Þurrhumlun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Þurrhumlun

Post by Hekk »

Langar til að heyra hvernig ykkur finnst best að þurrhumla.

Aldrei gert það áður en stefni á að redda mér poka úr polyester (voile) og fylla hann af humlum og skella
í ílátið í 7 daga í seinni gerjun.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Þurrhumlun

Post by sigurdur »

Það er líka hægt að gera pressukönnu þurrhumlun. Það er trúlega hreinlegasta aðferðin við að þurrhumla.
Þú getur flett þeirri aðferð upp á spjallborðinu.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Það var langur ítarlegur þráður um þetta hérna fyrir ekki svo margt löngu síðan.

Ég mæli með því að tékka á honum og rúlla í gegnum brewing network þáttinn (Jamil Show) þar sem þetta efni er tekið fyrir, linkur á þann þátt í hinum þræðinum. Ef þú vilt minnka hop haze og líkur á að fá humlaagnir í bjórinn, minnka fyrirhöfn og annað þá er pressukönnuhumlun virkilega spennandi kostur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Þurrhumlun

Post by anton »

Ég hef notað pressukönnu aðferðina og var sáttur með útkomuna.
Ég sumsé sauð vatn, lét aðeins rjúka úr því mesta hitan (niður í svona 75-80° minnir mig) dúndraði í pressukönnu ásamt dágóðum slatta af humlum.
Svo smellti ég sykurvatni í suðu í smá stund eins og vaninn var.
Leyfði humlavatninu að kólna á meðan.
Leyfði svo báðum sósunum að kólna niður á meðan ég var að græja og sótthreinsa yfir flöskur, fötur og slöngur o.þ.h.
Að lokum hellti ég sykurvatni og humlateeinu í átöppunarfötuna mína, og hívertaði svö ölið yfir allt saman og lét blandast vel áður en ég fyllti á glerið.

Niðurstaðan var æði og mjöög einfalt. Gerði þetta bara á meðan ég var hvortsemer að stússast við áfyllingu.

Eftir þetta hef ég einmitt hugsað hvernig væri að nota eitthvað ávaxtatee, appelsínute, green tea með lime o.s.frv. og útbúa smá tee og blanda við ölið fyrir áfyllingu. Hvort það myndi skila góðum drykk eða skemma bara. Einfalt kannski að prófa t.d. 1/3 af einhverri lögun, en ég hef sumsé ekki gengið þetta langt.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Þurrhumlun

Post by Feðgar »

En er það ekki einmitt hugmyndin með þurrhumlum að gera þetta kalt, hefur hitinn ekki áhrif á humlalygtina?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Þurrhumlun

Post by gunnarolis »

Ég held reyndar, skv því sem ég les, að menn reyni að þurrhumla við stofuhita. Það eru ýmsar skoðanir um þetta, en venjulega eykst leysni með hita. Hinvegar eru 2 skólar í þessu eins og flestu öðru í þessu bruggi.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Þurrhumlun

Post by atax1c »

Ég fleytti IPA yfir á glerkútinn minn, setti bara humlana fyrst og svo bjórinn yfir. Þetta endar mest á botninum hvort eð er.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Þurrhumlun

Post by Hekk »

Ég er hrifinn af þessari hugmynd um pressukönnuna, ég á nefnilega ekki tvö gerjunarílát.

Hvernig er það verður þá dýrindis humlaangan af kaffinu hjá manni næstu vikurnar?

Spurning hvort frúin yrði ánægð með það.......
Post Reply