Bruggarar Norðurlandi

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Undirgerjaður
Villigerill
Posts: 7
Joined: 28. Aug 2014 12:03

Bruggarar Norðurlandi

Post by Undirgerjaður »

Ég er að velta því fyrir mér hversu margir eru hér fyrir norðan, Akureyri og nærsveitum að brugga bjór og skyldar veigar.
Sé það einhver fjöldi er þá ástæða til að hætta að "læðast með veggjum" og skapa einhvern hitting :beer:
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by astaosk »

Vonandi stíga sem flestir fram! Ég a.m.k. hefði gaman af því að hitta ykkur í sumar en stefni að því að vera a.m.k. einn mánuð fyrir norðan í sumar og mögulega brugga 1-2 bjóra í sveitinni!
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by Sindri »

Beatsuka er fyrir norðan (akureyri) skal ýta í hann
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by Beatsuka »

Jújú mikið rétt. ég er staddur hér fyrir norðan. spurning um að reyna að smala sem flestum bruggurum Akureyrar og nágrennis saman í einn goðann hitting á brugghúsinu eða e-h. er allavega game

minnir mig á það.. ég þarf að fara að skella í nýja lögn..
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Undirgerjaður
Villigerill
Posts: 7
Joined: 28. Aug 2014 12:03

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by Undirgerjaður »

Jæja hvað segið þið, ekkert að gerjast hér fyrir norðan?
Undirgerjaður
Villigerill
Posts: 7
Joined: 28. Aug 2014 12:03

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by Undirgerjaður »

Jæja eigum við hér fyrir norðan að hafa bjórsmakkkvöld hjá mér næsta laugardagskvöld (30 Artíl) og velta þessu aðeins fyrir okkur...
Það má taka með sér nesti að heiman ef menn eiga svoleiðis annars eru til hjá mér núna einhverjar allavega 6 gerðir til að taka á.
Utanbæjar eru vissulega velkomnir ef þeir eiga leið hér um Akureyrina.
Einhver stemming fyrir því að reynað að rífa þetta aðeins upp hér fyrir norðan?
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Bruggarar Norðurlandi

Post by Beatsuka »

Ég væri til í að kíkja ef tími gefst. ég ættla allavega til öryggis að henda kippu af minni síðustu lögn í kæli ef fólk vill smakka semí ágætlega heppnaðann Saison Dubel.

En það er ekki víst að ég komist. fer eftir tíma og staðsetningu. kæmist allavega aldrei fyrr en eftir hálf 11 þegar ég loka búlluni hjá mér.
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Post Reply