Page 1 of 1

Mysu í Mjöðinn?

Posted: 4. Feb 2010 23:19
by NorMjod
Blessaðir.
Fór að hugsa hvort einhver hafi notað mysu í mjaðargerð???
Ég hringdi norður á Akureyri hjá MS og spurði hvort þeir ættu ógerlsneita mysu.
Svarið var að þeir ættu ekki svoleðis..en mjólkurfræðinurinn sagði að það væri ton af gerlum í mysuni sem er notað í osta og svoleiðis.

En þá er pæinginn hjá mér..Ég þarf að hita mysuna upp svo að gerilinn vakni og má ekki sjóða hann. og svo er bætt hunang úti.

Ps..það væri gaman að vita hvort einhver hafi reynt þetta?

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 4. Feb 2010 23:24
by Eyvindur
Nei, ég hef ekki prófað þetta, en ég hef mikið velt fyrir mér að nota mysu í bjór. Hvernig er það, eru ekki virkir gerlar í súrsunarmysu?

Annars er líka hægt að búa bara til jógúrt og nota mysuna af henni. Kannski erfitt ef þú ætlar bara að nota mysu og ekkert vatn - nema þér finnist jógúrt rosalega góð. Ég hef heyrt um mysu notaða í bjór, en ég er ekki nógu fróður um mjöð... Hljómar allavega vel. Ætti að verða eldsúrt, sem er fínt ef maður er að sækjast eftir því.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 4. Feb 2010 23:30
by Eyvindur
Spurning: Gefa mjólkursýrugerlar frá sér etanól? Ég held að þeir gefi bara frá sér mjólkursýru...

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 4. Feb 2010 23:58
by NorMjod
það kemur fyrir hjá Hallgerður Gísladóttir.1999:312 að mysan hafa verið látin gerjast í tunnum og hefur þá orðið örlítið áfeng, u.þ.b. 2% en annars er mysan oft blönduð með vatni.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 5. Feb 2010 00:21
by Eyvindur
Mér þykir líklegt að aðrar örverur sem búa í viðinum í tunnunum (Brettanomyces, jafnvel) hafi orsakað áfengið frekar en mjólkursýrugerlarnir... Samkvæmt mínum heimildum (wikipedia og Wild Brews) gefa mjólkursýrugerlar eingöngu frá sér mjólkursýru, engin önnur úrgangsefni.

Sjá hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Lactobacillus#Metabolism" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 5. Feb 2010 10:13
by Öli
Mjólkurfræðingu sagði mér eitt sinn að menn hefðu verið að biðja hann um mysu til að brugga gambra sem síðan átti að eima.
Mysan átti að innihalda fullt af næringarefnum fyrir gerinn. Veit ekki hvað er til í þessu annað en að þeir fengu slatta af mysu hjá honum.

Það er munur ostamysu og jógúrtmysu, komst að því þegar ég reyndi að geta Ricotta ost.
Þegar Ricotta er gerð er mysan soðin og þá bindast saman prótein í henni þannig að hægt er að fiska þau upp úr pottinum.

Það bundust enginn prótein saman í pottinum hjá mér, enda var mysan allveg kristal tær hjá mér. Af myndum af Risotto gerð þá hefur mysan alltaf verið hvítleit og það eru sennilega þessar hvítu agnir sem bindast saman við suðu. Allt hefur hinsvegar orðið eftir í grísku jógúrtinni minni ...

p.s. smakkaði vodkablandaða volga mysu á þorrablóti um daginn. E.t.v. ekki versti drykkur í heimi, en ólíklegt að ég komi nokkurntímann til með að blanda hann.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 5. Feb 2010 10:25
by Eyvindur
Ég hef heyrt talað um að nota jógúrtmysu í bjórgerð. Eru gerlarnir ekki drepnir í ostagerð (hitinn of mikill)? Ég þekki þetta reyndar ekkert, en ég hefði haldið að gerlarnir væru allavega hressari eftir jógúrtgerð en ostagerð...

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 6. Feb 2010 16:20
by Valuro
Ég vann einusinni hjá Ms við að gera skyr þá heltum við reglulega niður hundruðum ef ekki þúsundum lítra af mysu sem ekki var notuð í neitt.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 15. Aug 2015 11:01
by thorgnyr
Ég er að lesa bók um ýmiskonar gerjun og þar kemur fram að það er mjög auðvelt að ná virkri mysu bara með því að kekkja mjólk og láta hana síðan bara drjúpa í gegnum klút. Það er hægt að nota mysuna til að kolsýra (t.d. sem starter við gosgerð). Það er víst líka hægt að brugga úr henni, en ég þekki ekki vel inn á það.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 15. Aug 2015 12:15
by æpíei
Mysa, nánar tiltekið skyrmysa, kom við sögu í bruggun Skyrgosa. Það kom til vegna þessa að tími til súrmeskingar var af skornum skammti svo bruggararnir brugðu á það ráð að setja í hann tilbúinn súr. Önnur dæmi hef ég ekki af mysu í bruggun.

Re: Mysu í Mjöðinn?

Posted: 15. Aug 2015 14:02
by helgibelgi
þetta hljómar spennandi. Hefurðu mikla reynslu af mjaðargerð, NorMjod?

Ég hugsa að þú þyrftir að fara varlega með mysuviðbæturnar. Ég myndi halda að ef mysunni yrði bætt við í upphafi eða mjög snemma í gerjun gæti sýrustigið lækkað of mikið til að gerjunin haldist hraust. Spurning með að prófa að blanda mysu fyrst út í tilbúinn (og góðan) mjöð og sjá hvernig það komi út.