Bláberjamjöður

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Sevedrir
Villigerill
Posts: 9
Joined: 30. Nov 2015 01:33

Bláberjamjöður

Post by Sevedrir »

Í gær tók ég mig til og gerði aðra útgáfu af litla bláberja melomelinu sem ég gerði um daginn.
Ég er ekki með góða lítratölu á því, en ég notaði 1 og 1/4 gallon af vatni á móti dós af bláberjapúrru frá Vintner's Harvest og 2 oh 1/2 kílói af hunangi sirka.

Ég byrjaði á því að sigta púrruna með sótthreinsuðu sigti ofan í trekt því það púrran er rosalega kjötmikil og ég þarf bara safann.
Þá leysti ég upp hunangið í sirka 1/4 gallon af vatni, og hellti í flöskuna, ásamt restinni af vatninu, c.a. 1 gallon. Eftir það var því leyft að kólna og svo bætti ég við hálfri teskeið af gernæringu og gerinu.

Þetta lyktar guðdómlega og ég hef miklar væntingar til þessara melomels, sérstaklega þar sem að fyrri uppskriftin var svo rosalega góð. Ég afgasaði svo í kvöld, degi eftir að ég laggði í, og bætti við 1/4tsk af gernæringu fyrir staggered nutrient approach. Þetta verður áhugavert til að segja hið minnsta.
Veigar Óðins flæða senn,
Veigar Óðins mega enn,
Drekka frændur,
Sem og fjendur,
Og gleðjast yfir miði góðum.
Post Reply