Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by bergrisi »

Prufaði að henda saman í einn Cider. Gerði þetta að mestu eins og aðrir hafa skrifað hérna. Auðvitað varð maður að breyta einhverjum smá atriðum.

Sauð 300 gr af púðursykri og 700 grömm af venjulegum sykri. Gerði gerstarter en ég notaði kampavínsgerið sem feðgarnir notuðu.

Eftir að hafa hellt 20 fernum af epladjús þá tók ég OG mælingu og hún var bara 1052 svo ég sauð 250 grömm af sykri í viðbót. OG mældist svo 1060 og ákvað ég að sættast við það. Skellti tveim matskeiðum af matarsóda saman við og hellti svo gerinu saman við og henti útí geymslu. Núna er bara að bíða eftir þvi að þetta fari að gerjast. Setti þetta í fötu með krana svo ég geti prufað þetta við og við. Skemmtilegt tilraunaverkefni.

Smá mont, það er einstaklega gaman að sjá 4 fullar gerjunarfötur hlið við hlið í geymslunni. Bjórgerðin hjá mér er á hold vegna fötuleysis.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by hrafnkell »

Spennandi. Verður gaman að bera saman bækur einhvertíman í lok ársins :)

Svo á ég gerjunarfötur fyrir þig ;)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by bergrisi »

á 6 fötur en vantar bara pláss. Held að ég hendi í einn lager því eina plássið er í ísskápnum.

Kem fljótlega og kaupi inn hjá þér. Þarf mikið af korni miðað við hugmyndir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by Feðgar »

bergrisi wrote:Þarf mikið af korni miðað við hugmyndir.
Enn og aftur vantar þennan blessaða LIKE takka ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by Idle »

Feðgar wrote:
bergrisi wrote:Þarf mikið af korni miðað við hugmyndir.
Enn og aftur vantar þennan blessaða LIKE takka ;)
Áttu við þennan? ;)
like.PNG
like.PNG (11.9 KiB) Viewed 39533 times
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by Feðgar »

Já meinar :lol:

:beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by bergrisi »

Þessum gleymdi ég og hann fór á flöskur fyrir mánuði.
Konan er mjög ánægð með þessa tilraun. Vill að ég geri þetta aftur.
En hann þurfti að vera næstum ár í fötunni.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by landnamsmadur »

Ég er henti í eplavín í febrúar og flaskaði það í apríl. Það var svona allt í lagi þegar það var nýkomið á flöskur en það er að snarbatna með hverjum mánuðinum. Er búinn að taka frá nokkrar flöskur sem fá að bíða í ár, er spenntur að sjá hvernig þetta þróast.

Er reyndar með 3 fötur af eplavíni núna í gerjun, er að prófa mismunandi ger og bera saman mismunandi eplasafa. Það verður líka spennandi að sjá muninn.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by gosi »

Hvernig eplasafa eru þið að nota?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by landnamsmadur »

Hef notað eplasafa úr Kosti eftir ábendingu frá Hrafnkel og það kom rosalega vel út. Er núna með Bónus eplasafa og frá Kosti og er að bera það saman.

Eplasafinn frá Kosti er dýr miðað við Bónus safann en (150% dýrari minnir mig).
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by gosi »

Er hann í gallon brúsum eða eitthvað svoleiðis?

Manstu hvað hann heitir?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by bergrisi »

Ég notaði Bónus eplasafann. Hann er í eins lítra fernum. Keypti 24 lítra en notaði að mig minnir 20. Ég var með krana á gerjunarfötunni og smakkaði þetta reglulega og það var áberandi munur þegar liðið var allt að ári.
Neyðist örugglega til að gera þetta aftur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by landnamsmadur »

landnamsmadur wrote:Ég er henti í eplavín í febrúar og flaskaði það í apríl. Það var svona allt í lagi þegar það var nýkomið á flöskur en það er að snarbatna með hverjum mánuðinum. Er búinn að taka frá nokkrar flöskur sem fá að bíða í ár, er spenntur að sjá hvernig þetta þróast.

Er reyndar með 3 fötur af eplavíni núna í gerjun, er að prófa mismunandi ger og bera saman mismunandi eplasafa. Það verður líka spennandi að sjá muninn.

Langaði bara að miðla af reynslunni með eplavínið.

Þann 11. júlí settum við unnustan í 3 mism. eplavínslagnir.
  • Batch 1: 19 l af Kirkland eplasafa (úr Kosti), 1 kg kornsykur
    Gerjað með MA33 geri úr Vínkjallaranum
  • Batch 2: 20 l af Bónus eplasafa, 1 kg kornsykur
    Gerjað með MA33
  • Batch 3: 19 l af Kirkland eplasafa, 2 kg kornsykur
    Gerjað með kampavínsgeri
Niðurstaða:
Batch 1 kom vel út og var mjög frambærilegt. Með tímanum kom eplabragð og lykt rólega fram en í fyrstu var það eins og þurrt hvítvín.
MA33 er að koma mjög vel út og ég ætla að halda mig við það (nema að ég komist kannski í Montrachet vínger eins og er í upphaflegu uppskriftinni)

Batch 2 var áberandi mikið glundur. Bónus eplasafinn var ekki að gera góða hluti og útkoman var óspennandi og slöpp. Ég mun ekki nota Bónus safa aftur. Hann er töluvert ódýrari en Kirkland en ég fer þá frekar milliveginn og kaupi miðlungsdýran eplasafa.

Batch 3 var hrein tilraunamennska. Áberandi meira alkóhól (11% í stað 8,4%). Þetta verður nýtt í bollur og á fyllerí. Minnir á ódýrt heimagert hvítvín. Þetta er eitthvað sem verður ekki endurtekið.


P.s. Svo opnuðum við um jólin eina eplavínsflösku sem var sett í gerjun í Febrúar. Þessir 10 mánuðir gjörbreyttu víninu. Eplavínið hefur alltaf verið bara svona þægilegt og öðruvísi en við þennan geymslutíma þá varð það bara mjög gott. Miklir eplatónar og það má varla sjá að þetta sé sama vín.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mín fyrsta eplavíns-tilraun.

Post by hrafnkell »

Ég prófaði montrachet gerið fyrir rúmu ári og það var ódrekkanlegt. Besta eplavínið mitt var með ca. jafn miklum sykri og þú gerir og kirkland safanum, og ensku ölgeri. Ég notaði wyeast 1968, en hugsa að fermentis s04 virki svipað vel.
Post Reply