Page 1 of 1

Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 8. May 2009 09:49
by Korinna
http://www.instructables.com/id/Artisan ... tes_a_Day/

Þetta er í raun það sama og Nanna er að gera (http://fagun.is/viewtopic.php?f=11&t=26)nema á ensku og með myndum 8-)

Það má nota þetta í pístudeigið sérstaklega ef maður vill hafa frekar þykkan botn, svona í ameríkönskum stíl. Ég ætla að bæta við þunnbotna pítsudeigsuppskrift seinna.

Re: Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 8. May 2009 21:49
by Völundur
Hey. Það er svo mikil snilld að gera pitsur, ég gerði kaldhefað pitsudeig nokkrum sinnum í vetur, þvílíkt snilld. Þá er maður með tiltlölulega lítið ger í uppskriftinni, og lætur deigið hefast í kúlum (ein kúla = ein pitsa) inni í ísskáp. ég dreg þetta upp og pósta uppskriftinni.

Re: Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 9. May 2009 11:47
by Korinna
Okkur finnst þunnbotnar pítsur yfirleitt betri, ég hef það til að fá í magann af (keyptum) þykkbotnuðum. Mín reynsla er hins vegar sú að þegar manni langar í pítsu vill maður fá hana strax. Til að leysa vandamálið milli panta&magaverk eða baka sjálf&halda ró sinni og sína hef ég skáldað pítsudeigsuppskrift sem hefur verið notað á heimilinu í að verða 4 ár. Ég held að pítsudeig er eitt af þeim fáum hlutum sem ég geri alltaf nákvæmlega eins.
Kveikið á ofninum, 180°C - enginn blástur

Hveiti er hélt í hræriskál, miðað skal við um 600 grömm hveiti fyrir eina bökunarplötu af pítsu sem ætti að duga fyrir 3-4.
1/2 tsk salt er bætt við og hrærivélin sétt í gang á lágum hraða (ef þið viljið skemmta ykkur má stilla á hæstan hraða og sjá hvað gerist)
1 tsk ólíu er bætt við, helst ólívuólíu.
tsssss....þá er bjórflaska opnuð, helst ekki beint úr ísskápnum heldur við stofuhita.
Hellið eins mikið bjór út í þangað til deigið fer að verða að kúlu.
Ég mæli með að hafa smá hveiti til handa því að maður á það til að halda að deiginu vanti meiri vökva en svo reynist oft ekki. Það fer oftast lítill bjór í þetta (enn ein ástæða fyrir því að ég vil stóra bjóra).
Dreifið ólívuóliu á bökunarplötunni með eldhúspappír, teigið deigkúlunni eins og hægt er, skellið hana á plötuna og fléttið út (ég nota kökukefla).
Núna má setja tómatsósu (heimatilbúið) og allt áleg sem manni dettur í hug.
Bakað við 180° í um 20 mínútur.

Þetta tekur semsagt innan við hálftíma Domino´s góðan daginn :D

Re: Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 9. May 2009 15:19
by Andri
Er ekkert ger eða lyfti agent í þessu?

Re: Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 9. May 2009 15:44
by Korinna
nibbs, bara bjór :beer:

Re: Artisan Brauð - pítsudeig

Posted: 9. May 2009 23:48
by Völundur
Revelation! :beer: