BIAB: að kreista pokann

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

BIAB: að kreista pokann

Post by helgibelgi »

Sælir

Ég er búinn að vera að lesa heilmikið um þetta topic á Homebrewtalk og vildi miðla þeim upplýsingum sem ég hef safnað til mín um þetta til ykkar hérna, þar sem ég fann ekki mikið um þetta hér.

Vandamálið virðist vera að fólk er hrætt við að kreista pokann sinn eftir meskingu, því þá eiga að geta komið einhver "ill" efni sem heita Tannin sem gefa beiskt bragð... en þetta er Bull!!!

Samkvæmt því sem ég hef lesið mér til um á HBT þá þarf tvennt að gerast (á sama tíma!) til þess að geta fengið tannin úr korninu:

1. hitastigið þarf að vera meira en 77°C (eða 170°F)
2. ph-gildið (sýrustigið á vatninu) þarf að vera hærra en 6

Og því hærra hitastig ásamt hærra sýrustigi, því meira tannin er líklegt að komi úr korninu. En svo lengi sem hitastigið er undir 77 gráðum og sýrustigið í lagi, þá er engin hætta á neinu, og í fínasta lagi að kreista pokann eins og maður vill.

Hér er linkur á þráð sem ég rak augun í og opnaði augu mín fyrir þessari pælingu. hér er annar þráður þar sem fram kemur aðeins ítarlegri útskýring. Í báðum tilfellum er það þessi Revvy sem kemur þessu öllu upp á borðið.

Langaði bara að henda þessu hérna inn til þess að sama ruglið muni ekki viðgangast hér sem hefur gerst á HBT og á fleiri stöðum, að misskilningur og hræðsla leiði til þess að fólk fær rangar upplýsingar.

Vona að þetta hjálpi mörgum að slaka á og læra eitthvað nýtt :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by sigurdur »

Takk fyrir þetta Helgi. :)

Þetta er bara ein af mörgum ranghugmyndum sem heimabruggarar telja sem heilagan sannleik.

Önnur ranghugmynd er sú að almennar reiknivélar reikni réttan þrýsting í flöskur við "priming" .... en ég á eftir að skrifa smá pistil um það á bloggið mitt þegar ég hef mig í það ..

Ef þið eruð að spá í BIAB pælingum, þá endilega skoðið http://www.biabrewer.info/. Þar er hægt að ræða um tilgátur í sambandi við BIAB, hvað er satt og hvað ekki.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by freyr_man69 »

var að spá utaf er verið að tala um ph vitiði hvar er hægt að kaupa svona til að mæla ph gildið eða svona stremla eða hva þetta heitir ? :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by sigurdur »

Gæludýraverslunum, efnafræðiverslunum, A4, í bjórgerðarverslunum úti í löndum, ebay ... sem dæmi ;)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by helgibelgi »

freyr_man69 wrote:var að spá utaf er verið að tala um ph vitiði hvar er hægt að kaupa svona til að mæla ph gildið eða svona stremla eða hva þetta heitir ? :)
Til dæmis í planta.is hér:

ph-mælir

og dýrari ph-mælir
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by atlios »

Fyndið, ég einmitt ákvað að hunsa þessa reglu frá fyrstu bruggun og alltaf kreist pokan duglega og það virðist ekki hafa nein slæm áhrif :)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: BIAB: að kreista pokann

Post by helgibelgi »

atlios wrote:Fyndið, ég einmitt ákvað að hunsa þessa reglu frá fyrstu bruggun og alltaf kreist pokan duglega og það virðist ekki hafa nein slæm áhrif :)
haha, vel gert :D
Post Reply