Ofur ódýrt eplavín FAIL

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Ofur ódýrt eplavín FAIL

Post by Feðgar »

Datt í hug að deila með ykkur smá tilraun sem við feðgarnir byrjuðum á í september í fyrra.

Við fundum epla Brassa á tilboði í krónunni og ákváðum að prófa að gera eplavín.

Líterinn var á 108 kr.
Fengum okkur tvo kassa, total 24 lítra.
Skelltum 22 eða 23 lítrum í carboy ásamt einu kílói af kornsykri (hefðum alveg eins getað notað hvítan sykur í rauninni)
Notuðum eitt bréf af Lalvin EC-1118 kampavínsger (200 kr.)

Þegar þetta var komið niður í 0.996 stoppuðum við gerjunina.

Þetta var pínu röff og alltof súrt svo við notuðum matarsóta til að ganga aðeins á súrið.

Svo létum við þetta bara bíða í köldum kjallaranum í nokkra mánuði áður en við skelltum þessu á kút og léttkolsýrðum.

Núna er þetta búið að vera á flöskum í nokkrar vikur og smakkast líka bara svona fínt.

Ef við munum gera þetta aftur þá munum við setja matarsóta útí í byrjum, allavegana eina eða tvær matskeiðar, það er greinilega mikil sítrónusýra í safanum.
Já og sennilega spara okkur kornsykurinn, nota bara hvítan sykur og jafnvel stoppa gerjunina í kringum 0.998-1.000

Segjum að við höfum náð 20 lítrum út úr þessu (botnfallið af 1118 er nánast ekkert) þá gera þetta innan við 180 kr. líterinn.

Þetta bragðast eins og lítillega súrt hvítvín og er mjög gott með klaka. Fyrir þá sem vilja ekki súrt hvítvín þá nægir að setja eina teskeið af 7-up og það er orðið sætt.

Ég held að það sé ekki séns að gera hvítvín fyrir svo lítinn pening. En á móti þá tók þetta líka langan tíma að ryðja sér.

Langflestir sem smakka þetta trúa því ekki að þetta hafi byrjað sem Brassi.

Þetta var bara tilraun hjá okkur, en tilraun sem okkur þykir hafa heppnast mjög vel.
Last edited by Feðgar on 22. Jun 2013 13:01, edited 1 time in total.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by bergrisi »

Algjör snilld. Væri gaman að prófa þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by helgibelgi »

Ég var einmitt að spá í að herma eftir Hrafnkeli og gera epplacider með eppladjús úr Kosti. Eina spurningin er hvaða ger? Ef þið mynduð gera þetta aftur, mynduð þið nota sama ger?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by bergrisi »

Sagði konunni frá þessu og heimtar svona eplavín.
Hvað var OG?
Hvað er þetta sterkt?
Settuð þið þetta á litlar flöskur eða venjulegar léttvínsflöskur?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by Feðgar »

Já við mundum sennilega nota sama gerið aftur, kom ágætlega út. En ef einhver mundi mæla með öðru geri þá mætti auðvitað reyna það til samanburðar.

Ég man ekki OG en þetta endaði í 9% ABV og þetta fór á bjórflöskur.

Það sem ég mundi helst breyta er að ég mundi kolsýra þetta betur, gera þetta svolítið ferskara.

Og kallinn hann pabbi er ekki sammála því að setja matarsótann útí í byrjun, hann vill geta stillt af sýruna í lokin sem er vissulega góð og gild pæling.
Hallgrimur
Villigerill
Posts: 1
Joined: 13. May 2012 14:01

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by Hallgrimur »

Feðgar wrote: Og kallinn hann pabbi er ekki sammála því að setja matarsótann útí í byrjun, hann vill geta stillt af sýruna í lokin sem er vissulega góð og gild pæling.
Skemmtilegur póstur. Það er mikið talað um að það þurfi að nota eplasafa sem ekki er gerður úr þykkni en hef séð fullt af myndböndum á youtube þar sem menn eru að nota ódýran safa til að búa til vín og cider.

Varðandi afstillingu sýrustigsins eruð þið þá með eitthvað ákveðið pH gilid í huga?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by Feðgar »

Nei við fórum nú bara eftir bragðinu
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín

Post by Feðgar »

Jæja nú var þetta eplavín búið að fá að eldast nóg og hefði átt að vera orðið eins gott og það gæti orðið. Það hefði verið fínt að eiga það í sumar.

Við opnuðum nokkrar flöskur til að meta það og enduðum með að hella því öllu.

Það var bara eins og súr gambri. Með öllu ódrekkandi.

Þetta var skemmtileg tilraun, en alveg til þess að maður reynir ekki að gera ódýran cider í bráð.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Ofur ódýrt eplavín FAIL

Post by bergrisi »

Shit, ég þarf að smakka mína tilraun.
Búinn að vera með svona epla tilraun í gerjunarfötunni í rúmt ár.
Ætla að prufa að setja það á flöskur í næstu viku. Vonandi ekki allt ónýtt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ofur ódýrt eplavín FAIL

Post by sigurdur »

Þegar ég notaði 24L af brassa og 2kg af púðursykri þá varð þetta ekki gott fyrr en eftir 2 (eða 3) ár .. og þvílíka vínið!

Því miður átti ég þá bara 3 flöskur eftir en þær voru góðar.
Eplatónarnir voru þvílíkt að ná að í gegn.
Post Reply