Góður félagi fallinn frá

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Góður félagi fallinn frá

Post by Eyvindur »

Mig langaði að láta ykkur vita að Siggi "Idle", félagi okkar og einn af þeim sem voru hvað virkastir í Fágun í árdaga félagsins, var bráðkvaddur á heimili foreldra sinna fyrir skemmstu. Ég veit ekkert meira, en vil votta öllum ástvinum hans samúð mína. Það litla sem ég þekkti til Sigga var hann mikill öðlingur, einstaklega bóngóður og vildi alltaf öllum vel.

Blessuð sé minning hans.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Góður félagi fallinn frá

Post by æpíei »

Þetta eru sorgarfréttir og mjög sláandi. Ég átti talsverð samskipti við hann þann stutta tíma sem ég kom að þessu félagi og félagssap. Alltaf var hann einstaklega ljúfur og þægilegur i samskiptum, hjálplegur og ósérhlífinn. Hann bar hag félagsins fyrir brjósti og var heiðursfélagi þess fyrir það starf sem hann ynnti af hendi til að reka þessa vefsíðu og annast önnur tæknimál. Þar er genginn góður drengur. Hvíl í friði.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Góður félagi fallinn frá

Post by bergrisi »

Sorgarfréttir og missir fyrir félagið. Votta öllu hans fólki samúð.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Góður félagi fallinn frá

Post by hrafnkell »

Þetta eru hræðilegar fréttir. RIP.
Post Reply