Page 1 of 1

Beyging á nafnorðinu "Mjöður"

Posted: 26. Dec 2009 21:42
by Eyvindur
Ég hef tekið eftir tilhneigingu hjá meðlimum til að beygja orðið mjöður vitlaust. Þar sem ég er fáránlega anal (en fjandakornið, rétt skal vera rétt!) langar mig að skella hérna réttri beygingu, öllum til upplýsingar. Finnst eitthvað pínulítið klúðurslegt að vera með heilan kork þar sem rétt beyging á umræðuefninu er frekar undantekning en regla. Þannig að... Svona er þetta semsagt rétt:

Mjöður
Mjöð
Miði
Mjaðar

Bara svona til fróðleiks...

Re: Beyging á nafnorðinu "Mjöður"

Posted: 28. Dec 2009 20:12
by Bassidog
Svo bjórinn Jökull er frá Brugghúsinu Miði?

Magnað.

Re: Beyging á nafnorðinu "Mjöður"

Posted: 7. Jan 2010 15:34
by Andri
Jebb, maður fallbeygir samt sjaldan nöfn á fyrirtækjum.

Re: Beyging á nafnorðinu "Mjöður"

Posted: 7. Jan 2010 15:48
by Idle
Andri wrote:Jebb, maður fallbeygir samt sjaldan nöfn á fyrirtækjum.
Ef nöfnin taka fallbeygingu, gerir maður það að sjálfsögðu. Ég er með símaáskrift frá Vodafone, en líka frá Símanum (ekki frá Síminn).

Re: Beyging á nafnorðinu "Mjöður"

Posted: 7. Jan 2010 17:47
by Eyvindur
Einmitt. Maður kaupir bjór frá Ölvisholti, Ölgerðinni, Vífilfelli, Miði, o.s.frv., kaupir hluti í Ámunni eða Vínkjallaranum, verslar í Krónunni... Almenna reglan í íslensku er sú að öll orð sem hægt er að beygja á að beygja.