Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Fágun mun í samstarfi við Vínkjallarann bjóða félagsmönnum og öðrum að kaupa inn frá brouwland.com. Markmiðið er að halda niðri flutningskostnaði sem er yfirleitt verulegur hluti af innfluttum vörum erlendis frá. Þetta er tilraunasamastarf sem mun vonandi þróast á næstu mánuðum. Fágun mun taka saman einstakar pantanir og senda á Vinkjallarann sem sér um að panta erlendis frá. Þegar pöntun er komin í hús verður tilkynnt um það á vef Fágunar og einstaklingar sækja vörurnar í Vínkjallarann og greiða fyrir vörurnar þar.

Stefnt er á að pantað verði reglulega í samstarfi við Vínkjallarann.

ATH! Eingöngu aðilar skráðir á vefsíðuna fagun.is geta pantað vörur. Fullgildir félagsmenn fá hagstæðari kjör (trúlega um 5-10% afslátt) en aðrir enda er umsýsla í höndum félagsins.

Lokadagsetning pöntunar: 2.9.2010
Allar pantanir þurfa að berast fyrir þessa dagsetningu. Engar undantekningar.

Hægt er að panta með því að senda tölvupóst á netfangið pontun.fagun@gmail.com.
Fyrir hverja pöntun þarf að tilgreina:
* Fullt nafn
* Kennitala
* Notendanafn á fagun.is
Fyrir hverja vöru þarf að tilgreina:
* Nafni vörunnar af vefsíðunni, t.d.spraymalt powder amber 5 kg
* Vörunúmer t.d. 052.026.2
* Verð á vef, t.d. EUR 30,17
* Fjöldi, t.d. 2
Heildarverð er uþb verði í evrum * gengi dagsins * 1,3 (flutningskostnaður + gjöld + álagning) * [1,07 (vsk fyrir matvæli) eða 1,255 (vsk fyrir aðrar vörur)]
ATH! Hér er eingöngu um nálgunarverð að ræða og getur því hækkað/lækkað eftir atvikum.
Greiða þarf staðfestingagjald sem er uþb þriðjungur af heildarverði áður en pöntun er send til Vinkjallarans (lokadagsetning heildarpöntunar). Greiðsluupplýsingar verða sendar sem svar við hverri pöntun og staðfesting á móttöku pöntunar.

Dæmi um pöntun:
Jón Jónsson, kt. 111111-1111
nonnibrugg

spraymalt powder amber 5 kg 052.026.2 EUR 30,17 1
dried brewing yeast SAFALE S-04 11.5 gr 050.005.8 EUR 2,60 6

Pöntun verður sjálfkrafa ógild ef staðfestingargjald er ekki greitt fyrir lokadagsetningu pöntunar.

Viljir þú hætta við pöntun getur þú sent tölvupóst á netfangið pontun.fagun@gmail.com þess efnis fyrir lokadagsetningu pöntunar, þar sem þú tilgreinir nafn, kennitölu og notendanafn á fagun.is.


Stjórnin
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by kalli »

Frábært. Gott framtak hjá ykkur.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Classic »

Frábært framtak, en ég bara var að panta frá Northern Brewer í fyrradag, annars væri ég inni. :\

Tek klárlega þátt ef gerðar verða fleiri tilraunir.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Leiðinlegt að þú skildir vera nýbúinn að panta. Við vildum ekki koma með þetta fram fyrr en við værum búnir að setja þetta nokkurnveginn niður.

Markmiðið er að vera með reglulegar pantanir ef þetta virkar vel. Einnig er markmiðið að Vínkjallarinn verði með tilteknar vörur á lager sem við notum nokkuð reglulega og geymist vel.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Idle »

arnarb wrote:Greiða þarf staðfestingagjald sem er uþb þriðjungur af heildarverði áður en pöntun er send til Vinkjallarans (lokadagsetning heildarpöntunar). Greiðsluupplýsingar verða sendar sem svar við hverri pöntun og staðfesting á móttöku pöntunar.
Eina spurningin sem mér kemur til hugar að svo stöddu er, fæst staðfestingargjaldið endurgreitt, sé hætt við pöntunina?

Annars líst mér ágætlega á þetta, og alls ekki ólíklegt að ég muni taka þátt.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by hrafnkell »

Hvernig eru verðin þarna á malti, miðað við ölvisholt?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Hvernig eru verðin þarna á malti, miðað við ölvisholt?
Ef þú skoðar verðið og reiknar það út þá færðu svarið.
25kg Brewferm Pale malt - € 22,40
Evra - 153,49
Virðisaukaskattur - 7% (enn sem komið er ...)
Áætlað verð:
€ verð * 1.3 * evra * vsk => € 22,4 * 1,3 * 153,49 * 1,07 = 4782.502816 ISK.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by valurkris »

Þetta er allavega eithvað sem að ég mun nýta mér í framtíðinni
Kv. Valur Kristinsson
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Staðfestingagjald fæst endurgreitt sé hætt við pöntun áður en lokadagsetning er komin. Við viljum hafa sem minnsta vinnu við þessa umsýslu og því þarf að hafa skýrar reglur.

Ég geri fastlega að við sníðum vankanta af þessu þegar fram líða stundir en vonandi verður þetta til þess að við getum keypt reglulega það hráefni sem okkur vantar við heimabruggunina.
Arnar
Bruggkofinn
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by raggi »

Snilldar framtak hjá ykkur. Kem til með að nýta mér þetta.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by kristfin »

flott.

en af fenginni reynslu þarf að hafa þetta eins einfalt og hægt er. flott framtak arnar.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by kristfin »

það er rétt að halda því til haga, að þetta eru mikil tímamót að ná þessu fram. þessi gjörningur einn og sér réttlætir stofnun þessa félags.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Ég get ekki tekið heiðurinn til mín, það er stjórnin sem hefur unnið að þessu í vor og sumar :skal:
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Bjarki »

Frábær framistaða hjá Arnari og hinum :)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Stórglæsilegaflott!

2 spurningar

Spurning 1:
Heildarverð er uþb verði í evrum * gengi dagsins * 1,3 (flutningskostnaður + gjöld + álagning) * [1,07 (vsk fyrir matvæli) eða 1,255 (vsk fyrir aðrar vörur)]
ATH! Hér er eingöngu um nálgunarverð að ræða og getur því hækkað/lækkað eftir atvikum.
Þegar sagt er að þetta sé "nálgunarverð" og það það geti hækkað/lækkað eftir atvikum, þá hef ég ekkert á móti því að nálgunarverðið LÆKKI, en kannski meiri áhyggjur af því að það HÆKKI.

Ef ég vildi kannski flytja inn t.d. 50kg af korni, þá er flutningskostnaðurinn m.v. 1,3 alveg rosalega hagstæður! Ég spyr því, hvað er hægt að gera ráð fyrir að verðið HÆKKI mikið -- og hvernig er tekið á því, kemur lokaverðið bara í ljós eftir að varan er komin til landsins, og þá borga rest eða tapa innáborguninni? Eða er hægt að bakka einhverstaðar út úr innkaupunum eftir að lokaverð vöru liggur fyrir?

Ég skil vel að dagsformið á krónunni er einn factor í formúlunni, sem illa er ráðið við, ég er meira að spá í hvaða aðrir factorar ráða hér.


Spurning 2.
Eftir að innkaupalisti liggur fyrir, þann 2.9.2010, hversu lengi má áætla að varan sé á leiðinni? Er óhætt að panta ferskvöru eins og t.d. fljótandi ger? eða bara þurrvöru og tæki+tól?

Annars BIG LIKE!! :beer: :skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by sigurdur »

1. Það má gera ráð fyrir að lokaverðið fylgi verði krónunnar þannig að það er ómögulegt að segja fyrir hvernig hámarkshækkun eða lækkun muni hafa áhrif.
Lokaverð verður ekki komið fyrr en varan er komin til landsins þannig að það er ekki hægt að bakka út án þess að tapa fyrirframgreiðslunni.
Ég mæli með að þegar verið er að panta að búast við að vörurnar kosti meir en það sem að formúlan gefur út.

2. Við erum ekki komnir með reynslu á þessu enn þannig að ég mæli með að þú takmarkir pöntunina við þurrvörur og tól.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Ok.
Ég skil vel að dagsformið á krónunni er einn factor í formúlunni, sem illa er ráðið við, ég er meira að spá í hvaða aðrir factorar ráða hér.
Skiptir ummál og þyngd vörunar máli?

Ég er t.d. kannski tilbúin að gangast við 20-40% hærra verði en formúlan segjir til um, en kannski ekki 200-300% hærra verði.

Tökum dæmi um vöru:
http://www.brouwland.com/setframes/?l=2 ... 2&shwlnk=0" onclick="window.open(this.href);return false;

Bruggfata, með krana, lítramáli, loki með vastnlás og þolir 100° hita. Verð € 12,95

=>> 12.95*160*1.3*1.255 = 3390 ISK m.v. gengi 160

Þetta er svipað verð og fata án vatnsláss og krana kostar hér heima!

Ég væri kannski tilbúinn að taka 30-40% meira, 5 þúsund, en ekki að fara borga 12 þúsund kall fyrir þetta sem er líklega nálægt lagi ef ég gerðist svo djarfur að panta og flytja fötuna sjálfur inn eina og sér.


En sé þetta raunin, er þetta algjör snilldarverð á öllum vörum :vindill:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by sigurdur »

Á meðan fólk er ekki að kaupa græjur til að starta microbrugghús (300L-1000L), þá sé ég nú ekki að þyngd né ummál hafi mikið að segja.
Ef fólk er með óeðlilega stóra hluti þá má það búast við að gerðar verði athugasemdir.

Eitt sem að mér datt í hug að vanti í formúluna, tollur þegar hann á við.

Korn/ger/humlar eru matvæli og mig minnir að það sé tollfrjálst.
Á öðrum vörum þá verðið þið að athuga með tollinn.

Sem dæmi þá sýnist mér vera 5% tollur á plastvörum (að auki umvinnslugjalda), þannig að þú mátt bæta við 5% ofan á þetta hjá þér.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by anton »

Já já, nákvæmlega. Enginn tollur og 7% af matvöru til manneldis a.m.k.

Það er hægt að leita í þessu að tollum og vsk gjöldum sé fólk að spá í því
https://vefafgreidsla.tollur.is/tollalina/tav/" onclick="window.open(this.href);return false;

Nú veit maður hvað maður er að fara að gera í kvöld í töflureikninum :)
User avatar
inurse
Villigerill
Posts: 12
Joined: 15. Feb 2010 20:41
Location: Mosfellsbær
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by inurse »

Gríðarlega flott framtak :)

Kveðja, Þorsteinn
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by halldor »

Við strákarnir í Plimmó erum einmitt að fara í Brouwland á laugardaginn í næstu viku :)
En þar sem við getum aðeins komið með 20kg á mann í ferðatöskunni grunar mig að við munum bara versla humla, ger og eitthvað smádót.

[Offtopic Warning]
Hugmyndin er að blogga í Belgíubjórferðinni okkar, sem hefst 27. ágúst og lýkur 6. september, ef einhver skyldi hafa áhuga á að fylgjast með ævintýrum okkar.
Ég mun búa til sér þráð með slóð á bloggið ef við treystum okkur í að taka tölvu með okkur :D
Plimmó Brugghús
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by arnarb »

Góðir.
Endilega sendið myndir líka ef þið hafið aðstöðu og að sjálfsögðu að lýsa versluninni en mér skilst að hún sé himnesk heim að sækja.
Arnar
Bruggkofinn
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Bjössi »

Frábær búð
ég verslaði þarna í vor þegar ég var í Brussel, en verslaði gegnum netið og lét senda á hótel, mjög góð þjónusta hjá þeim, var meira segja hringt frá þeim og var spurður hvort örugglega allt hefði ekki skilað sér
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by Hjalti »

Frábært framtak og virkilega eithvað sem maður mun nýta sér í framtíðinni.

Hlakka til að sjá hvernig þetta gengur og að sjá hvernig verðinn koma út.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pöntun af brouwland.com í samstarfi við Vínkjallarann

Post by hrafnkell »

Ég mun klárlega nýta mér þetta til að panta eitthvað af korni og líklega eitthvað annað smotterí með.
Post Reply