Geymsluþol?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
arnier
Villigerill
Posts: 12
Joined: 14. Apr 2013 01:34

Geymsluþol?

Post by arnier »

Ég er nýr í þessu öllu og er að spreyta mig á litlum BIAB lögunum, lögn nr.2 fer á flöskur um helgina. Þetta hefur gengið ágætlega með smá dash af panic og bjór á hliðarlínunni til að róa taugarnar.

Ég hef verið að leita að upplýsingum um væntanlegt geymsluþol á bjórnum en finn mjög misvísandi upplýsingar. Eru engar þumalfingursreglur um geymsluþol út frá bjórstílum?

Ég mun geyma bjórinn í venjulegri innigeymslu með 22-24°C.

Hver er reynsla manna af geymsluþoli?

kv.
Árni
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Geymsluþol?

Post by hrafnkell »

Ef hreinlætið er í lagi þá geymast þeir í raun óendanlega. En flestir "venjulegir" bjórstílar eru bestir 2-3 mánaða gamlir og fara svo að þroskast í ranga átt eftir svona 6 mánuði.

Þetta er einhverskonar kúrva... kannski svona? :)

Image
busla
Kraftagerill
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Geymsluþol?

Post by busla »

John Palmer talar um 6 mánuði í bókinni sinni, að því gefnu að lítið sem ekkert súrefni hafi komist í bjórinn við rökkun og átöppun.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Geymsluþol?

Post by Idle »

Tek undir með Hrafnkeli. Ég gerði einn í stærri kantinum 19. desember 2009. Á enn þrjár flöskur eftir. Opnaði eina fyrir um 6 mánuðum, og skömmin var bara í góðu lagi (þeir hafa alltaf verið geymdir við stofuhita). Það besta er að bölvað kryddbragðið sem gerði hann nánast ódrekkandi þá, hefur dofnað svo mikið að hann er orðinn nokkuð fínn núna.

Minni bjórar kláruðust of fljótt til að ég gæti látið reyna á geymsluþolið. :lol:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Geymsluþol?

Post by helgibelgi »

Stórir bjórar endast lengi. Annars er eiginlega vandamál hjá mér að ná að geyma bjórana í einhvern tíma, er einfaldlega of duglegur við að drekka þá!
Post Reply