Kolsýra á kút

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Kolsýra á kút

Post by kalli »

Ég var að fá kolsýrukút frá BNA og ætlaði að fylla á hann hjá ISAGA. Þeir segjast ekki geta fyllt á hann af því að gengjurnar passi ekki og þeir eigi ekki rétt millistykki. Kannist þið við þetta? Hvar látið þið fylla á kútana?
Kúturinn minn kom með tilbúnu setti frá KegConnection.
Life begins at 60....1.060, that is.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Kolsýra á kút

Post by bjarkith »

Ég veit nú ekki hvaðan minn kútur er en þeir í Slökkvitækjaþjónustunni fylltu hann no problemo.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Kolsýra á kút

Post by kalli »

Takk fyrir það. Ég fór í Slökkvitækjaþjónustuna og þeir tóku við kútnum, en vilja fá að stimpla í hann SI mælieiningarnar og taka fyrir það þóknun. Og kútinn fæ ég á þriðjudaginn.
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply