Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by olihelgi »

Sjá nánar á http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... otaskipta/" onclick="window.open(this.href);return false;.

Ég hélt að það væri 1. apríl í dag, en nei svo virðist ekki vera.

Þetta eru hræðilegar fréttir en reyndar er talað um það í fréttinni að þeir ætli að tryggja áframhaldandi rekstur ölgerðarinnar.

Óli Helgi.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by Hjalti »

Vissi að þeir voru skuldugir upp fyrir haus en þetta eru náttúrulega alveg skelfilegar fréttir.

Eina almennilega brugghúsið á landinu :(
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by kristfin »

það voru blikur á lofti. vonandi koma þeir standandi niður úr þessu
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by anton »

Það útskýrir þessa svaðalegu framleiðslu úr öllu afgangs malti, humlum og geri
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by sigurdur »

Eins og kemur fram í fréttinni þá halda þeir framleiðslu áfram, vonandi verður það ekki einungis fram að jólum.

Framleiðsla úr öllu afgangsmalti, humlum og geri getur líka verið vegna þess að heimabruggarar voru duglegir að þurrka upp lagerinn þeirra, en við vitum svosem ekkert hverjar ástæðurnar eru í raun.
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by BeerMeph »

Slæmar fréttir og vona ég að afram verði haldið að brugga þarna. Ef ekki þá ætla ég að fara að byrgja mig upp af skjálfta undir eins.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by sigurdur »

Eins og kom fram bæði í fréttinni og ofar í spjallþræðinum, það verður haldið framleiðslu áfram. Það er hinsvegar spurning með hversu lengi það verður haldið áfram.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by hrafnkell »

Þetta er helvíti fúlt, það er vonandi að þetta gangi upp.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by arnarb »

Ég verð að játa að þessar fréttir voru vonbrigði, enda dyggur stuðningsaðili bættrar bjórmenningar á Íslandi. Hækkandi skattar á áfengi hafa alls ekki hjálpað innlendum bjórframleiðendum og kemur sérstaklega niður á smærri brugghúsunum.

Ég vona sannarlega að ÖB nái að vinna sig út úr þessu og halda áfram að bjóða skemmtilega bjóra á Íslandi og erlendis.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Ölvisholt tekið til gjaldþrotaskipta

Post by Andri »

Ég hef verið duglegur að kaupa skjálfta, er að spá í að byrgja mig upp af þessum unaðsbjór
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply