Sykurflotvogin þín - Er hún að plata þig?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Sykurflotvogin þín - Er hún að plata þig?

Post by Sigurjón »

Eftir að hafa nánast aldrei hitt á rétt OG þrátt fyrir að preboil hafi verið nærri lagi, ákvað ég að athuga sykurflotvogina mína. Eftir því sem OG átti að vera hærra, því erfiðara var að hitta nálægt OG.

Í hreinu vatni sýndi hún 1.000 SG eða 0 Plato. Þetta hafði ég mælt fyrir þó nokkru eftir að hafa grunað hana um græsku.

Ég ákvað því að leysa upp 30 grömm af sykri í 170 grömmum af vatni sem ætti að sýna 15 Plato eða 1.061 SG
Útkoman úr því varð ekki nema 13.5 Plato eða 1.055 SG, sem er talsverð skekkja.

Ég mæli með að þú tékkir á þinni flotvog ef þú átt erfiðara að hitta á OG miðað við að pre boil gravity hafi verið nær þeirri tölu sem uppskriftin segir til um.

Plato segir til um sykurprósentu, svo það er auðvelt að blanda sykurlausn og mæla (10 Plato er sem sagt 10% sykur miðað við vigt).
Munið að athuga fyrir hvaða hitastig flotvogin ykkar er stillt fyrir.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
landnamsmadur
Villigerill
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Sykurflotvogin þín - Er hún að plata þig?

Post by landnamsmadur »

Algerlega. Mælitækin þurfa að vera rétt stillt ef það á að nota þau yfir höfuð.

Ég er með PID stýringu og pt100 hitanema tengdan við stýringuna. Ég treysti þessu alveg eins og nýju neti en það var alltaf eitthvað aðeins off við bjórana hjá mér. f.g. var alltaf svolítið off. Ég fór vel í gegnum ferlið hjá mér til að reyna að finna hvar ég gæti bætt það en ekkert gekk.
Svo keypti ég Thermapen til að prufa að meskja í kæliboxi. Þá reyndist vera 1,8°C munur á hitastiginu sem pid stýringin var að gefa upp og thermapen mældi.
Þar sem Thermapen var calibrate-aður með viðeigandi vottorði innan við mánuði áður en ég fékk hann treysti ég honum frekar vel.

Svo má nú alltaf benda á það hvernig á að lesa á flotvog. Margir sem lesa ekki top of meniscus eins og flotvogin segir til um, en það er annað mál. Ef þú þekkir ekki hugtakið top of meniscus þá mæli ég eindregið með að þú google-ir það.
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Sykurflotvogin þín - Er hún að plata þig?

Post by Kornráð »

Það hefur reynst mér best að vera með 2-3 mælingar af mismundandi mælum/búnaði

Flotvog er agalega viðkvæm fyrir kolsýru t.d. fínt að hræra vel í gerjunarfötu áður en sýni er tekið til mælingar.

Ljósbrotsmælar hafa mismunandi skekkju mörk +/- einhver prósenta, sem getur verið ansi mikil.

Digital ljósbrotsmælar (t.d. frá Atago) eru nokkuð góðir m.v. verð en það er sama sagan þar líka. Getur þurft að mæla 2-3 til að fá raunhæfar niðurstöður.

Svo gera flotvogir og ljósbrotsmælar ekki greina mun á áfengi og sykri... Þetta er endalaus barátta.

Kv.
Groddi
Post Reply