Spay/dry malt bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Proximo
Villigerill
Posts: 9
Joined: 12. Dec 2011 20:23

Spay/dry malt bjór

Post by Proximo »

Kvöldið bjórmenn og konur

Ég er alltaf að reyna að læra og datt í hug :

Ég fór í Vínkjallarann um daginn og var að kaupa dry malt fyrir kittið mitt... Aðeins að færa mig upp á skaftið loksins... stefnan á All grain, but all in good time....

Nú man ég ekki hvað hann heitir maðurinn sem á Vínkjallarann, en hann var að tala um að sumir væru að kaupa 5 kg af dry malt (eða spray malt eftir hvort þú vilt kalla það) og búa til bjór úr því. Kaupa svo humla og búa víst til ágætis bjór úr því.

Maður hefur vissulega miklu betri stjórn á beiskju og humlabragði og lykt með þessari aðferð, væntanlega hægt að nota LME úr Hagkaup (fyrst ég veit það er til þar) ef það er á ágætis kjörum :D en er svo sem ekki alveg að spá í því akkúrat núna.

Hann talaði um að menn væru að búa til 3 lagnir, sem sagt 60-70 lítra úr 5 kg af dry malt? (kannski með einhverjum dextrósa til að fá OG upp)

Sem þýðir u.þ.b. 1.66 kg af drymalt... Væri það ekki frekar þunnur bjór ef maður gerði þetta svona með dry malti einu og sér? og það svona litlu magni? Væri nú kannski ráð að henda inn byggi í þetta líka en bara pæling hvort þetta komi betur út en kittin...

Er þetta að koma ágætlega út hjá ykkur sem hafið prófað? Og hvernig hafið þið gert þetta fyrst og hvernig hafið þið svo endað með að gera þetta?
Og nær maður 3 lögnum úr þessu?

Happy happy beerday, Proximo
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Spay/dry malt bjór

Post by Classic »

Ég er yfirleitt að nota 3kg af DME í 20-25 lítra eftir því hvaða OG ég er að eltast við. Getur náð tveimur lögnum úr 5kg, ef þú sættir þig við minni lagnir eða lægra OG, svo geturðu líka spreðað heilum poka í eina lögn ef þú ert að hlaða í eitthvað virkilega sterkt ;) ... en nei, 3 lagnir úr 1 poka stenst tæplega, ætli hann sé þá ekki að meina að menn noti einn poka í þrjár lagnir af kitbjórum.

Þeir segja, þótt ég hafi ekki heimildir um markvissar tilraunir á því, að Hagkaups/Heilsuhús-extraktið sé í talsvert lakari gæðaflokki en extrakt ætlað bruggurum. Ef þú ert að telja aurana, farðu milliveginn og kauptu LME af vínkjallaranum, gerir þig aðeins heftari með uppskriftirnar, en ætti að gefa (aftur hef ég engar tilraunir til að styðja mig við) talsvert betri útkomu en krukkuþykknið.

Það má vel gera góðan bjór úr extrakti þótt stjórnin sem maður hefur yfir maltprófílnum sé minni. Þessi slapp inn á topp-6 í sínum flokki í keppninni, svo hann getur varla verið alslæmur þótt menn elski að hata miðann og söguna bakvið hann: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1813

Þessi virkaði mjög vel fyrir mig framan af, þótt ég hafi aldrei náð honum jafn dásamlegum og í fyrstu tilraun. Tilbrigði við margfrægt brúðkaupsöl Úlfars. Fín uppskrift til að byrja á þar sem það er ekkert sérmalt í honum, bara dekkra extrakt: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1019

Svo ef þú ert alveg harður á að láta pokann duga í tvær lagnir, þá má bara gera eitthvað létt og þambanlegt: http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=1984

Eini svona bjórinn sem ég hef gert sem var virkilega vondur var sá fyrsti, vil ég kenna því um að þá dembdi ég öllu maltinu út í pottinn í upphafi svo bjórinn varð allt of dökkur og sætur (karamellisering í pottinum og þyngri virt svo humlarnir nýttust ekki jafn vel), strax í annarri tilraun fór ég að setja helming í upphafi suðu, og hinn helminginn þegar korter er eftir og hefur það gefið góða raun. Ég sýð bara 11 lítra, meira rúmar potturinn ekki, þynni svo út í tunnunni, ef þú ert að sjóða heildarmagnið ætti þér að vera alveg óhætt að demba öllu duftinu út í strax í byrjun.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Spay/dry malt bjór

Post by gunnarolis »

Þú þarf ekki að hlusta neitt á Bernhard í vínkjallaranum varðandi bjórgerð. Hann hefur enga reynslu af henni sjálfur, og veit þessvegna ekkert um hvað hann er að tala í því samhengi. 5kg af DME í 70 lítra af bjór er dæmi sem gengur tæplega upp.

Hinsvegar er það rétt að með fersku DME og humlum er hægt að gera fínann bjór. Ekki freistast til að nota mikið af hvítum sykri til að drýgja extractið, allt yfir 20% er ofmat. Í flestum tilfellum allt yfir 10%.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Spay/dry malt bjór

Post by kristfin »

pund í gallon eða kíló per 10 lítra af dme er ágætis viðmiðun fyrir 1040 bjór

mikið auðveldara að búa til bjór úr dem en all grain. ég mundi gera það sjálfur ef það væri ekki bara svo miklu mun dýrara.

hvað kostar dme annars í vínkjallaranum?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Spay/dry malt bjór

Post by Classic »

10.500 fyrir 5kg skv. heimasíðunni, var eitthvað ódýrara í hóppöntuninni.

Dýrt, en samt talsvert ódýrara en að kaupa bjór í þessum gæðaflokki í Ríkinu. Og þægilegt þegar helgarnar eru þétt skipaðar og húsrúm takmarkað, að geta bruggað inni í eldhúsi á þrem tímum sléttum á virku kvöldi eftir vinnu.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
creative
Villigerill
Posts: 46
Joined: 8. Aug 2010 22:36

Re: Spay/dry malt bjór

Post by creative »

Mín reynsla er að þessir tappar í vínkjallaranum vita ekkert í sinn haus nenni ekki að fara nánar útí það fæ bara hausverk !!!
Post Reply