Jólabjórinn í ár

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Jólabjórinn í ár

Post by arnarb »

Mikið var gaman að sjá Fágunarmeðlimi í Fréttatímanum í gær að dæma jólabjóranna í ár. Þið voruð stórglæsilegir.

Ég fór í ríkið í gær og keypti nokkrar tegundir af jólabjór og var örtröð að komast að í bjórkælinum. Fólk virðist almennt taka mikið mark á þessum dómum, enda er um sérfræðinga að ræða á þessu sviði!

Í vinnunni hjá mér var mikið rætt um þetta líka og sjálfsagt á fleiri vinnustöðum. Þetta framtak er greinilega komið til að vera.

Þá er einnig gaman að sjá hversu hátt hlutfall er af íslenskum jólabjórum, en eingöngu eru 3 erlendir jólabjórar í greininni. Stekkjastaur var því miður uppseldir í Skútuvoginum en kemur eftir helgi skv. starfsfólkinu. Ég hvet alla áhugamenn að láta ekki þessa eðalbjóra fram hjá ykkur fara, enda kláruðust birgðirnar og fyrra og miðað við viðtökurnar í ríkinu í ár, má búast við að sama verði uppá teningnum í ár. Þeir líktu deginum í gær sem "þorláksmessustemningu" (http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/1 ... inbudunum/).

skál :)
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by sigurdur »

Ég las þessa grein og þótti hún ágæt.

Hún paraðist svona ágætlega við mat fólks (meðaltal einkunnargjafar) á jólabjórskynningunni í Verkís í vikunni. Ekki alveg þó samt.

Leiðinlegast þótti mér þó að sjá í greininni að það var ekki metið Leppalúða jólabjór, sem er nýr á markaðinum.
Leppalúði er framleiddur í Belgíu fyrir innflutningsfyrirtæki hér á landi.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by hrafnkell »

Það var ákveðið að leppalúði yrði ekki með vegna þess að hann er heilsársbjór, framleiddur í belgíu, með íslenskum jólalímmiða.

Við smakkararnir gáfum honum hæstu einkunn af öllum jólabjórum, en fréttatímaköllunum fannst asnalegt að hafa hann með, sem ég var svosem sammála að einhverju leyti. Ég mæli með því að allir bjórnördar (og þá sérstaklega belgíubjórnördar) næli sér í leppalúða. Upplagið er lítið og hann er á mjög góðu verði. Hann á eftir að hverfa fljótt :)


Það var takmarkað pláss í blaðinu fyrir smökkunina þannig að það kom ekki nálægt því allt í blaðið sem við höfðum að segja um bjórana :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Það var takmarkað pláss í blaðinu fyrir smökkunina þannig að það kom ekki nálægt því allt í blaðið sem við höfðum að segja um bjórana :)
Það hefur verið reyndin í gegn um allar smakkanirnar, en það er ókosturinn við það að við gefum ekki blaðið út sjálfir ;)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Jólabjórinn í ár

Post by halldor »

hrafnkell wrote: Við smakkararnir gáfum honum hæstu einkunn af öllum jólabjórum, en fréttatímaköllunum fannst asnalegt að hafa hann með, sem ég var svosem sammála að einhverju leyti. Ég mæli með því að allir bjórnördar (og þá sérstaklega belgíubjórnördar) næli sér í leppalúða. Upplagið er lítið og hann er á mjög góðu verði. Hann á eftir að hverfa fljótt :)
Ég braut meira að segja eina grunnreglu bjórdómarans og gaf Leppalúða 100 af 100 mögulegum. Þar sem hann var svo miklu miklu miklu betri en allir hinir jólabjórarnir. Hann er á mjög sanngjörnu verði og ég mæli með því að menn nái sér í 1-2 flöskur áður en orðið er um seinan.

Fleiri pælingar frá mér persónulega ef menn hafa áhuga á:
Albani er bestu kaupin miðað við gæði og verð... að mínu mati.
Jóla Tuborg er ekkert mjög spennandi og hefur aldrei verið.
Víking Jólabjór er ekkert jólalegur og fékk falleinkunn hjá flestum af þeim sökum.
Gæðingur Jólabjór fékk 80 af 100 eða yfir frá þremur af fjórum dómurum en einn (ónefndur) dómarinn dró hann all svakalega niður.
Ölvisholt Jólabjór var svipaður og tvö síðustu ár, en aðeins var búið að draga úr reyk og negul. Það fer ekki mikið fyrir kanil fyrr en hann volgnar örlítið.

Skál :skal:
Plimmó Brugghús
GRV
Villigerill
Posts: 19
Joined: 15. Jul 2011 01:03

Re: Jólabjórinn í ár

Post by GRV »

Er sammála með Leppalúða. Er að sötra hann núna og hann ber algerlega af!
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Jólabjórinn í ár

Post by ulfar »

Vitið þið meir um hann. Hver framleiðir og hvað bjórinn heitir í ,,alvörunni"?

kv. Úlfar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórinn í ár

Post by bergrisi »

Var að sjá Fréttatímann á netinu núna (er ekki borinn út í sveitinni). Mikið eruð þið flottir þarna. Sendi strax póst í vínbúðina og pantaði helstu jólabjóra og fæ þá á morgun.

Þið eruð flottastir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by hrafnkell »

ulfar wrote:Vitið þið meir um hann. Hver framleiðir og hvað bjórinn heitir í ,,alvörunni"?

kv. Úlfar
Ég veit ekki, en ég set þig í málið. Býst við skýrslu í vikulok.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórinn í ár

Post by bergrisi »

Er að drekka Leppalúða núna. Ætlaði að fá mér einn bjór áður en ég held áfram í jólaundirbúningi. Gott að hann er 750 ml. svo ég er ekki að fara gera neitt á næstunni.

Sé á miðanum að Létt og gott flytja hann inn. http://www.logg.is" onclick="window.open(this.href);return false;.

En tek undir með hinum hér. Þetta er einstaklega ljúfur drykkur.

Ef maður vill brugga einn svona dökkan með hverju mælið þið?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjórinn í ár

Post by Eyvindur »

Ef þú vilt brugga Dubbel eða bara dökkan bjór yfir höfuð?

Ég hef að vísu aldrei bruggað Dubbel sjálfur, en held að aðalatriðið sé dökkt kandísíróp (keypt eða heimatilbúið - leiðbeiningar um slíkt er að finna á netinu) og gott, belgískt ger (T-58 væri eflaust gott, en kannski enn betra að finna eitthvað gott Trappist ger). Mér finnst ég reyndar líka finna bragð af mjög dökku kristalmalti af Leppalúða - CaraAroma eða eitthvað þvíumlíkt.

Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á belgískum bjórum lesi Brew Like a Monk. Þar er mikið um svona bjóra. Svo myndi ég bara finna sem flestar uppskriftir á netinu til að sjá hvað er gegnumgangandi í svona bjórum. Sjá miðgildin og frávikin í uppskriftunum. Mér finnst gott að byrja á http://byo.com/stories/recipeindex.

Allavega, þetta er komið duglega off-topic. Njóttu!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórinn í ár

Post by bergrisi »

Takk fyrir þetta. Fyrst ég var kominn á flug og konan ekki heima þá var ég að opna annan jólabjór og nú einn frá Kaliforníu. http://www.anchorbrewing.com/beers/christmasale.htm" onclick="window.open(this.href);return false;.
Þessi er aðeins dekkri og því miður er ég einsktaklega lélegur að lýsa bjórum. Það er eitthvað einstaklega ljúft eftirbragð. Virkilega bragðmikill þó svo hann sé bara 5,5%.

Eftir þessa tvær smakkanir þá er ég hættur við að keyra í BYKO eftir jólaséríu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by sigurdur »

Naunau .. jólabjórinn frá Anchor kominn út .... hann hefði án efa verið í top 3 hjá mér persónulega m.v. bjórinn í fyrra.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Jólabjórinn í ár

Post by Feðgar »

Hann (Anchor) er mjög góður, konan fílaði hann líka og fannst hann minna sig á einhvað sælgæti
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jólabjórinn í ár

Post by kristfin »

hvað var með þetta sápubragð sem dv strumparnir fundu af leppalúða. þeir voru jú að blindprófa þannig að það hlýtur að vera eitthvað að marka þá
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjórinn í ár

Post by sigurdur »

Prófaðu bara bjórinn ... þegar ég og Eyvindur vorum að prófa þennan bjór, þá komu upp hugmyndir um tásvita og álíka.
Þetta er hinsvegar mjög mikið bakgrunnskeimur frekar en eitthvað yfirþyrmandi.

Restin er bara góður dubbel með banana / negul lykt og bragði ásamt dökkum þurrkuðum ávöxtum.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjórinn í ár

Post by Eyvindur »

Flúðasveppir. Það var bragðið sem sat fast í mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jólabjórinn í ár

Post by kristfin »

ég á eftir að smakka hann. er bara í óbeinni drykkju hvað hann varðar amk
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply