Brauðbollur með blönduðum osti

Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Brauðbollur með blönduðum osti

Post by halldor »

Í stað þess að pósta nákvæmri uppskrift hér ætla ég að gefa ykkur frjálsar hendur í vali á grunninum (brauðinu) og láta ykkur vita hvaða osta ég notaði í þessar ágætu bollur.

Ég veit að margir hér á spjallinu eru miklir sælkerar og áhugamenn um osta. Ég á það til að kaupa mér osta og svo, af einhverri ástæðu, klára ég þá sjaldnast alveg. Það er samt voðalega óþægilegt að henda afgöngum af ostum sem kosta allt að 7000 kr/kg, þannig að þetta endar of aftast í ísskápnum hjá mér. Um daginn rakst ég svo á uppskrift frá Jamie Oliver, sem varð einmitt til við svipaðar aðstæður, hann vildi nota ostaafgangana sína í eitthvað sniðugt.

Maður byrjar á því að búa til eitthvað gott brauðbolludeig og svo sker maður alla þá osta sem maður vill niður og blandar út í deigið. Svo býr maður til bollur og skellir í ofninn.

Ég notaði:
Ljósan Cheddar
enskan Stilton
íslenskan Gráðost
venjulegan brauðost 26%
ungan Prima Donna
gamlan Prima Donna
ferskan Parmesan

Þetta bragðaðist ótrúlega vel og var verðugur endir á lífi þessara ágætu osta.
Plimmó Brugghús
Post Reply