Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by oliagust »

Dæmdur fyrir að brugga 25 lítra af bjór "án heimildar":

http://www.dv.is/frettir/2011/11/30/sak ... num-fyrir/" onclick="window.open(this.href);return false;

Dómurinn í málinu: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID= ... l=1&Words=" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Á maður að hætta að tjá sig undir nafni hérna?
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by sigurdur »

Ég held að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af því nema ef þú ert viðriðinn fíkniefnamisferlum eða öðrum illa liðnum lagabrotum.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Idle »

Ef maður les dóminn, þá er óskaplega mikið af "ætlunum" þarna. Uppgerð voru tæki til eimingar, en einnig "lítil vog sem ætlað sé að hafi verið notuð við vigtun fíkniefna og litlir plastpokar („sölupokar“) ætlað sé að hafi átt að nota vegna fíkniefnaviðskipta". Væntanlega sambærileg vog og pokar og við humlanotendur eigum eitthvað til af.
Grunsamlegt. Héðan í frá tek ég enga áhættu og hendi ziplock pokunum sem ég fæ díóðurnar, viðnámin og allskyns smádót afgreitt í. Enda "sölupokar".

En kveikjan að þessu snérist ekki um bjórgerðina, heldur: "Í ódagsettri yfirlitsskýrslu lögreglu vegna rannsóknar málsins kemur fram að upphaf málsins sé að rekja til þess að þær upplýsingar hafi borist til lögreglunnar um nokkurt skeið að ákærði væri að selja fíkniefni á Austurlandi."

Ég er ekki sérstaklega áhyggjufullur. Ég umgengst ýmsa úr röðum lögreglunnar nær daglega (einn býr í íbúðinni við hlið mér), og þeir vita vel af þessari búgrein minni. Þeirra eini áhugi er að fá að bragða á afurðunum, annað kemur þeim ekki við. Því held ég að það sé engin ástæða fyrir þennan almenna bjórbruggara til að örvænta. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by hrafnkell »

Fyrir áfengislagabrot, með því að hafa framleitt 25,65 lítra af áfengi, með 5,0% vínandainnihaldi miðað við rúmmál og átt sérhæfð áhöld til að eima og sía áfengi, án heimildar, en lögreglan lagði hald á áfengið og áhöldin við leit í bílageymslu á heimili hans.“
Ég veit það ekki, en þetta hafi ekki verið útaf öllu hinu (dópi og sterum) - lögreglan byrjaði ekki að skoða hann útaf bruggi. Svo hjálpa eimingartækin væntanlega ekki.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by sigurdur »

Það má samt hvetja stjórn Fágun í kjölfarið að einbeita sér meir (eða tilkynna stöðuna með stuttu reglulegu bili) að lögleiðingu heimagerjunar.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Hjalti »

Tek undir þetta, áhugavert að það sé tekið fram að hann sé dæmdur fyrir bjórbruggun jafnt og "intent to sell" af öllu hinu draslinu.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by kalli »

Að mínu mati er það mikilvægasta hlutverk stjórnar að vinna að lögleiðingu heimabruggs á svipuðum nótum og í nágrannalöndunum, þ.e. leyfilegt til heimabrúks með sanngjörnum magntakmörunum. Að þetta ágæta tómstundargaman skuli vera bannað er hreint fáránlegt.
Það þarf að taka saman skýrslu fyrir þingmenn sem lýsir því hvernig lögin eru hvað þetta varðar í BNA og nágrannalöndunum og senda þeim. Gjarnan með munnlegri kynningu.
Það þarf að fá til þess færa menn að skrifa tillögu að nýjum lagagreinum og senda með skýrslunni. Með lagagreinar nágrannalandanna til hliðsjónar ætti það að vera framkvæmanlegt.
Þá þarf að kynna málið og vera með fræðslu í fjölmiðlum.

Kannski stjórnin geti frætt okkur á hvað hún er að hugsa í þessum efnum ...
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Eyvindur »

Já, þetta hefur staðið til frá upphafi, auðvitað. Gerum okkur samt grein fyrir því hversu ólíklegt það er að nokkuð gerist, þar sem þessi mál heyra undir Steingrím J. Hins vegar ætti að senda svona á alla þingmenn.

Er einhver hér sem er nógu lögfróður til að geta sett svona á blað á skynsamlegan hátt? Það er um að gera að hendast í þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by oliagust »

Hin hliðin á þessu er sú hvort eigi nokkuð að rugga bátnum. Menn gætu tekið upp á því að raunverulega framfylgja þeim lögum sem eru í gildi. Það virðist sem menn hafi látið þessi mál vera óáreitt í mörg ár (nema í undantekningartilfellum eins og dómurinn hér á undan).

Það er öllum ljóst að menn eru að stunda heimabrugg á Íslandi meðan nokkrar verslanir gera beint út á öll hráefni sem til þarf. En klárlega væri gaman að "þreifa á" þingmönnum hvað þetta varðar.
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by bjarkith »

Já, ég myndi nú ekkert vera að vekja athygli Steingríms á okkur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by sigurdur »

bjarkith wrote:Já, ég myndi nú ekkert vera að vekja athygli Steingríms á okkur.
Það sem ekki verður vakið athygli á, fær aldrei ástæðu til þess að vera til umfjöllunar og verður þar af leiðandi aldrei leiðrétt eða betrumbætt.
Ég sé enga ástæðu til þess að vera neitt hræddur við athygli Steingríms, þó að hans persónulega skoðun sé (ef ég man rétt) að það skuli banna allt áfengi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Eyvindur »

Það mætti nú alveg kanna Evrópulög um þetta, ef einhver eru.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by bjarkith »

Væri týpískt fyrir þessar ríkisstjórn að nota ólölega bjórbruggun og aðgerðir gegn henni til að færa athyglina frá stærri vandamálum. En já það verður að koma þessu í almenna umræðu.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by arnarb »

Ég tel nú litla hættu á því að undirmönnuð lögregla leggi tíma sinn og fjármuni í að elta heimabruggara við bjórgerð. Ljóst er að þetta er í langflestum ef ekki öllum tilvikum til heimabruggs fyrir fjölskyldu og vini, þe áhugamál. Að brugga bjór og selja er ekki mjög gróðravænaleg leið til að verða ríkur á skömmum tíma, amk. ekki með því að brugga <100L í hverju batchi.

Eina hættan sem ég sé á því að lögreglan fari að gera rassíu á heimabrugguðum bjór er því að eiturlyf hverfi af íslenskum markaði og eyming landa heyri sögunni til...afar ólíklegt. Þá er einnig spurning hvort heimagerða berjasaftin verði ekki tekin fyrir á undan, enda vildi Steingrímur breyta löggjöfinni til að leyfa slíkt, enda gert úr innlendu hráefni og viðheldur aldagamilli hefð á íslenskum heimilum.

Breyting á núverandi löggjöf er eitthvað sem við eigum að stefna að. Þetta ferli tekur langan tíma og því ljóst að Steingrímur verður örugglega kominn í stjórnarandstöðu eða hættur afskiptum af stjórnmálum áður en breytingar á áfengislöggjöf yrðu samþykktar er leyfðu heimabruggaðan bjór.

Löggjöf þeirra landa sem við miðum okkur oftast við, td. Bretland, Norðulönd, USA leyfa öll heimabruggaðan bjór með einhverjum takmörkunum þó eins og fjölda lítra á ári, áfengisprósentu, hvar neyta megi bjórssins, o.s.frv.

Auk þess að fá lögfróðan aðila til að skoða breytingar á núverandi áfengislöggjöf tel ég að þurfi að tryggja jákvætt viðhorf almennings til þessarar iðju. T.d. með blaðaskrifum um samanburð á löggjöf annarra landa og hversu aftarlega á merinni við séum í þessum efnum. Einnig væri afar sterkt að kanna álit almennings á heimabruggunar á bjór og öðrum ó-eymuðum áfengum drykkjum.

Er ekki einhver góður penni hérna sem getur skrifað skemmtilegar greinar um áfengislöggjöf landsins?

kv. Arnar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by helgibelgi »

Ég held að besta leiðin sé að koma á hugarfarsbreytingu hjá sem flestu fólki.

Alltaf, án undantekninga, þegar ég segi fólki frá þessu hobbýi, hlær það og spyr hvort bjórinn minn sé drykkjanlegur. Það getur bara ekki ímyndað sér að heimabruggaður bjór geti verið góður. Það fer svo að spurja hvað ég græði á þessu. Það skilur ekki af hverju ég er að þessu, nema til þess að spara í áfengiskaupum, sem er auðvitað ekki ástæðan. Svo spyr það hvort ég sé að brugga ljósan eða dökkan bjór (sem eru eins og þið vitið EINU TVÆR "tegundirnar" af bjór).

Það er bara nánast engin bjórmenning hérna (fyrir utan Fágun ofc). Þess vegna er örugglega ekki tímabært að fara að tala um einhverjar svakalegar lagabreytingar. Fólk veit bara ekkert hvað okkur stendur til.

Fágunarmenn, og fleiri, eru samt byrjaðir að breyta þessu og það er hægt og rólega að fara af stað bylting í bjórmenningarmálum Íslendinga.

Við þurfum bara að halda áfram að brugga góðan bjór og fræða og convert'a einum og einum í einu. Góðir hlutir gerast hægt.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Classic »

Vá hvað ég kannaðist við ALLAR spurningarnar sem þú nefndir
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Classic »

...og svo má náttúrulega ekki gleyma "hvað er hann sterkur?"
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by halldor »

helgibelgi wrote: Alltaf, án undantekninga, þegar ég segi fólki frá þessu hobbýi, hlær það og spyr hvort bjórinn minn sé drykkjanlegur. Það getur bara ekki ímyndað sér að heimabruggaður bjór geti verið góður. Það fer svo að spurja hvað ég græði á þessu. Það skilur ekki af hverju ég er að þessu, nema til þess að spara í áfengiskaupum, sem er auðvitað ekki ástæðan.
Þegar ég er spurður hvort hægt sé að gera drekkanlegan heimabruggaðan bjór, spyr ég fólk á móti hvort því líki betur heimalagaði maturinn hennar mömmu eða ostborgari á Metro.
helgibelgi wrote: Það er bara nánast engin bjórmenning hérna (fyrir utan Fágun ofc). Þess vegna er örugglega ekki tímabært að fara að tala um einhverjar svakalegar lagabreytingar. Fólk veit bara ekkert hvað okkur stendur til.

Fágunarmenn, og fleiri, eru samt byrjaðir að breyta þessu og það er hægt og rólega að fara af stað bylting í bjórmenningarmálum Íslendinga.

Við þurfum bara að halda áfram að brugga góðan bjór og fræða og convert'a einum og einum í einu. Góðir hlutir gerast hægt.
Heyr heyr!
Þegar ég byrjaði að brugga voru Ölvisholt þeir einu sem voru að rugga bátnum og maður hljóp af stað um leið og maður frétti að einhver af börunum niðrí bæ væri með Leffe á krana. Það má ekki líta framhjá því hversu svakalegar breytingar hafa orðið frá því Fágun var stofnað. Úrvalið og gæðin virðast enn óspennandi þegar maður kemur í Vínbúðirnar, en ef horft er á fjölbreytni íslensku bjóranna (sem og árstíðarbjóranna) samanborið við það sem var á boðstólnum fyrir 3 árum má sjá greinilegan mun í fjölbreytni í bjórúrvali. Auðvitað er ekki hægt að eigna Fágun nema hluta heiðursins en margt stórt gerir eitt smátt.
Plimmó Brugghús
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by helgibelgi »

Þegar ég er spurður hvort hægt sé að gera drekkanlegan heimabruggaðan bjór, spyr ég fólk á móti hvort því líki betur heimalagaði maturinn hennar mömmu eða ostborgari á Metro.
Haha gott svar!

En já, það eru auðvitað ekki bara Fágunarmenn. Valgeir og Stulli í Borg eru öflugir!
Proximo
Villigerill
Posts: 9
Joined: 12. Dec 2011 20:23

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Proximo »

Ég veit þetta er svolítið seint... þetta er þessi Ragnar sem var í þættingum þarna sem "handrukkarinn" sem var einkaþjálfari "réðst" á hann... Var með einhvern eða einhverja skemmtistaði sem fóru allir á hliðina... Það var kveikt í bílnum hans og hann hirti að mig minnir tryggingaféð... svo endaði með fíkniefnarannsókn á ann... held þessari bruggákæru hafi meira verið skellt aukalega á hann, þar sem hann var að brugga og hentaði vel fyrir dómi til að þyngja dóminn.

Án þess að fullyrða um það, hef ekki heyrt um handtöku vegna heimabruggs á bjór eða léttvíni... varla heyrt um handtöku um brugg á sterku í litlu magni, (nema mig misminni)...
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Maður dæmdur fyrir að brugga bjór án heimildar

Post by Andri »

Maður fær reglulega þessar spurningar hvort hann sé drykkjarhæfur. Flestir sem hafa smakkað heimabruggaðann bjór hafa smakkað dósakit bjór.Það tel ég vera aðal ástæðu lélegs álits fólks á heimabruggi.
Við verðum að ýta undir það hjá vinum og vandamönnum að smakka nýjar bjórtegundir. Fá þau til að hætta að þamba lager í lítravís til að verða full.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply