Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Post by ALExanderH »

Sé að margir eru að dásama Oxiclean á erlendum vefsíðum til að hreinsa kúta og flöskur og ýmislegt.

Sá þetta í Krónunni Lindum, ákvað að taka með eina Oxi-All enda kostaði það bara 200kr á meðan Vanish með græna lokinu kostar rúman 800kr.

Hafa menn prófað þetta eitthvað? Þetta á að vera lyktarlaust og notast með heitu vatni, myndi svo skola vel með eftir þetta og auðvitað sótthreinsa fyrir notkun.

Image
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Post by sigurdur »

Hvað er í þessu Oxi-All?
Geturu gefið fulla innihaldslýsingu?

Ég eyddi smá tíma í að leita að "oxi" efnum og eina sem ég fann sem ég mæli með að nota var Sonnett Bleach complex and stain remover.
Það er voðalega svipað og Oxyclean
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Oxi efni til að hreinsa glerkúta

Post by hrafnkell »

Passa allavega að það séu engin ilmefni í þeim - Minnir að ég hafi kíkt á vanish efnin og þau hafi öll verið ónothæf vegna aukaefna..
Post Reply