Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by hrafnkell »

Eins og flestir hérna vita þá er ólöglegt að framleiða áfengi hér á landi nema undir 2.x% án þess að hafa framleiðsluleyfi með tilheyrandi reglum og gjöldum. Þessi lögggjöf er auðvitað gömul og litlum hluta af henni framfylgt. Því er kominn tími á nýja löggjöf!

Þar sem einn yfirlýstur tilgangur fágunar er að lobbya fyrir að afengislöggjöfinni verði breytt svo heimabrugg verði leyfilegt hérna, þá datt mér í hug að við myndum safna hérna saman hvernig afengislöggjöfin í öðrum löndum tekur á heimabruggi - Gagnlegast væri líklega að vera með löggjöfina í löndunum næst okkur, en ég skal byrja þar sem ég datt niður á það hvernig þetta er í USA:
Sec. 25.205
Production

(a) Any adult may produce beer, without payment of tax, for personal or family use and not for sale. An adult is any individual who is 18 years of age or older. If the locality in which the household is located requires a greater minimum age for the sale of beer to individuals, the adult shall be that age before commencing the production of beer. This exemption does not authorize the production of beer for use contrary to state or local law.

(b) The production of beer per household, without payment of tax, for personal or family use may not exceed:

(1) 200 gallons per calendar year if there are two or more adults residing in the household, or (2) 100 gallons per calendar year if there is only one adult residing in the household.

(c) Partnerships except as provided in Sec. 25.207, corporations or associations may not produce beer, without payment of tax, for personal or family use.

(Sec. 201, Pub. L. 85-859, 72 Stat. 1334, as amended (26 U.S.C. 5053))
http://www.ttb.gov/beer/25_205.htm" onclick="window.open(this.href);return false;


Á þessari Bandarísku löggjöf eru nokkrar takmarkanir, sem væru líklega æskilegar hérna líka, ef heimabrugg á einhverntíman að vera löglegt:
  • Þú mátt aðeins brugga fyrir sjálfan þig, ekki til endurdreifingar eða endursölu
  • Þú verður að vera orðin(n) 18 ára (ath að þessi tala er undir þeirri sem þú þarft að ná til að mega neyta áfengis)
  • Þú mátt ekki framleiða meira en 100 gallon á ári (einstaklingur) eða 200 gallon á ári fyrir heimili með fleiri en einum einstakling sem er búinn að ná bruggaldri. Þetta svarar til 378.5 lítra og 757 lítra. Líklega nóg fyrir flesta bruggara :)
Umræður velkomnar um hvernig fólk gæti séð brugglöggjöf fyrir sér hér á landi og endilega koma með fleiri lög frá öðrum nágrannalöndum.
Last edited by hrafnkell on 12. Sep 2011 10:20, edited 1 time in total.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by andrimar »

Frábært framtak.

Gæti einnig einhver lögfróður maður tékkað á þessari gróusögu sem maður heyrir reglulega að heimabrugg sé í raun löglegt í gegnum EES samningin.

Sagan er sem sagt sú fyrir þá sem þekkja hana ekki að skv. e-rri evrópulögjöf þá er bruggun á bjór og léttvíni til einkanota flokkuð á sama hátt og sultu og ostagerð, svo e-ð sé nefnt, sem grunn mannréttindi einstaklinga til að framleiða sína eigin matvöru.

Þannig að ef á reyndi þá væri hægt að áfrýja til evrópudómstóls, fá sýknu og Alþingi yrði sennilega ávítað fyrir að hafa trassað að uppfæra sína löggjöf og samræma hana þessari evrópsku eins og þeir hafi verið skyldugir til skv. EES.

Svo gæti líka vel verið að þetta sé bara bull eða allt á misskilningi byggt en gaman væri að fá svar við þessu.
Kv,
Andri Mar
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by atax1c »

Lýst vel á að hafa þetta meira í umræðunni, finnst að þetta ætti að vera í mesta forgangi hjá Fágun.

Er alltaf á leiðinni að gerast fullur meðlimur og þetta er bara meiri hvatning =)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Idle »

atax1c wrote:Er alltaf á leiðinni að gerast fullur meðlimur og þetta er bara meiri hvatning =)
Trúðu mér, það er hægara sagt en gert! :D

En ég tek heilshugar undir með ykkur, þetta ætti að vera virkara umræðuefni.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by helgibelgi »

Sælir

Þó ég sé nú persónulega ekki mjög hrifinn af því að sjá sérhagsmunahópa lobbýa fyrir sínum sérhagsmunum, þá finnst mér þetta vera í skárri kantinum þar sem við erum hreinlega að tala um að minnka löggjöfina í rauninni í stað þess að auka hana (eins og flestir sérhagsmunahópar vilja).

Og þó þetta séu vissulega okkar sérhagsmunir, í augnablikinu amk, þá erum við samt að berjast fyrir auknu frelsi fyrir alla.

Mér líst mjög vel á að fá góða umræðu af stað um þetta málefni. Það getur bara verið gott.
Núverandi lög eru líklega ekki byggð á góðum rökum og eru hvort sem ekki framfylgt, svo mikið sem ég veit amk (fyrir utan einhverjar landaverksmiðjur).

Spurning um að koma okkur saman um einhver markmið og fara svo í herferð með þetta mál :skal:
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by aki »

Á Ítalíu er þetta einfalt: það er leyfilegt að framleiða allt áfengi til einkanota í heimahúsum. Reglugerð um tolla og vörugjöld frá 1995 tekur þetta sérstaklega fram:

3. È esente da accisa la birra prodotta da un privato e consumata dallo stesso produttore, dai suoi familiari e dai suoi ospiti, a condizione che non formi oggetto di alcuna attività di vendita.

Þarna eru engin sérstök takmörk sett á magn, aðferð eða áfengisinnihald. Aðeins að varan sé ekki ætluð til sölu. Eiming til heimabrúks er líka leyfð. - leiðrétting: hún er bönnuð skv. sömu lögum
Last edited by aki on 16. Sep 2011 02:19, edited 1 time in total.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by aki »

Svo má líka halda því til haga að það er löglegt að brugga bjór í heimahúsum á Íslandi meðan hann fer ekki yfir 2,25%. Annars væri búið að loka Ámunni fyrir löngu (það hefur verið reynt held ég oftar en einu sinni).
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Hjalti »

http://www.dv.is/frettir/2011/9/16/obam ... ta-husinu/" onclick="window.open(this.href);return false;

Obama bruggar eða lætur brugga bjórinn sinn :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Tommi V
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Jan 2010 13:46

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Tommi V »

Til að fá samanburð við okkar ástkæru frændur í Svíaríki þá fletti ég upp í lögunum þeirra um alkóhól frá 2. des 2010.

Samkvæmt kafla 2 sem fjallar um framleiðslu áfengra drykkja er ekki leyft að eima né framleiða öl og vín ( þaes gerjaða drykki) til endursölu án tilskilinna leyfa.

En eins og sjá má er veitt undanþága frá þessu varðandi öl og vín til eigin nota í lok greinar 3.

Í stuttu máli er löglegt að til eigin nota brugga bjór og vín í svíþjóð án þess að minnst sé á magn í því sambandi. Af þessu sést glöggt að Íslensk áfengislöggjöf á langt í land til að standast samanburð við nágrannalönd okkar sem við svo oft miðum okkur við.

Lét flakka með greinarnar 7-9 sem er skilgreining laganna á bjór og víni.

3 § Vin, folköl, starköl och andra jästa alkoholdrycker får tillverkas endast
av den som har godkänts som upplagshavare för tillverkning eller bearbetning
av sådana drycker enligt 9 § lagen (1994:1564) om alkoholskatt eller
som skattebefriad förbrukare enligt 31 e § samma lag.
Vad som föreskrivs i första stycket gäller inte tillverkning i hemmet för
eget behov.


7 § Med vin avses en alkoholdryck som framställts genom jäsning av druvor
eller druvsaft. Till vin ska även räknas sådant vin som i framställningen
har tillsatts sprit framställd av vinprodukter och som har en alkoholhalt som
inte överstiger 22 volymprocent.
8 § Med öl avses en dryck som framställts genom jäsning med torkat eller
rostat malt som huvudsakligt extraktgivande ämne. Öl med en alkoholhalt
som överstiger 2,25 men inte 3,5 volymprocent benämns folköl och öl med
en alkoholhalt som överstiger 3,5 volymprocent benämns starköl.
9 § Med annan jäst alkoholdryck avses en alkoholdryck som framställts
genom jäsning av frukt, bär eller andra växtdelar och som inte är vin eller öl.



Til viðbótar þá athugaði ég noreg líka. Samkvæmt 6. kaflanum hjá þeim um framleiðslu áfengra drykkja er undanþága á kröfu um framleiðsluleifi áfengra drykkja undir 22% til eigin nota þeas heimabruggun á víni og bjór. Þeir skilgreina drykki yfir 22% sem brennevin.

§ 6-1. Tilvirkning av alkoholholdig drikk

Tilvirkning av alkoholholdig drikk kan bare skje på grunnlag av bevilling gitt av departementet, eller tillatelse etter § 4-2 tredje ledd. Bevillingen kan omfatte alkoholholdig drikk som ikke er brennevin, brennevin, eller all alkoholholdig drikk. Bevillingsplikten gjelder ikke tilvirkning til eget bruk av alkoholholdig drikk som ikke er brennevin.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by OliI »

Í Noregi voru sett lög árið 1912 sem bönnuðu ölgerð nema menn hefðu ræktað byggið sjálfir. Árið 1999 voru þessi ákvæði um heimabruggun afnumin. Í dag er heimabruggun semsagt lögleg í Noregi og engin ákvæði um alkohólprósentur eða lítramagn. Heimabruggarar mega ekki hafa tekjur af ölgerð en mega gefa af veigunum eins og þá lystir.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Erlendur »

andrimar wrote:Frábært framtak.

Gæti einnig einhver lögfróður maður tékkað á þessari gróusögu sem maður heyrir reglulega að heimabrugg sé í raun löglegt í gegnum EES samningin.

Sagan er sem sagt sú fyrir þá sem þekkja hana ekki að skv. e-rri evrópulögjöf þá er bruggun á bjór og léttvíni til einkanota flokkuð á sama hátt og sultu og ostagerð, svo e-ð sé nefnt, sem grunn mannréttindi einstaklinga til að framleiða sína eigin matvöru.

Þannig að ef á reyndi þá væri hægt að áfrýja til evrópudómstóls, fá sýknu og Alþingi yrði sennilega ávítað fyrir að hafa trassað að uppfæra sína löggjöf og samræma hana þessari evrópsku eins og þeir hafi verið skyldugir til skv. EES.

Svo gæti líka vel verið að þetta sé bara bull eða allt á misskilningi byggt en gaman væri að fá svar við þessu.
Þetta þykir mér mjög hæpið og minnir á flökkusögu.

Ég kannast ekki við slíka tilskipun og finn ekki í fljótu bragði.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fylgist vel með að Ísland innleiði allar tilskipanir ESB sem skylt er að innleiða á Íslandi sbr. þessa viðvörun í ótengdu máli:
http://www.eftasurv.int/press--publicat ... et/nr/1417

Ég efast um að slík tilskipun eða reglugerð sé í gildi í ESB og EES samningurinn næði varla til tilskipanna á þessu sviði. Ég veit varla hvaða svið þetta gæti flokkast undir, mér sýnist að það ætti að heyra til sjálfsákvörðunarréttar ríkjanna að ákveða hvort heimabruggun sé ólögleg eða ekki.

Ef við ímyndum okkur að íslenskur dómstóll dæmdi eftir íslenskum lögum þvert á ESB tilskipun sem ekki hefur verið innleidd í íslenskan rétt væri hægt að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn sem gæti dæmt íslenska ríkið til að greiða skaðabætur. Þannig yrði heimabruggun áfram ólögleg á Íslandi þar til slík tilskipun yrði innleidd og landsréttur lagaður að henni en ríkið yrði skaðabótaskyld fyrir að innleiða ekki tilskipunina. Evrópudómstóllinn hefur ekki lögsögu á Íslandi.

Vissulega má halda því fram að heimabruggun séu mannréttindi en ég veit ekki hvort ykkur takist að sannfæra Mannréttindadómstól Evrópu um að hún falli undir mannréttindasáttmála Evrópu!
Tommi V
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Jan 2010 13:46

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Tommi V »

OliI wrote:Í Noregi voru sett lög árið 1912 sem bönnuðu ölgerð nema menn hefðu ræktað byggið sjálfir. Árið 1999 voru þessi ákvæði um heimabruggun afnumin. Í dag er heimabruggun semsagt lögleg í Noregi og engin ákvæði um alkohólprósentur eða lítramagn. Heimabruggarar mega ekki hafa tekjur af ölgerð en mega gefa af veigunum eins og þá lystir.
Samkvæmt skilgreiningu laganna er sannarlega ákvæði um prósentur. Sjá lög um áfengi kafla 1 grein 3.

§ 1-3. Definisjon av alkoholholdig drikk

I denne lov brukes alkoholholdig drikk som fellesbetegnelse på drikker som inneholder mer enn 2,5 volumprosent alkohol, likevel slik at aldersgrensebestemmelsen i § 1-5 også får anvendelse på drikk mellom 0,7 og 2,5 volumprosent alkohol.

Med brennevin forstås drikk som inneholder tilvirket alkohol ublandet eller i blanding med andre produkter. Enhver drikk som inneholder 22 volumprosent alkohol eller mer, regnes som brennevin.

Som alkoholholdig drikk etter denne lov regnes ikke væsker som ved denaturering eller av andre grunner er uhensiktsmessig som berusningsmiddel og heller ikke væsker som bare er tilsatt den mengde alkohol som er nødvendig for oppløsning eller holdbarhet.

Bestemmelsene i denne lov gjelder ikke alkohol som i medhold av annen lov selges, kjøpes, utleveres eller sendes til medisinsk eller teknisk eller vitenskapelig bruk, eller sprit til desinfeksjonsbruk.

Departementet kan gi forskrifter om hvilke alkoholholdige produkter som skal regnes som alkoholholdig drikk, og om hvilke alkoholholdige drikker som skal regnes som brennevin. I tvilstilfelle kan departementet avgjøre spørsmålene med bindende virkning.

Til fróðleiks eru lögin í heild sinni að finna á slóðinni
http://www.lovdata.no/all/hl-19890602-027.html" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by OliI »

Tommi V wrote:
Samkvæmt skilgreiningu laganna er sannarlega ákvæði um prósentur. Sjá lög um áfengi kafla 1 grein 3.

§ 1-3. Definisjon av alkoholholdig drikk

I denne lov brukes alkoholholdig drikk som fellesbetegnelse på drikker som inneholder mer enn 2,5 volumprosent alkohol, likevel slik at aldersgrensebestemmelsen i § 1-5 også får anvendelse på drikk mellom 0,7 og 2,5 volumprosent alkohol.

Med brennevin forstås drikk som inneholder tilvirket alkohol ublandet eller i blanding med andre produkter. Enhver drikk som inneholder 22 volumprosent alkohol eller mer, regnes som brennevin.

Som alkoholholdig drikk etter denne lov regnes ikke væsker som ved denaturering eller av andre grunner er uhensiktsmessig som berusningsmiddel og heller ikke væsker som bare er tilsatt den mengde alkohol som er nødvendig for oppløsning eller holdbarhet.

Bestemmelsene i denne lov gjelder ikke alkohol som i medhold av annen lov selges, kjøpes, utleveres eller sendes til medisinsk eller teknisk eller vitenskapelig bruk, eller sprit til desinfeksjonsbruk.

Departementet kan gi forskrifter om hvilke alkoholholdige produkter som skal regnes som alkoholholdig drikk, og om hvilke alkoholholdige drikker som skal regnes som brennevin. I tvilstilfelle kan departementet avgjøre spørsmålene med bindende virkning.

Til fróðleiks eru lögin í heild sinni að finna á slóðinni
http://www.lovdata.no/all/hl-19890602-027.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þú ert hér að vísa í lög um sölu á áfengi (Lov om omsetning av alkoholholdig drikk) og já, skilgreining á áfengi og ekki áfengi er til staðar, en það setur heimabruggurum samt engar skorður.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/fin/do ... ?id=120856" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Tommi V
Villigerill
Posts: 14
Joined: 15. Jan 2010 13:46

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by Tommi V »

OliI wrote:
Tommi V wrote:
Samkvæmt skilgreiningu laganna er sannarlega ákvæði um prósentur. Sjá lög um áfengi kafla 1 grein 3.

§ 1-3. Definisjon av alkoholholdig drikk

I denne lov brukes alkoholholdig drikk som fellesbetegnelse på drikker som inneholder mer enn 2,5 volumprosent alkohol, likevel slik at aldersgrensebestemmelsen i § 1-5 også får anvendelse på drikk mellom 0,7 og 2,5 volumprosent alkohol.

Med brennevin forstås drikk som inneholder tilvirket alkohol ublandet eller i blanding med andre produkter. Enhver drikk som inneholder 22 volumprosent alkohol eller mer, regnes som brennevin.

Som alkoholholdig drikk etter denne lov regnes ikke væsker som ved denaturering eller av andre grunner er uhensiktsmessig som berusningsmiddel og heller ikke væsker som bare er tilsatt den mengde alkohol som er nødvendig for oppløsning eller holdbarhet.

Bestemmelsene i denne lov gjelder ikke alkohol som i medhold av annen lov selges, kjøpes, utleveres eller sendes til medisinsk eller teknisk eller vitenskapelig bruk, eller sprit til desinfeksjonsbruk.

Departementet kan gi forskrifter om hvilke alkoholholdige produkter som skal regnes som alkoholholdig drikk, og om hvilke alkoholholdige drikker som skal regnes som brennevin. I tvilstilfelle kan departementet avgjøre spørsmålene med bindende virkning.

Til fróðleiks eru lögin í heild sinni að finna á slóðinni
http://www.lovdata.no/all/hl-19890602-027.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þú ert hér að vísa í lög um sölu á áfengi (Lov om omsetning av alkoholholdig drikk) og já, skilgreining á áfengi og ekki áfengi er til staðar, en það setur heimabruggurum samt engar skorður.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/fin/do ... ?id=120856" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ert þú ekki að vísa til gamallrar tillögu til breitinga á Norsku áfengislögunum? :?:
Ég er að vísa til nýjustu útgáfunnar á áfengislögunnum þar sem eins og ég er áður búinn að vitna í kafla 6 sem tekur ekki bara á sölu áfengis heldur líka á framleiðslu bæði í atvinnuskyni og til eigin nota (heimabruggun augljóslega).

Læt þetta fylgja með aftur.

§ 6-1. Tilvirkning av alkoholholdig drikk

Tilvirkning av alkoholholdig drikk kan bare skje på grunnlag av bevilling gitt av departementet, eller tillatelse etter § 4-2 tredje ledd. Bevillingen kan omfatte alkoholholdig drikk som ikke er brennevin, brennevin, eller all alkoholholdig drikk. Bevillingsplikten gjelder ikke tilvirkning til eget bruk av alkoholholdig drikk som ikke er brennevin.

Þeas heimabruggarar undanþegnir kröfu ráðuneytisins um framleiðsluleyfi.

Síðar í sömu lögum er ýtarlega fjallað um bann við eimingu og framleiðslu á sterku áfengi (brennevin) án tilskilinna leyfa en ég hef ekki fundið neitt meira í þeirra löggjöf sem ætti að setja þeim sem brugga vín og bjór undir 22% til eigin nota neinar aðrar hömlur. :beer:

Mín niðurstaða

Það eina sem þyrfti að leggja fyrir varðandi Íslensku lögin sýnist mér væri að fella niður lið a. í 1. kafla grein 4.
4. gr.
Innflutningur, heildsala, smásala, veitingar og framleiðsla áfengis sem fram fer í atvinnuskyni án
leyfis samkvæmt lögum þessum varðar refsingu skv. 27. gr.
Það varðar einnig refsingu skv. 27. gr., þótt ekki sé í atvinnuskyni:
a. að framleiða áfengi til einkaneyslu eða sölu,

Mér þætti fróðlegt að heyra tillögur annarra að lögleiðingu bruggunar til eigin nota á Íslandi því augljóslega erum við allveg sér á báti eins og oft áður varðandi lagasetningu. T.d ætti Fágun að fara í viðræður við ráðuneytið eða væri undirskriftasöfnun í samvinnu við Ámuna, Vínkjallarann málið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Post by hrafnkell »

Reglulega sér maður fréttir um að lög um heimabruggun séu rýmkuð...

Hér er frétt þar sem kemur fram að fljótlega þarf maður ekki sérstakt leyfi til að brugga heima hjá sér í New Jersey.
http://www.lehighvalleylive.com/warren- ... s_per.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply