Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Grænikarlinn »

Sælir, ég hef verið að lesa yfir þræðina hér, þeir eru ansi margir og ég er ekki búinn að þaullesa þetta allt. Veit að það má kannski ekki endurtaka spurningar sem þegar hafa verið bornar upp hérna :) Èg finn þó ekki svarið og ætla að slá til hér samt. Í versta falli fæ ég bara þöglu meðferðina!

Ég er að velta fyrir mér meskingunni aðallega og þá magn vökva inn og út. Menn eru greinilega að gera þetta mismunandi. Stundum "sparge" stundum ekki.

Í fyrsta lagi, hversu mikið skiptir vatnsmagn í upphafi meskingar, ég meina hvort það er 27 L eða 30L? Eftir því sem meira er af vatni þá endar maður með meiri bjór ekki satt? Gæti trúað því að meira vatn þynni bjórinn, þ.e.a.s hafi þá áhrif á OG og IBU ofl???? Er bara að spá í hversu nákvæmur maður þarf að vera.
Í uppskriftum er oft talað um preboil volume...er þá átt við magn í upphafi meskingar eða eftir meskinguna og eins og það hljómar magn fyrir suðuna?

Svo er það "sparge", flott orð, en er ekki verið að meina að bæta við vatni eftir meskingu....þ.e.a.s. skola kornið og ná þannig fram aðeins meira af sykrum í Virtina og auka lokamagnið? Er þetta nauðsynlegt? Hvernig reiknar maður út hve mikinn vökva þarf í þetta t.d.?

Svo að lokum......Mash in og out? Þetta hefur eitthvað að gera með hitastig á meskingu í upphafi og áhrif á mismunandi ensím væntanlega. Velti því bara fyrir mér hvernig maður ákveður hvort maður geri þetta eða ekki? Mash out eitthvað svipað, eðlissvipta eða óvirkja ensímin í lokin.

Kannski of erfitt að svara þessu á einfaldan hátt...sorry! Ég er bara að lenda í að fá bara ca 17 L af bjór í gertunnuna og þá á eftir að taka frá botnfall. Byrja með 27L í upphafi meskingu. Langaði að reyna að fá eitthvað meira út úr þessu.

Kv

Græni karlinn. :mrgreen:
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by flokason »

Grænikarlinn wrote: Í fyrsta lagi, hversu mikið skiptir vatnsmagn í upphafi meskingar, ég meina hvort það er 27 L eða 30L? Eftir því sem meira er af vatni þá endar maður með meiri bjór ekki satt? Gæti trúað því að meira vatn þynni bjórinn, þ.e.a.s hafi þá áhrif á OG og IBU ofl???? Er bara að spá í hversu nákvæmur maður þarf að vera.
Í uppskriftum er oft talað um preboil volume...er þá átt við magn í upphafi meskingar eða eftir meskinguna og eins og það hljómar magn fyrir suðuna?
Vatnsmagn í upphafi meskingar skiptir ekki öllu máli, svona innan eðlilegrar marka. Preboil magn er magnið af virti sem þú hefur eftir þessa meskingu, þá rétt fyrir suðu. 1kg af korni dregur alveg sirka í sig 1 L af vatni sem þú færð ekki aftur, svo ef þú ert með 27L fyrir meskingu og notar 5kg af korni, þá ertu líklega með e-ð nálægt 22 L eftir meskingu, sem væri Preboil.

Á þessu stigi má alveg bæta við vatni, segjum að þú hafir klikkað á einhverju og vanti 2 L upp á Preboil gravitu (eða að þú hafir fengið of hátt gravity og viljir lækka það) þá er það ekkert mál.

Svo í suðunni gufa kannski upp 2-5L af vatni, fer eftir græjum og það volume væri þá post boil volume



Ef þú ert með of mikið af vatni (eða of lágt gravity), þá er hægt að bæta það upp með að sjóða lengur, eða jafnvel bæta smá Dry Malt Extract út í til að henda gravity smá upp

En já, meira vatn auðvitað þynnir bjórinn, þá bæði OG og IBU, en þú miðar alltaf vatnsmagnið við korn og humla svo þetta passi nú allt saman.
Grænikarlinn wrote: Svo er það "sparge", flott orð, en er ekki verið að meina að bæta við vatni eftir meskingu....þ.e.a.s. skola kornið og ná þannig fram aðeins meira af sykrum í Virtina og auka lokamagnið? Er þetta nauðsynlegt? Hvernig reiknar maður út hve mikinn vökva þarf í þetta t.d.?
Ég get ekki útskýrt sparging betur en þessi:
http://www.howtobrew.com/section3/chapter17.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

En ertu að meskja í meskitunnu eða ertu að gera BIAB?
Í BIAB, sem all flestir hérna gera þarf ekki að sparge-a, þá basicly bara tekuru pokann úr pottinum. Í BIAB ertu með svokallað "full volume mash", þeas þú byrjar með allt vatnið sem þú þarft, og ættir aldrei að þurfa bæta við meira vatni. Þeir sem meskja í meskitunni þurfa að sparge þar sem þeir bæta oft við vatni
Grænikarlinn wrote: Svo að lokum......Mash in og out? Þetta hefur eitthvað að gera með hitastig á meskingu í upphafi og áhrif á mismunandi ensím væntanlega. Velti því bara fyrir mér hvernig maður ákveður hvort maður geri þetta eða ekki? Mash out eitthvað svipað, eðlissvipta eða óvirkja ensímin í lokin.
Mashout er bara eiginlega til að auka nýtnina hjá þér, svona eftir því sem ég hef lesið, það er líka útskýrt á linknum þarna, þetta er ekki nauðsynlegt. En fyrstu brugganir gerði ég þetta ekki (var að brugga í síldartunnu) og var með um 60% nýtni og með að gera mashout þá fór ég upp í 80% nýtni, svo eftir það gerði ég þetta alltaf.
Grænikarlinn wrote: Kannski of erfitt að svara þessu á einfaldan hátt...sorry! Ég er bara að lenda í að fá bara ca 17 L af bjór í gertunnuna og þá á eftir að taka frá botnfall. Byrja með 27L í upphafi meskingu. Langaði að reyna að fá eitthvað meira út úr þessu.
Miðað við þetta finnst mér líklegt að þú sért að gera þetta með byrjendakittunu af brew.is og sért að meskja og sjóða í gerjunartunnum.

Þú verður bara að læra á kerfið þitt. Ég mæli með að í næsta bruggi, þá skráiru allar mælingar. þeas
Vatn í byrjun
kg af korni
gravity eftir meskingu
Preboil volume (magn af virti eftir meskingu)
post boil volume ( hvað þú endar með mikinn virt eftir suðu)
Hvað þú endar með marga L í gerjunartunnunni
og að lokum post boil gravity

Með þessum upplýsingum ættiru að geta spáð fyrir öllu ferli á næstum bjórum sem þú gerir (sem eru svipaðir)
Ég mæli þá með að nota beersmith, setja upp profile fyrir búnaðinn þinn þar sem þessar upplýsingar fara inn og eftir það þá hugsar beersmith fyrir öllu fyrir þig.

Ég gerði þetta fyrst hjá mér og núna stenst allt 100% hvað beersmith segir. Hann segir hvað ég byrja með mikið vatn og ég set inn uppskriftina og þá passar allt, hvað ég enda með mikinn bjór, OG á honum og allt þetta
Last edited by flokason on 23. Oct 2013 10:56, edited 1 time in total.
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Eyvindur »

Litlu við svarið hjá flokason að bæta, nema ég vil útskýra þetta með mash out aðeins betur. Mash out er semsagt að hækka hitastigið upp í ca. 75°C til að óvirkja ensímin og auka nýtinguna aðeins. Ekki nauðsynlegt skref, en fínt ef maður hefur tök á því. Ég gerði það aldrei áður fyrr en geri núna, af því að ég get það. Veit ekki hvort það munar miklu.

Einfaldast er bara að hugsa vatnsmagnið svona: Lítrar sem þú vilt enda með + uppgufun + kornmagn í kg + það sem þú missir hér og þar í ferlinu (í botnfalli o.s.frv. Lærist með tímanum).

Semsagt, ef þú ætlar að gera 20 lítra og notar 5 kg af korni, og uppgufunin er 5 lítrar þarftu að byrja með 30 lítra af vatni (þar sem þumalputtareglan er sú að kíló af korni drekkur í sig lítra af vatni). Ef þú veist að það verða ca. 4 lítrar eftir hér og þar í ferlinu þarftu að vera með 4 lítrum betur (en þú verður auðvitað að miða við að gera þá 24 lítra uppskrift, til að hitta á rétt OG).

Vona að þetta skýri þetta að einhverju leyti.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Grænikarlinn
Villigerill
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Grænikarlinn »

Sælir og kærar þakkir, mjög hjálplegt :)

Er að gera BIAB, er með 75L pott og setup frá brew.is.

Góðar ábendingar :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by helgibelgi »

+1 á svarið frá flokason!

Með tímanum muntu finna út 1) hversu mikið þú tapar af vatni per kíló miðað við þína aðferð 2) hversu mikið gufar upp hjá þér í suðu miðað við suðutíma (stundum áttu að sjóða lengur en 60 mín)
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by rdavidsson »

Ég hef haft það sem reglu hjá mér að setja aðeins minna vatn í byrjun (2-3L) miðað við 27L ef meskingin klikkar eða preboil gravityið verður of lágt.. Svo bæti ég bara vatni út í eftir suðu til að stilla final gravity af, þá er maður alltaf spot on og fæ ég oftast sama OG og lítramagn í gerjunartunnuna eins og uppskriftin segir til um..
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Baldvin Ósmann »

Til að mæla gravity eftir meskingu, er óhætt að nota sykuflotvogina í svona heitum vökva eða þarf refractometer?
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Idle »

Baldvin Ósmann wrote:Til að mæla gravity eftir meskingu, er óhætt að nota sykuflotvogina í svona heitum vökva eða þarf refractometer?
Ég efast um að það hafi góð áhrif á glerið til lengdar. Venjulega tekur maður frá sýni í mæliglas og kælir niður í 16°C eða það hitastig sem flotvogin er kvörðuð fyrir (leiðréttið mig ef mér skjátlast, ég er farinn að ryðga). Miðað við grófa leiðréttingu gæti 1,050 SG við 70°C í raun verið 1.072 við 16°C.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by rdavidsson »

Baldvin Ósmann wrote:Til að mæla gravity eftir meskingu, er óhætt að nota sykuflotvogina í svona heitum vökva eða þarf refractometer?
Til að mæla með flotvoginni þá þarftu að kæla virtinn niður í 20°C. Þú getur líka mælt við svona hátt hitastig en þá þarftu að skoða leiðréttingatöflu sem sýnir þér hvað gravityið er við 20°C.. Ég nota alltaf refracto þannig að ég mæli bara "beint"...
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Plammi »

Baldvin Ósmann wrote:Til að mæla gravity eftir meskingu, er óhætt að nota sykuflotvogina í svona heitum vökva eða þarf refractometer?
Ég er með app í símanum sem reiknar út gravity miðað við hitan á vökvanum, bara app útgáfa af þessu
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by bergrisi »

:) Èg finn þó ekki svarið og ætla að slá til hér samt. Í versta falli fæ ég bara þöglu meðferðina!
Hérna eru allir boðnir og búnir að aðstoða. Það er það sem mér finnst allra skemmtilegast hérna. Enginn spurning sem ekki er svaraverð.

Sé að þú ert búinn að fá góðar leiðbeiningar sem munu án efa nýtast þér mjög vel. Gangi þér sem allra best í bjórgerðinni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Eyvindur »

Það er misjafnt hvort flotvogir eru stilltar af við 20°C eða 16°C - það ætti að standa á flotvoginni.

Ég myndi í öllum tilfellum bæta við vatni fyrir suðu, ekki eftir, að því gefnu að potturinn rúmi vatnsmagnið, þar sem það getur haft einhver áhrif á humlanýtinguna. Áhrifin eru væntanlega lítil sem engin, í raun, en ég hugsa alltaf um það að geta endurtekið uppskriftir ef þær heppnast vel, og þá held ég að það sé skynsamlegra að gera allar svona leiðréttingar fyrir suðu, frekar en eftir (sama gildir ef maður vill bæta við maltextrakti). En þetta er auðvitað ekki stóra atriðið, þannig.

Þess vegna er einmitt oft gott að vita hvert pre-boil gravityið á að vera, svo maður geti gert leiðréttingarnar strax.

Varðandi uppgufun, þá er hann Sigurður okkar með helvíti góða reiknivél fyrir slíkt:

http://sigginet.info/brewing/tools/boil-off-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false;
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Baldvin Ósmann »

Þannig að flotvog þolir hita upp á 75°C ?
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by Eyvindur »

Já, hún ætti að gera það. Svona þunnt gler þolir vanalega vel hitabreytingar. Þykkt gler hins vegar ekki. Þess vegna er til dæmis næfurþunnt gler í pressukönnum.

En ég myndi sjálfur alltaf kæla flotvogarsýnið fyrir mælingu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Alveg grænn - vangaveltur um VÖKVAMAGN!

Post by QTab »

Eyvindur wrote:Já, hún ætti að gera það. Svona þunnt gler þolir vanalega vel hitabreytingar. Þykkt gler hins vegar ekki. Þess vegna er til dæmis næfurþunnt gler í pressukönnum.
Hefur meira með tegund glersinns að gera en þykkt (þó það sé líka faktor) í pressukönnum er örugglega alltaf borosilicate gler sem hefur svo littla hitaþennslu að snöggar hitasveiflur t.d. þegar sjóðandi vatni er hellt í það þegar það er við stofuhita hafa engin áhrif á það (í því tilfelli er það haft þunnt til að hafa sem minnstann varmamassa til að lækka hita vatnsinns þegar því er hellt í), það er líka til fullt af massívum eldföstum mótum úr því án vandræða. Ef flotvoginn er úr svoleiðis þá er ekkert að því í sjálfusér að fleygja henni út í hvað sem er (fyrir utan að hún er ekki kvörðuð til að vera rétt nema við 20°).
Post Reply