Page 1 of 1

Gerjun á lager - hæg byrjun

PostPosted: 27. May 2016 13:49
by loner73
Góðan dag.

var að setja í minn fyrsta lager bjór fyrir viku. kældi hann niður í 12 gráður og setti tvo pakka af W-34/70 útí. Tunnan fór svo inní gerjunarskáp sem var stilltur á 11,5 °C. Þar sem að ekkert var farið að gerast á 4 degi þá hækkaði ég hitann uppí 12.5 gráður. nú er lögnin á 7 degi og það virðist engin virkni vera í gangi. Hettan á vatnslásnum liggur alveg niðri og engin merkjanlegur þrýstingur er á tunninni. Er þetta eðlilegt? á ég að bæta geri útí, bíða eða henda lögninni??

Re: Gerjun á lager - hæg byrjun

PostPosted: 27. May 2016 15:52
by rdavidsson
Ég hef lent í því að lokið var ekki allveg þétt, þá fór allt þar út og ekkert í gengum lásinn.. Getur prófað að opna lokið aðeins og kíkja hvort það sé krausen "í gangi".

Re: Gerjun á lager - hæg byrjun

PostPosted: 27. May 2016 16:37
by hrafnkell
Taktu sýni og mældu gravity.

Mitt gisk er að það hefur lekið framhjá vatnslásnum :)

Re: Gerjun á lager - hæg byrjun

PostPosted: 27. May 2016 20:29
by Herra Kristinn
Ég bölvaði og blótaði út í gegn fyrir skemmstu þegar ég var með split batch og US-05 hlutinn lét öllum illum látum en San-Diego Super var þögult sem gröfin. Kom í ljós að báðir voru að gerjast á fullu, sá þögli var bara ekki alveg eins þéttur og best væri á kosið. Kom samt alveg ljómandi vel út. Það skiptir öllu að fylgjast vel með gravity.

Re: Gerjun á lager - hæg byrjun

PostPosted: 27. May 2016 21:13
by loner73
þvílík snilld að hafa þetta spjallborð hérna.. ég er varla búinn að sofa yfir þessu í nokkra daga og svo hendir maður inn spurningu hér og hjálpin kemur eins og skot :)
Tók gravity test á lögninni og það var eins og bent var á.. ég er bara búinn að hafa hörku duglegt gerið fyrir rangri sök. Lokið er greinilega ekki nægjanlega vel sett á hjá mér.

Takk fyrir þetta :)