Hreinsa miða af flöskum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by Herra Kristinn »

Prófaði þessa aðferð í gær og ég verð að segja að ég hefði alveg verið til í að vita þetta fyrir c.a. 6 mánuðum síðan eða svo, búinn að taka miða af um 100 Borgar flöskum með heitu vatni og ólífuolíu.

Þetta er sú mesta snilld sem ég hef vitað, takk kærlega fyrir þessar upplýsingar! Nú get ég leyft mér að kaupa Borg flöskur aftur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by hrafnkell »

Þetta er stórfengleg uppgötvun. Margir verið í tómu veseni með borgar miðana og ég hef ekki haft nein svör fyrir þá :)
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by ALExanderH »

Ætla að prófa þetta með Borg flöskurnar!
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by kari »

einaroskarsson wrote:
cresent wrote:Gamall þráður og allt það, en...

Flöskur frá Borg: Ég baka flöskurnar á 180-200 gráðum í 20 min. Við það dettur miðinn af. Stundum eru smá límleifar eftir sem fara af með smá stálull undir rennandi vatni.
Gerðist lítið fyrstu 15 mínúturnar en skipti frá undir-yfir hita í blástur og þá datt þetta af og ekkert lím á flöskunum :)
Mikil snilld. Gott að losna við olíu sullið þó að mínu mati hafi það verið margfalt betra en klórsóda sullið. Óttalegur óþverri þessi klórsódi.
HlynDiezel
Villigerill
Posts: 10
Joined: 6. Dec 2010 15:17

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by HlynDiezel »

cresent wrote:Gamall þráður og allt það, en...

Flöskur frá Borg: Ég baka flöskurnar á 180-200 gráðum í 20 min. Við það dettur miðinn af. Stundum eru smá límleifar eftir sem fara af með smá stálull undir rennandi vatni.
Þú ert hetjan mín
HlynDiezel
Villigerill
Posts: 10
Joined: 6. Dec 2010 15:17

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by HlynDiezel »

Ég prófaði þetta með ofninn og borg flöskurnar í gær og þetta virkaði eins og í sögu.

En ég myndi mæla með að hafa opið út og smá gegnumtrekk þegar þetta er gert því að það það myndaðist ágætis mökkur þegar ég opnaði ofninn.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by Funkalizer »

Það er líka fínt að hafa ofninn hálf-opinn þegar hann er að kólna, eftir gott miða session, til að blása lyktinni í burt sem myndast við þetta ferli.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by kari »

Það er nú meiri brækjan af þessu.

Fer aftur í olíuna.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by æpíei »

Prófaði ofninn og hann virkar vel. Þarf bara að vaka yfir honum og stoppa á réttum tíma. Olían skilur of mikið af lími eftir. Óþolandi erfitt að ná því af. Þá væri betra að drekkja flöskunni í volgri lausn í nokkra tíma, ráðast svo á miðann með gluggahníf. Þá tekuru bæði pappír og lím af í einu. En ofninn fær mitt atkvæði. Engin leið til baka...
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by Herra Kristinn »

Passa líka að ofninn virkar ekki á alla miða, bara Borg og Bock bjórana frá Víking eftir því sem ég hef prófað, Einstök miðarnir festast bara enn meira og svo var einhver pappírsmiði sem ég lét fljóta með þegar ég var að prófa sem var í raun með plasti aftan á sér sem myndaði dágóðan reyk með tilheyrandi stækju þegar hann bráðnaði.

Ég hugsa að ef að stækjan sé of sterk af miðunum þá geti ofninn hreinlega verið of hátt stilltur og/eða of margar flöskur inni í einu. Hjá mér kemur vissulega reykur og lykt en það er fljótt að fara og að taka miða af og loftræsta tekur mun styttri tíma og minna effort en að setja undir heitt vatn, láta miðann leka af með aðstoð dúkahnífs og svo dútla við að nudda af með ólífuolíu í tusku, mér finnst ég alltaf líka soldið perralegur þar sem ég stend í eldhúsglugganum og nudda upp og niður flöskuna kófsveittur í gufunni af vaskinum.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by ALExanderH »

Kannski að gera sticky með bestu lausninni til að ná miðum af hverri flösku.
Einstök fer af bara með vatni, t.d. nóg að láta renna heitt vatn á hana og miðinn rennur oftast af með engu lími eftir.
Founders, Mikkeller og To Øl læt ég liggja í vatni í smá tíma.
Franziskaner og Weihenstephaner læt ég liggja í dágóðan tíma(yfirleitt sólarhring) í vatni blönduðu Oxi All(keypt í Krónunni á 200kall, hef líka notað það á mínar carboy með góðum árangri).
Þetta eru sumsé flöskurnar sem ég nota mest og finnst auðveldast að taka miðann af, nenni eiginlega ekki þessu veseni með Borg flöskurnar nema ég verði tæpur á flöskum.
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by hrafnkellorri »

Ég náði miðum af Brewdog - flöskum með mjög góðum árangri. Ég hélt að Brewdog flöskur væru erfiðar, hafði t.d. prófað að leggja í bleyti. Aðferðin er að þú hellir sjóðandi vatni, ég notaði hraðsuðuketil og trekt, ofan í flöskuna. Ég beið aðeins í örfáar mínútúr og þá rennur límmiðinn af eins og ekkert sé. Eftir stendur smá lím sem hægt er að nudda af með smá matarolíu. Mjög skilvirk og fljótleg aðferð.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by helgibelgi »

Þetta er gömul bloggfærsla frá mér, en kannski hjálpar hún einhverjum:

https://bjorsmakk.wordpress.com/2013/10 ... midathrif/

Þarf kannski að fara að gera uppfærslu á þessari grein og birta á gerjun.is :)
Lemmy
Villigerill
Posts: 1
Joined: 28. Mar 2016 19:46

Re: Hreinsa miða af flöskum

Post by Lemmy »

Sælir allir hér.
Ég er að stíga mín fyrstu skref í brugginu og hef verið að leita ráða hér inni. Ég var að losa miða af flöskum um daginn og setti haug af þeim í baðkarið með eins heitu vatni og kraninn kom frá sér og smá uppþvottavéladufti. Miðarnir runnu af flöskum undan Einstök, Færeyjabjór og nýju bjórunum frá Víking( English pale ale, Dobbelbock, og einiberjabock) og Mikkeler líka. Þurfti að nudda límið af nokkrum flöskum en það gerði ég bara í vatninu sem þær lágu í.
Á svo eftir að prófa ofnatrikkið.
Post Reply