Á teikniborðinu

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Á teikniborðinu

Post by atlios »

Sælir bjórbræður.
Ég hef verið í góðri pásu frá bruggun og ekkert gert í vetur.
En nú er maður komin í fæðingarorlof og hef ekkert nema tíma til að dúlla mér í þessu ;)
Er einnig að standa í flutningum og þarf að endurskoða aðstöðuna og er komin með mynd í hugann. Nú liggur við að koma þessari hugmynd á teikniborðið, og var ég að velta fyrir mér hvaða forrit þið eruð að nota til að gera svona teikningar af bruggbúnaðinum? :)

Eina sem mér dettur í hug er word eða paint. En grunar að það sé eitthvað þarna úti sem maður veit ekki af og er þægilegra að vinna með...
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Á teikniborðinu

Post by sigurdur »

Úff ... þú þarft að velja þér hugbúnað út frá því sem þú ætlar að gera.

Ef þú vilt teikna pípur, mótora og ventla, þá býst ég við að Microsoft Visio 2010 sé ágætt í það brúk.

Ef þú vilt teikna einhverskonar þrívíddarmynd af kerfinu, þá held ég að einfaldasti valmöguleikinn sé Google SketchUp.

Ef þú vilt teikna svona "floorplan", þá held ég að þú sért best settur með eitthvað CAD forrit eins og SmartDraw eða AutoCAD .. SmartDraw er mun ódýrara ;-)

Svarar þetta spurningunni eða varstu að hugsa um eitthvað annað?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Á teikniborðinu

Post by Idle »

Tek undir með nafna. Nema Visio er ágætt fyrir allar tengingar og gólfpláss. Hef a. m. k. notað það í hvorutveggja með fínum árangri. Google Sketchup þekki ég hinsvegar ekki.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Á teikniborðinu

Post by atlios »

Takk fyrir þetta strákar. Mér sýnist smartdraw vera málið :) Var einmitt að spá í floorplan. En nú er maður reyndar farin að spá í öllu sem að sigurður nefndi ;)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
Post Reply