Hitastig eftir bottlun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Hitastig eftir bottlun

Post by fridrikgunn »

Ég er að lenda í því með þónokkrar flöskur úr fyrstu tveimur lögnunum mínum að fá úr þeim frekar flatan bjór. Fyrsta lögn var Bee Cave frá brew.is og það var svosem ýmislegt í þeirri bruggun og bottlun sem hefði mátt betur fara þannig að ég skrifaði það á reynsluleysi en er að opna nokkrar flöskur úr lögn 2 sem eru eins.

Það sem mér finnst merkilegt og hef ekki séð þráð sem tekur akkúrat á því er að hausinn er þannig séð í lagi, sérstaklega á lögn 2 sem er Zombie clone frá brew.is. Þar þarf ég að vanda mig að hella í glas til að freyði ekki of mikið og hausinn heldur sér mjög vel á meðan glasið er drukkið. Hinsvegar er afar rólegt líf í bjórnum sjálfum og minni kolsýra en ég hefði viljað - það stíga alveg loftbólur frá botni og upp en semsagt minna en í "verksmiðjubjór" og hann er á mörkunum að vera flatur, þó það sé þokkalegur haus.

Þeir þræðir sem ég hef lesið fjalla aðallega um ef bjórinn er alveg flatur, en þá ætti hausinn alveg að vanta eða hann hverfur nánast strax - eða hvað ?

Ég hef geymt flöskurnar mínar í sömu kompu og ég er með gerjunarföturnar, hitinn að meðaltali í kringum 20c en hefur kannski sveiflast rólega niður í 18 og uppí 22 yfir lengri tíma. Reyni að halda honum undir 20 á meðan gerjun er í gangi. Er þetta e.t.v. of lágt fyrir flöskur á meðan þær eru að kolsýrast ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by Eyvindur »

Nei, þetta er ekki of lágt hitastig.

Ég hef séð haus á flötum bjór. Það var hveitibjór. Ertu með hveiti eða eitthvað annað höfuðaukandi í þessu?

Ertu örugglega að setja rétt magn af sykri við átöppun?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by fridrikgunn »

Nei, ekkert hveiti. Það er CaraPils í Zombie-inum sem passar við að hann er með talsvert meiri haus en Bee Cave-inn. Þar er ég reyndar nokkuð viss um að hafa aðeins klikkað á sykrinum. Í síðustu lögn hrærði ég varlega í bottlunarfötunni til að tryggja að priming sykurinn blandist vel, á eftir að prófa þann bjór - vonandi er þetta bara einhver byrjendamistök við bottlunina.

Er eitthvað uppúr því að hafa að hrista aðeins uppí flöskunum héðan af, Bee Cave er búinn að vera á flöskum í rúmar fjórar vikur og þá væntanlega ekkert eftir á lífi þar ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by Eyvindur »

Það er ekki allt dautt eftir fjórar vikur, það er alveg á hreinu. Það er alls ekki vitlaust að hrista aðeins.

Hvað er langt síðan hinn fór á flöskur? Hvað áttu við með „verksmiðjubjór“? Margir bjórar út í búð eru meira kolsýrðir en þetta sem við erum að gera. Við miðum vanalega við 2,5 (veit ekki hver mælieiningin er) að meðaltali, á meðan margir bjórar úr stórum brugghúsum, sérstaklega lagerar, eru í kringum 3 (held ég).

Kannski á kolsýran eftir að aukast eitthvað. Og kannski venstu því að hún sé ögn lægri en þú ert vanur úr öðrum bjórum. Og svo geturðu mögulega bara bætt aðeins í næst þegar þú setur á flöskur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by fridrikgunn »

Verksmiðjubjór = bjórinn í ríkinu eða á pöbbnum, eins misjafnir og þeir auðvitað eru...

Bee Cave er búinn að vera 34 daga á flöskum og Zombie 26 daga. Ég er nokkuð viss um að sá fyrri þá leystist sykurinn ekki nógu vel upp og mögulega blandaðist ekki nógu vel heldur við bottlun þannig að ég er í sjálfu sér ekkert ósáttur við að hann sé ekki alveg 100%. Fínn bjór að öðru leyti. Zombie er líka alveg þrusufínn.

Ég tek allavega frá eina kippu af hvorum og hristi aðeins uppí þeim og prófa svo eftir viku.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by helgibelgi »

Hvernig reiknarðu út sykurmagn við átöppun?

Og hvað settirðu mikinn sykur í þessa bjóra sem voru flatari en þú vildir hafa þá?
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by fridrikgunn »

Fór eftir brew.is leiðbeiningunum með 6,6 gr pr lítra. Var með ca 18-19 lítra þannig að þetta voru rúmlega 120 gr (hvítur Dansukker) leyst uppí 2.5 - 3 dl af soðnu vatni og bjórnum fleytt yfir í tóma fötu.

Með fyrstu lögn þá held ég að sykurinn hafi ekki leyst nógu vel eða eitthvað klikkað í mælingu, en seinni lögnin þá er það frekar að hann hafi ekki blandast nógu vel saman við. Svo er ég reyndar líka að spá hvort ég hafi e.t.v. ekki skolað flöskurnar nógu vel eftir sápuþrif. Þetta er aðeins misjafnt á milli flaska.

En ég hef ekki stórar áhyggjur þannig séð því bjórinn bragðast vel - tók eftir því í gær að Bee Cave-inn er að verða búinn þannig að ég hef allavega getað komið honum niður svona ;-)
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by Sindri »

Sápu þrif ? getur það ekki verið málið ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitastig eftir bottlun

Post by sigurdur »

Ok .. nokkur grundvallaratriði:

1. ALDREI NOTA SÁPU.
2. ALDREI NOTA SÁPU.
3. ALDREI NOTA SÁPU.
4. ALDREI NOTA SÁPU.
5. ALDREI NOTA SÁPU.
6. Leystu upp sykurinn í heitu vatni áður en þú blandar honum við bjórinn.
7. Hrærðu sykrinum varlega saman við bjórinn í átöppunarfötunni eftir að þú blandaðir þessu saman.

Ég lenti stundum í ójöfnum kolsýringum en þegar ég byrjaði að hræra varlega saman ásamt því að leysa sykurinn upp, þá hætti það alveg.
Post Reply