Blautger í boði

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Blautger í boði

Post by ornthordarson »

Fyrir annaðhvort kjánaskap eða hreinlega græðgi þá sit ég á nokkrum túbum af blautgeri sem ég sé ekki fyrir mér að nota fyrir ráðlagðan tíma. Frekar en að sturta þeim niður væri nú betra ef einhverjir gætu nú notað gerið í bjór.

Helst vildi ég bara "lána" gerið þannig að ég gæti fengið eitthvað í staðinn seinna - sama ger eða annað.

Það sem ég vil láta er:

White Labs - Dry English Ale Yeast WLP007 - Best fyrir 25. maí 2012
White Labs - German Bock Yeast WLP833 - Best fyrir 25. maí 2012
White Labs - Abbey Ale Yeast WLP530 - Best fyrir 11. maí 2012

Wyeast - 1010 American Wht - Framleitt - 06. Feb. 2012 og notist innan 6 mánuða

Endilega sendið mér bara póst á orn.thordarson@gmail.com - þyrstir koma þyrstir fá.

Kveðja
- Ö r n -
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Blautger í boði

Post by kristfin »

ef þú geymir þetta við 1-5 gráður, áttu ekki að vera í neinum vandræðum með að nota þetta langt fram yfir síðasta uppgefna dag.

þú riggar bara upp starter og laggó.

ég hef verið að nota svona ger uppað ári eftir síðasta dag, en var reyndar geymt við kjöraðstæður.

ef þú ert samt ekki viss er ég alveg til í að taka eitthvað af þér
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Re: Blautger í boði

Post by ornthordarson »

Takk fyrir þetta. Ég er að geyma gerið í ísskáp við 1-3°C þannig að mér liggur greinilega ekkert á.
Það er samt ekkert mál ef einhverjum vantar ger, vill skipta eða fá þetta ger og skila öðru seinna.

Sé svo sem ekki fyrir mér að nota Bock eða American Wheat gerið (er með markt annað í kollinum) en hin nota ég klárlega fyrir haustið.
Post Reply