Bruggáramótaheit 2016

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Bruggáramótaheit 2016

Post by Eyvindur »

Gleðilegt ár, kæru félagar, og takk fyrir það gamla. Þegar ég lít um öxl var þetta merkilega drjúgt og skemmtilegt bruggár, þrátt fyrir að ég hafi eytt stórum hluta þess ýmist úti á landi, að drukkna í vinnu eða jafna mig eftir fótbrot.

Nú er það nýja farið í gang, og mér datt í hug að gera þráð þar sem við förum yfir markmið og drauma fyrir bruggárið 2016. Eins konar áramótaheitaþráð, jafnvel.

Ég byrjaði í lok árs að leggja drög að endurbótum á bruggkerfinu mínu - ætla að gera meskikerfi með Brewpi, fá nýtt hitaelement og fara að nota stálkörfu í staðinn fyrir poka. Þannig að fyrsta skrefið verður að klára það verkefni.

Mig hefur lengi langað að fá mér aukasett af kolsýrukút og þrýstijafnara, til að geta kolsýrt um leið og ég lagera í gerjunarkistunni minni. Það væri gaman ef mér tækist það á árinu.

Annars er ég bara staðráðinn í að brugga sem flesta stíla sem ég hef ekki prófað áður. Ekki síst lagera - ég hef verið of latur við að brugga slíkt, þótt ég hafi alla aðstöðu til þess. Þannig að þetta ár verður vonandi ár lageranna.

Hvað með ykkur, kæru vinir? Hver eru ársmarkmiðin?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by hrafnkell »

Brugga meira og vera ævintýragjarnari í stílavali.

Taka amk eina uppskrift og fullkomna hana - brugga hana eins oft og þarf til að gera hana fullkomna (eða því sem næst)

Ég er líka heitur fyrir að taka brewpi í gagnið í bruggun. Ég er með breweasy kerfi sem myndi njóta góðs af því að vera með fleiri en einn hitanema og fleira föndur tengt því.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by æpíei »

Gleðilegt ár!

Ég er með nokkur markmið. Fyrst er að klára BrewPi gerjunarskápinn og fara að fikra mig áfram með lagera. Þá langar mig að prófa nýja stíla sem ég hef aldrei áður gert, og ná betri tökum á saison. Hann er enn að valda mér vandræðum og vonbrigðum ;)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by helgibelgi »

Gleðilegt ár öllsömul!

Bruggáramótaheit fyrir 2016:

1. Laga dæluna mína, eða fá mér nýja. Hún fór ekki í gang við síðustu bruggun.
2. Laga BrewPi gerjunarstýringuna mína. Hún er allt í einu hætt að varpa út vefsíðu fyrir mig til að tengjast henni.
3. Betrumbæta meskiaðferðina mína. Er núna með poka sem mig langar að skipta út fyrir fötu. Skoða einnig hvort það meiki sens að festa einhvers konar talíu við Rafha pottinn.
4. Það sem Hrafnkell sagði: Fullkomna amk eina uppskrift. Hef aldrei náð að fullkomna þýskum hveitibjór t.d.

Úff núna þarf ég að hætta á meðan það er ennþá raunhæft að ég nái að klára þessi markmið.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by Herra Kristinn »

Gleðilegt ár!

Eitt markmið umfram önnur:
"Fullkomna" bruggferlið þannig að uppskrift stemmi við niðurstöðu og endurtaka uppskriftir þannig að þær komi eins út. Ósamræmi í framleiðslu er vandamál hjá mér eins og er.

Svo langar mig að klára hitastýringuna mína.

Svo þarf alltaf að vera eitt áramótaheit til að brjóta:
Kaupa minna af dóti.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by Eyvindur »

Herra Kristinn wrote: Kaupa minna af dóti.
THE HORROR!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by gm- »

Brugga sem mest í nýju landi og nýju húsnæði. Grainfatherinn er ready, bíð bara eftir að fá afhent í febrúar. Þarf svo að koma kjallarabarnum í gott stand, þarf að smíða barborð og koma upp kútasysteminu bakvið barborðið.

Ætla síðan að reyna að byrja Lambic solera verkefni í ár, samanber þetta http://www.themadfermentationist.com/20 ... arrel.html, sennilega í 55L sanke kút.
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by eddi849 »

Kaupa ekki bjór í hálft ár.
Klára öll specialty möltin sem ég er búinn að safna og eiga of lengi..
Brugga nokkrar uppskriftir úr Brewing Classic styles.
Brugga að minsta kosti 3 lagera.
Ná því að vera búinn að brugga 50 langir fyrir næsta ár.(búinn að brugga 31 lagnir)
Ég er ekki vanur því að gera áramótaheiti yfir höfuð , en ákvað að vera metnaðafullur í ár :P
Gleðilegt nýtt ár öll sömul
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by Feðgar »

Hjá okkur er það án efa það að sinna þessu betur. Við erum engan veginn nógu duglegir að halda okkur við þetta.
Hvert sinn sem við gerum bjór þá er rosa hugur í okkur og við tölum það að nú þurfi að fara að spíta í lófana og gera næsta bjór eins fljótt og unnt er en svo líða vikur og mánuðir í að við keyrum græjurnar í gang á nýju.

Við eigum orðið allt of mikið af korni sem við þurfum að fara að koma í notkun svo stefnan er að gera mikið af mjög stórum bjórum. Fyrst Barleywine og svo meira af stórum RIS. Einnig bíðum við spenntir eftir nýrri humlasendinu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bruggáramótaheit 2016

Post by hrafnkell »

Feðgar wrote:Einnig bíðum við spenntir eftir nýrri humlasendinu.
Það styttist nú sem betur fer í það :)
Post Reply