Átöppun lager

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Átöppun lager

Post by raggi »

Sælir

Ég er að fara að tappa á lagerbjór. Ég hef látið bjórinn lagerast í 3°C. Á ég að tappa bjórnum á við það hitastig eða á ég að láta hann ná geymsluhita áður.

Kv
raggi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Átöppun lager

Post by bergrisi »

Ég gerði lagerbjór um daginn. Lét hann gerjast ca. 3 vikur við 12 gráður. Setti þá á flöskur og geymdi þær við 18 gráður í tvær vikur. Var að skella honum á laugardaginn í kælingu. Tveir kassar í hitastýrðan frysti sem er 1-2 gráður og svo 3 kassar í ísskáp sem er ca 4-5 gráður.

Ég held að það skipti ekki svo miklu máli hvort þú setur hann á flöskur við stofuhita eða við 3 gráður. Þú þarf að láta hann vera við stofuhita í nokkra daga helst og svo er það bara að lagera líka nógu lengi á flöskum. Erfiðasti parturinn hjá mér enda ég strax búinn að smakka nokkra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Átöppun lager

Post by kristfin »

ég nota þessa síðu þegar ég er að setja á flöskur:
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false;

setur inn gildin fyrir hita, magn og carbonation og þá færðu að vita hvað mikinn sykur.

hitastigið skiptir máli fyrir magn á sykri, því það er meiri kolsýra bundin í kaldari vökva.

td, ef þú ert með 20 lítra, við 3 gráður og vilt ná 2.5 í karbonation. þá setur maður þarf 73 grömm af sykri, en við 20 gráður þarftu 129 grömm.

þetta er amerísk reiknivél svo þú þarft að setja 20l og 3c fyrir metrakerfið
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Átöppun lager

Post by bergrisi »

Snilld. Mun nota þetta næst. Ég hef bara studd mig við Beersmith.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Átöppun lager

Post by raggi »

Takk kærlega fyrir svörin. Ég prófa þetta.
Post Reply