"Aulabrauð" ótrúlega einfalt og ótrúlega gott.

"Aulabrauð" ótrúlega einfalt og ótrúlega gott.

Postby Mr.T » 1. Apr 2012 21:53

Hæ,
Ákvað að smella hér inn brauðuppskrift sem að ég rakst á á reglulegu eftirliti mínu á veraldarvefnum.
Þetta brauð hefur gersamlega breytt allri minni brauð upplifun og er ég alltaf að prufa eithvað nýtt út í þessa blöndu.

Hér er hlekkur inn á youtube þar sem að Jim Lahey eigandi Sullivan Street bakarísins sýnir hvernig hann gerir þetta brauð.

http://www.youtube.com/watch?v=fxmUIj9FswU" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er bæði búin að gera þetta í Le Creuset potti og svo bara á pitsasteini og virkar þræl vel í báðum tilfellum, á steininum þá úða ég slatta af vatni inn í ofninn þegar ég set brauðið inn ( það er mjög messí að gera þetta á steini, það einhvernvegin fer allt út um allt en það er kannski bara afþví að ég er rosalegur hamfarakokkur )

Ef tíminn er knappur þá hef ég bara bætt aðeins meira geri í og sett volgt vatn í þetta.
Svo ef ég sé ekki framá að geta hent brauðinu í ofnin þá er bara sð setja deigið í ísskápinn í nokkra daga.

Geðveikt gott með ítölskum mat, má dúndra svolitlu af maldon salti utaná það áður en því er hennt inn í ofninn.

Ef þið gúglið Jim Lahey eða leitið að honum á youtube þá er haugur af frábærum uppskriftum og aðferðum með honum á netinu.

Líf og fjör !
Bjarki
Mr.T
Villigerill
 
Posts: 2
Joined: 1. Apr 2012 21:06

Re: "Aulabrauð" ótrúlega einfalt og ótrúlega gott.

Postby hrafnkell » 1. Apr 2012 22:32

Þetta er girnilegt... Mér leiðist samt svona langur biðtími alltaf. Vantar einhverja góða uppskrift sem ég get látið hefast í 30mín eða svo, foldað aðeins og hent svo á stein.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: "Aulabrauð" ótrúlega einfalt og ótrúlega gott.

Postby sigurdur » 2. Apr 2012 01:41

hrafnkell wrote:Þetta er girnilegt... Mér leiðist samt svona langur biðtími alltaf. Vantar einhverja góða uppskrift sem ég get látið hefast í 30mín eða svo, foldað aðeins og hent svo á stein.

Brauðgerð er eins og bjórgerð ... ef þú ert ekki tilbúinn að gefa nægan tíma í gerjun, þá færðu einkenni "túrbó" gerjunar..
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: "Aulabrauð" ótrúlega einfalt og ótrúlega gott.

Postby viddi » 8. Apr 2012 17:04

Þetta hefur slegið í gegn á mínu heimili. Höfum sett það í eldfast mót og ofan í lokaðan steikarpott. Mjög gott með ítölskum eins og þú segir.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
viddi
Gáfnagerill
 
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður


Return to Brauðgerð

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron