.

Ef uppskrift er gerð fyrir ákveðið equipment og maður breytir einhverju í þeim equipment profile, þá þarf líka að opna uppskriftina, velja Scale Recipe, velja sama equipment aftur og smella Ok. Þá er sama equipment profile hlaðið inn aftur með nýjum gildum og allt skalerast rétt.
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply