Ger í porter

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Ger í porter

Post by AndriTK »

Sælir. Var að setja í hafra porter frá Hrafnkel í gær. Ætla að setja gerið útí í dag en aftan á pokanum stendur að það eigi að leysa gerið upp í 30-35 gráðu heitu vatni?? Hef aldrei hrært ger útí vatn áður en ég nota það, og mér fannst 30-35 gráður hljóma alveg scary hátt fyrir gerið. Hvað eruð þið að gera í þessu?
fekk ekki windsor gerið eins og var í uppskrift, man ekki alveg hvað þetta heitir.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ger í porter

Post by hrafnkell »

Þú fékkst nottingham ger. Það er mælt með því að leysa gerið upp (rehydrate) í þetta heitu vatni, en maður verður að passa að gæta fyllsta hreinlætis. Ég er venjulega ekki í því að rehydrata, aðallega út af ótta við sýkingu en einnig bara leti í mér.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Ger í porter

Post by bjarkith »

Hitastigid er nu alveg i lagi, en tad er allt i godu ad stra tessu bara yfir bjorinn, ef hef prufad baedi og fann ekki neinn greinanlegan mun.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Ger í porter

Post by gunnarolis »

Það er klárlega mælt með því að rehydrate-a ger. Að finna mun milli laganna er erfitt mál og þú þyrftir að gera þetta hlið við hlið (sama virt) til þess að geta raunverulega sagt til um það hvort einhver munur væri á.

Þegar þú pitchar þurru geri út í virt þá deyr samstundis um helmingurinn af gerinu sem er í bréfinu. Ef þú re-hydrate-ar gerið þá minnkarðu þetta úr 50% í líklega 80-90% (um þetta er skrifað í bókinni Yeast eftir Jamil og White).

Að því sögðu er líka hægt að nota meira magn af þurrgeri og reikna í upphafi með því að þær frumur sem voru í bréfinu lifi ferðalagið ekki allar af, en flestir sérfræðingar eru sammála um að rehydrate sé góð praktík.

En eins og Hrafnkell sagði þá er hættan á sýkingu klárlega aukin með því að standa í þessu, og ef maður er ekki viss um að maður nái að gera þetta á mjög sanitary hátt, þá ef sennilega betra bara að pitcha fleiri pökkum af geri.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Ger í porter

Post by Dabby »

Er gerið ekki að fjölga sér á fullu hvort eð er í virtinum þ.a. 50% afföll þýða bara að gerjunin er 20 mín lengur af stað? Ég get allavega ekki séð að 50% afföll skipti máli ef gerið fjölgar sér 100X eða 1000X á meðan gerjun stendur.

Annars hef ég lítið lesið mér til um ger.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ger í porter

Post by hrafnkell »

Dabby wrote:Er gerið ekki að fjölga sér á fullu hvort eð er í virtinum þ.a. 50% afföll þýða bara að gerjunin er 20 mín lengur af stað? Ég get allavega ekki séð að 50% afföll skipti máli ef gerið fjölgar sér 100X eða 1000X á meðan gerjun stendur.

Annars hef ég lítið lesið mér til um ger.
Minna ger í byrjun þýðir lengri lag phase, sem hefur áhrif á esteraframleiðslu og ýmislegt annað. Germagn (pitching rate) er þaulrannsakað og niðurstaðan er sú að þetta hefur áhrif á gæði bjórsins, og að þetta skipti máli.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Ger í porter

Post by AndriTK »

Takk fyrir þessi svör. Ákvað að hita upp 100ml af vatni og blanda gerinu saman við og hella svo útí. Vona svo bara að hreinlætið hafi verið nógu gott hjá mér og ég fái ekki sýkingu í bjórinn.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Ger í porter

Post by gunnarolis »

Dabby þetta gæti ekki verið fjær sanni. Ef þetta væri málið þá væri nóg að setja eina gerfrumu í virtinn sem mundi vissulega gera lífið auðveldara fyrir þá sem brugga.

Eins og Hrafnkell segir hefur pitching rate gríðarleg áhrif á útkomu bjórsins, og ég ætti að segja hvaða einstök breyting í minni bjórgerð hafði stærst impact á bragðgæði bjórsins míns þá var það þegar ég fór að stúdera ger og pitcha réttu magni.

Þú vilt pitcha það miklu magni af geri að hver gerfruma fjölgi sér sirka 4-5 sinnum, ekki mikið oftar en það. Í hvert skipti sem hún skiptir sér kemur "budding scar" á frumuna og þannig er hægt að sjá fjölda fjölgana. Í hvert skipti sem hún fjölgar sér þynnist líka frumuveggurinn og á endanum verður veggurinn svo þunnur að fruman lifir ekki af harkalegt umhverfi eins og bjór er.

Ég mæli með að menn kaupi sér bókina Yeast eftir Jamil Zainasheff og Chris White og lesi um ger, það er jú einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að því að búa til bjór.

[edit:typo]
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ger í porter

Post by Feðgar »

Erum við semsagt að fara að fjárfesta í smásjáum og tilraunaglösum til að telja frumur eða eru einhverjar flottari leiðir í þessu?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ger í porter

Post by sigurdur »

Það er hægt að fjárfesta í smásjám og frumuteljurum, methyline blue og svo mætti lengi telja .. eða bara nota reiknivélina hjá mrmalty.

Það að nota uþb rétt magn af þurrgeri eða blautgeri hefur mikið að segja um gæði bjórs.

Svona til gamans þá má lesa grein eftir Sean Terrill sem kallast "Dry Yeast Viability". http://seanterrill.com/2011/04/01/dry-yeast-viability/" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi grein er ansi skemmtileg ef maður vill sjá áhrifin á því að setja gerið beint í virtinn versus það að bleyta upp í því.

OFFTOPIC, þá er önnur grein eftir Sean Terrill um betri reikniaðferð til þess að reikna út FG þegar maður notar refractometer til þess að mæla.
http://seanterrill.com/2011/04/07/refra ... g-results/" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Ger í porter

Post by atax1c »

Ekki vera að stressa þig á þessu, ég hef gert þetta við alla mína bjóra. Hita smá vatn upp í suðu, set lok á og leyfi því að kólna niður og strái svo gerinu útí.

Aldrei klikkað.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Ger í porter

Post by AndriTK »

klikkaði reindar á því að hita upp að suðu :( - vonandi sleppur þetta samt, eða eru mjög miklar líkur á sýkingu ef vatnið hefur ekki soðið? Allavega bubblar skemmtilega í vatnslásnum núna.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ger í porter

Post by hrafnkell »

nii, kalda vatnið á að vera í lagi af áhöldin eru það.
Post Reply