[Til sölu] Nýjar flöskur

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

[Til sölu] Nýjar flöskur

Post by einarornth »

UPPFÆRT. Þetta verð er nokkuð hærra en það sem var síðast þegar nokkrir tóku sig saman og gerðu þetta. Ástæðan er sú að þetta er sérpantað en ekki úr stærri sendingu. Hrafnkell var ákkúrat búinn að plana svona innkaup og fær sínar flöskur í febrúar, sjá Facebook, og hann er með betra verð. Þannig að nema einhverjir séu í sömu stöðu og ég og þurfi flöskurnar fyrr, þá er ólíklegt að af þessu verði.

Góðan dag öll,

ég ætla að kaupa bretti af nýjum og miðalausum flöskum. Verðið er ca. 75-80 kr. flaskan (svo er 16 króna skilagjald ef þið farið með þær í Endurvinnsluna).

Mig vantar nokkra til að taka þátt í þessu með mér. Flöskurnar kæmu eftir ca. 2 vikur.

Ég hef keypt svona nýjar flöskur áður og get ekki lýst því hvað það er þægilegt að losna við þrifin og miðavesenið (tímakaupið er ekki hátt þar).

Sendið mér endilega skilaboð ef þið viljið vera með, 200 flöskur lágmarksskammtur.

Kv,
Einar.
Post Reply