Föst gerjun & fróðleikur um ger

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Föst gerjun & fróðleikur um ger

Post by Andri »

Föst gerjun er þegar gerjunin er stopp án þess að hafa klárað að gerja út allar sykrurnar í áfengi og koldíoxíð (Koltvísýringur/CO2)
Ástæðurnar geta verið :
1) Ekki næg næring fyrir gerið
2) Of lágt hitastig, lager geri er ætlað að gerjast við hitann 4-15°C (mismunandi hvað fólk segir) (ég gerði þau mistök að gerja lager bjór með lager geri við einhverjar 20°C og það kom ekki svo gott bragð af þessum bjór) og öl ger höndlar meiri hita. Ég veit samt um menn sem hafa fryst lager bjórinn sinn og afþýtt hann og talað er um að 10-20% af gerinu lifir af. (Thermostatið hefur bilað og mælt hitastigið fyrir utan kælinn og kælirinn hefur haldið áfram að kæla og kæla.)
3) Áfengisprósenta er of há og gerið getur ekki haldið áfram.

Tillögur til að koma gerjun aftur í gang :
1) Bæta við geri eða setja aðra tegund gers í blönduna.
2) Það er hægt að verzla gernæringu í Ámunni ehf en ef það hefur liðið langur tími gæti þurft að bæta við geri.
3) Hita blönduna í rétt hitastig. Kæla blönduna í rétt hitastig og bæta nýju geri við, gerið gæti verið dautt ef hitastigið var of hátt.

Gerið býr til ethanol(áfengi) & koldíoxíð þegar það hefur ekki súrefni, "wort"ið er loftað til að bæta súrefni í það þannig að gerið fjölgar sér betur. Gerjun notast ekki við súrefni til að framleiða áfengið (anaerobic eða loftfirt orkuefnaskipti) en loftunin er framkvæmd til að fá heilbrigt og fjölmennt gersamfélag :)

Við hærri áfengisprósentu fer gerið að framleiða meira af "fusel oils" (methanol, propanol et cetera) kumpáni minn sagði mér að viskíframleiðendur gerja ekki yfir 10-12 prósent og eima svo í ákveðna prósentu. Ger býr ekki til meira en eitthvað um 20% ethanol, viskí & aðrir brenndir drykkir eru eimaðir.

Louis Pasteur rannsakaði gerjun og fann út að ger væri í gerjuðum mat, bjór & víni, hann fann líka út að ónýtur bjór væri útaf bakteríum í "wort"inu og með því að hita það í 55°C áður en hann bætti gerinu út í minnkaði það líkurnar á ónýtum drykk. (Enska orðið pasteurization er notað fyrir þessa hitun á vökva/mat til að drepa sýkla og bakteríur)

French chemist Louis Pasteur was the first zymologist, when, in 1857, he connected yeast to fermentation. Pasteur originally defined fermentation as respiration without air.
Pasteur performed careful research and concluded,
"I am of the opinion that alcoholic fermentation never occurs without simultaneous organization, development and multiplication of cells.... If asked, in what consists the chemical act whereby the sugar is decomposed ... I am completely ignorant of it."
Það eru til þúsundir af ger tegundum og vísindamenn halda að aðeins lítil prósenta af þeim eru þekkt og skráð niður. Í vín & bjórframleiðslu eru örfáar tegundir njotaðar.
Aðal tegundirnar sem notaðar eru í bjór eru af tegundunni Saccharomyces, Saccharomyces cerevisiae er toppgerjunar öl ger. Saccharomyces carlsbergensis (lager ger, einnig kallað Saccharomyes pastorianus) & Saccharomyces bayanus. Það eru svo til undirflokkar af þessum gerðum sem hafa mismunandi gerjunarhæfileika, sumar típur bæta litlu bragði við á meðan aðrar bæta einkennandi bragði við drykkinn eins og í belgískum & hveitibjórum.

Vín gerjast með gerinu sem er utan á vínberjunum. Sumar bjórtegundir sem seldar eru í ríkinu hafa stundum smá ger eftir í flöskunni t.d. coopers ölið.
Það er hægt að geyma þurrger í allt rúm 2 ár við réttar aðstæður (minna en 10°C)

Þurrger kemur ekki í jafnmikillri flóru og ger í vökvaformi, það er hægt að fá hundruði gerða gers í vökvaformi.

Lager bjór gerjaður með öl geri bragðast ekki eins og lager bjór gerjaður með lager geri & vice versa.

Starter, finn ekki orð til að íslenska þetta en þetta er gert til að fá góða byrjun í gerjunina með því að leyfa gerinu að fjölga sér. Þetta er gert með því að búa til lítinn starter sem inniheldur það sama og bjór bara í minna magni, hann getur innihaldið sykur en þú vilt ekki beint hella sykur-starter út í bjórinn þinn.
Þú getur notað gerkökuna í botninum á primary gerjunarílátinu þínu sem starter með því að hella wortinu þínu á það. Þeir á homebrewtalk.com mæla með því að nota ekki sama gerið oftar en 4-8 sinnum á þennann hátt.

Þegar gerið drepst þá brotnar það í sundur (ferli sem kallast autolyse, gerið byrjar að leysa frá sér ensím og étur líkama sinn.) Það er ástæðan fyrir því að við færum úr aðal gerjunar íláti yfir í næsta. Við bruggun lager bjórs þá er stundum notast við tertiary eða þriðja gerjunarílát vegna þess að gerjunin tekur lengri tíma við lægra hitastig.

Fyrirtæki: Það eru þónokkur fyrirtæki í þessum brugg ger bransa, White labs(bjóða upp á 46 bjór ger gerðir) & Wyeast (bjóða upp á 48 bjór ger gerðir). Gerið frá White Labs kemur í einhverjum plast ílátum en Wyeast kemur í pokum sem þú lemur (það er unit inní þeim sem inniheldur næringarefni fyrir gerið sem brotnar og gerið kemst í það og pokinn bólgnar út)
Þrjú önnur fyrirtæki sem bjóða einnig upp á ger í vökva & þurrformi eru Fermentis, Danstar & Brewtek

Típur af geri
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/White_Labs
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Wyeast
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Fermentis
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Danstar
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Brewtek

Heimasíður
http://www.wyeastlab.com/
http://www.whitelabs.com/

Hvernig skal gera ger-banka
http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Yeast_bank
http://www.schwedhelm.net/brew/yeast_harv_freeze.html
http://www.homebrewtalk.com/f12/i-froze ... ing-25635/

Info um startera
http://www.mrmalty.com/starter_faq.htm
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Völundur
Villigerill
Posts: 18
Joined: 5. May 2009 23:58

Re: Föst gerjun & fróðleikur um ger

Post by Völundur »

Takk, þetta var mjög mjög gagnlegt.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Föst gerjun & fróðleikur um ger

Post by Andri »

Vonandi kemur þetta að einhverju gagni og kanski sér sérfræðingurinn hann Stulli eitthvað sem bæta má í þetta.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Föst gerjun & fróðleikur um ger

Post by Stulli »

Þetta er mjög fínt yfirlit hjá þér Andri.

Ég vil bara benda á mikilvægi þess að nota EKKI hrásykur eða einfaldar sykrur (dextrósa, fructósa, glúkósa o.s.frv.) í starter. Það er mjög mikilvægt að það sé virtir sem að inniheldur maltósa og maltotríósa í starternum.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply