Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby Olafsson » 21. Oct 2016 02:08

Ég henti loksins í fyrsta bjórinn og held að mesta ánægjan sem ég fái af þeim bjór er að hafa stigið fyrsta skrefið.
Þetta er bara svona bjórkit sem ég keypti í Fjarðarkaup, belgian blonde verður gerður næst.

Það eru skemmtileg klúður sem áttu sér stað og eitt þeirra var að eftir að hafa marg lesið leiðbeiningarnar að þá setti ég 23L af vatni í restina út í tunnuna. Fattaði síðan stuttu seinna að það gæti ekki verið rétt og las yfir enn einu sinni. Í þetta skiptið sá ég alveg greinilega að ég átti að setja vatn upp að 23L. Henti ehemm... dass af sykri út í og náði OG í 1.040.

Komst síðan að því að kælispírall ætti heima töluvert ofan á óskalistanum mínum og gleymdi síðan að hrista virtinn áður en ég setti hann inn í gerjunarskápinn. Hann er byrjaður að bubbla eitthvað og búinn að vera inni núna í 2 daga.

Býst ekki við einhverju drekkanlegu en fyrsta bruggunin er allavegana búin :D
Olafsson
Villigerill
 
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby helgibelgi » 22. Oct 2016 00:28

Til hamingju!

Ég man ennþá eftir fyrsta kit-bjórnum sem ég lagði í fyrir 6 árum síðan. Ég drakk hann, þó hann hafi varla verið drekkanlegur.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby Olafsson » 22. Oct 2016 23:33

helgibelgi wrote:Til hamingju!

Ég man ennþá eftir fyrsta kit-bjórnum sem ég lagði í fyrir 6 árum síðan. Ég drakk hann, þó hann hafi varla verið drekkanlegur.


Takk kærlega fyrir það!
Olafsson
Villigerill
 
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby eddi849 » 28. Oct 2016 17:14

Bjórkitt í Fjarðarkaup sem þarrfnast kælispíral :shock: . Hvernig kitt er þetta ? Er þetta ekki svona kitt þar sem maður blandar öllu saman og hendir gerinu út í ?
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
eddi849
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby Sindri » 31. Oct 2016 09:14

Lagði í nokkra 3 kit bjóra þegar ég byrjaði.. Voru svosem alveg drekkanlegir en jafnast ekkert á við all grain bjór.
Velkominn í sportið!
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby Olafsson » 6. Nov 2016 00:54

eddi849 wrote:Bjórkitt í Fjarðarkaup sem þarrfnast kælispíral :shock: . Hvernig kitt er þetta ? Er þetta ekki svona kitt þar sem maður blandar öllu saman og hendir gerinu út í ?


Tók heavy langan tíma að kæla hann úr 31°, niður í 25°. Sauð vatn til að bræða sykurinn. Kemur reyndar ekki nógu kalt vatn úr blöndunartækinu inni á baði.
Olafsson
Villigerill
 
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby Olafsson » 6. Nov 2016 00:57

Sindri wrote:Lagði í nokkra 3 kit bjóra þegar ég byrjaði.. Voru svosem alveg drekkanlegir en jafnast ekkert á við all grain bjór.
Velkominn í sportið!


Takk fyrir það. það er smá hvítvínskeimur af bjórnum núna. Á 5 daga eftir í carbonizeringu (ca svona skrifað). Þetta er bara gaman og hlakka til að prufa henda í belgium blonde
Olafsson
Villigerill
 
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Fyrsti bjórinn kominn í gerjunartunnu

Postby eddi849 » 7. Nov 2016 22:03

Olafsson wrote:
eddi849 wrote:Bjórkitt í Fjarðarkaup sem þarrfnast kælispíral :shock: . Hvernig kitt er þetta ? Er þetta ekki svona kitt þar sem maður blandar öllu saman og hendir gerinu út í ?


Tók heavy langan tíma að kæla hann úr 31°, niður í 25°. Sauð vatn til að bræða sykurinn. Kemur reyndar ekki nógu kalt vatn úr blöndunartækinu inni á baði.Ef það mikið af viðbættum sykri þá er ég ekki hissa að það sé vínbragð af þessu..
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
eddi849
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests

cron