Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by gugguson »

Við lentum í óvæntu vandamáli í síðustu lögn. Við vorum með meira korn en áður hefur verið sett í, um 12 kg. Vatnshæðin var því rúmlega 60L af 72L sem potturinn ber.

Við vorum með hringrás í gangi, þ.e. sem tók virt undan grindinni og upp í kornið fyrir ofan - krafturinn á hringrásinni var ekkert gríðarlega mikill en sæmilegur þó (solar project dæla).

Þegar meskin var búinn að vera í um 20 mínútur fórum við að taka eftir því að pokinn hafði dregist niður og það var mjög þungt að toga hann aftur upp - eins og einhverjir illir kraftar væru að draga hann niður. Við höfðum ekkert gríðarlegar áhyggjur af þessu en fannst þetta skrítið.

Stuttu síðar fór pumpan að hætta að dæla, við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir af hverju en reyndum að pota og hrista hana í allar mögulegar áttir. Þegar vel var liðið á meskinguna prófuðum við að taka pokann aðeins frá brúninni, þ.e. toguðum hann til hliðar og þá var eins og allur sogkrafturinn væri farinn, þ.e. vandamálið var greinilega að það var komið loftrúm undir pokann vegna dælunnar og ekki náðist að skila vatni af sama krafti í gegnum kornið. Eins kom upp brunalykt vegna þess að elementið var ekki á kafi í virti.

Því má bæta við að grindin (grillgrind úr járni) og elementið voru kengbogin eftir lögnina sem sýnir vel hvað þetta var mikill tappi, en mig grunar að átökin við að toga pokann upp hafi valdið því.

Það er því spurning hvort það sé ekki mögulegt að gera svona mikið miðað við pottstærð eða hvort einhver töfralausn sé til á þessu? OG var aðeins 1.048 og ég átti mér draum að gera 50L belgískar lagnir.
vandamal.png
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by kalli »

Þetta er "stuck sparge". Ég er með kerfi svipað þínu og hef lent í því líka. Minn pottur er 57L ( á móti 72L hjá þér), dælan afkastar 30L/min (á móti 12L hjá þér væntanlega). Samt gengur þetta þokkalega hjá mér.

En það geta verið nokkrar ástæður fyrir vandamálinu.
- Ef það er mikið hveiti í korninu, þá verður beðurinn þéttari en ella
- Ef kornið er malað mjög fínt, þá verður beðurinn þéttari en ella
- Ef potturinn er mun hærri en hann er breiður, þá verður flatarmálið minna, og kornbeðurinn þykkari og þarafleiðandi minna gegnumdræpi - slæmt mál
- Einu sinni setti ég kornið út í meðan vatnið var kalt og hitaði svo með hringdælingu á - sérlega slæm hugmynd og kornbeðurinn var mjög þéttur
- Það er ekki nóg að hræra í kornbeðinum í upphafi í svona kerfi samkvæmt minni reynslu. Ég held að kornið sé að þenjast út með hækkandi hitastigi.

Ég valdi því pott sem er tiltölulega breiður miðað við hæð.
Fræðin segja að það eigi aðeins að hræra í í upphafi til að kornbeðurinn vinni sem sía á agnirnar sem eru á sveimi. Í hringdælingarkerfi held ég að sé allt í lagi að hræra í nema bara síðustu mínúturnar.
Ég hræri í beðinum í upphafi, eftir ca. 20 mínútur og annars ef ég sé að vatnsborðið hækkar

SolarProject dælan getur ekki myndað sog. Grindin bognaði vegna þess að öll þyngdin á blautu korninu og mikið af vatninu lá ofan á henni.

Í þessum 57L potti hef ég verið að gera 25L lagnir. Ég á að geta komist upp í 40L ef ég skola kornið eftir meskingu. 57L/40L er nánast sama hlutfall og 72L/50L hjá þér, en það er með skolun.

Það er eitt sem er öðruvísi við mitt kerfi. Ég er ekki með poka heldur ryðfrían innri pott með neti í botninn. Innri potturinn er á fótum sem lyfta honum upp yfir hitaldið. Það er auðveldara að hafa stjórn á korninu svona og auðveldara að skola kornið eftir meskingu en ef ég væri með poka.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by hrafnkell »

Eg hef lent i thessu med loftid undir pokanum. Er ekki viss af hverju theta er og er farinn ad atuhga thetta alltaf i meskingu. Thetta virdist ekki tengjast kornmagni eda compacted grain bed.

Hef meira um thetta ad segja en nennu ekki ad skrifa a tablet :-)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by hrafnkell »

Bæti aðeins við þar sem ég er kominn í tölvu :)

Þú átt ekki að vera í neinum vandræðum að gera amk 40 lítra af high gravity bjór í 72 lítra potti, en það gæti verið erfiðara ef þú vilt fara í 50 lítra, gætir þurft að pæla í skolun eða einhverju slíku.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by gugguson »

Já, ég ætla að skoða þetta aðeins. Spurning að láta pokann ekki liggja uppvið pottin á einhverri hliðinni svo virturinn geti lekið niður frá hlið þarsem kornið er ekki jafn þykkt.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by hrafnkell »

gugguson wrote:Já, ég ætla að skoða þetta aðeins. Spurning að láta pokann ekki liggja uppvið pottin á einhverri hliðinni svo virturinn geti lekið niður frá hlið þarsem kornið er ekki jafn þykkt.
Það er það sem mér datt í hug, eða vera með rör niður að falska botninum sem kemur loftinu (gufunni?) í burt.

Passa samt að virturinn fer alltaf auðveldustu leið, og ef það er leið framhjá korninu þá fer hann hana. Líklega ekki það sem maður er að leita að. Þessvegna gæti rörið verið ágætis lausn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by kristfin »

ég lendi í þessu líka.

það sem ég geri er að hífa pokann aðeins upp svo að allur pokkinn geti ekki lagst á grindina því þá stýflast allt. einnig að stilla soldið dæluna, hafa rólega hringrás.

hefur staðið til hjá mér í soldinn tíma að hafa yfirfallsrör til hliðar sem hleypir vatninu framhjá ef allt stíflast. hef nenfilega lent í því að fara dæla útá gólf ef þetta stíflast.

en þeimum hreinni sem pokinn er, þeim mun betur virkar hann.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Re: Biab - 72L pottur, vandamál með hringrás

Post by reynirdavids »

ég er að lenda í þessu af og til með biab kerfið mitt. heyrast allt í einu óhljóð í dælunni og þá slekk ég á henni með rofa, hífi pokann aðeins upp og kveiki aftur.

Hef líka lent í að eitt horn á pokanum festist í botninum, þá er eiginlega ekki hægt að ná honum upp. en virðist ekki hafa áhrif á dæluna.

ég er reyndar búinn að finna ágætis lausn á þessu. það verður að snúa pokanum rétt ofan í pottinum. hornin á pokanum mega ekki snúa að dælunni. málið leyst, allavega hjá mér :)
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
Post Reply