Page 1 of 1

Bjórbrauð

Posted: 2. Jun 2009 17:45
by Korinna
Mórahveitið er búið svo að hérna er nýjasta hugmyndin mín.

3 bollar hveiti (sigtað)
3 tsk lyftiduft (ég nota vinsteinn)
1 tsk salt
1 tsp sykur
1 bjór
1 tsk ólía

Blandið öllu saman, bakið á 180° í klukkutíma og látið kólna í korter.
Það kom ekki fram um að láta þetta hefjast eitthvað sérstaklega. Ég er ekki búin að prófa uppskriftina en ég held hún sé best í bollur eða smábrauð.

Re: Bjórbrauð

Posted: 2. Jun 2009 21:28
by Arnor
Hér er uppskrift að bjórbrauði frá Nönnu Rögnvaldar:

500 ml bjór eða pilsner
25 g ger
1 msk hunang eða sykur
um 850 g hveiti, helst brauðhveiti
2 tsk salt
1 msk mjólk
2 tsk kúmen

Bjórinn velgdur í um 37 gráða hita og gerinu og hunanginu hrært saman við. Þegar það freyðir er um fjórðungi af hveitinu hrært saman við. Látið standa á hlýjum stað í 15-20 mínútur en síðan er saltinu hrært saman við ásamt svo miklu hveiti sem þarf til að deigið verði vel hnoðunarhæft en þó fremur lint. Það er svo hnoðað vel, uns það er slétt og sprungulaust. Mótað í kúlu sem sett er í hveitistráða skál og látin lyfta sér í um 1 klst, eða þar til deigið hefur um það bil tvöfaldast. Þá er það slegið niður og hnoðað í 1-2 mínútur. Skipt í sex jafna hluta og hver þeirra mótaður í kúlu. Springform eða meðalstórt tertufom með háum börmum smurt, ein kúlan sett í miðjuna og hinum raðað í kring, og síðan er brauðið látið lyfta sér í um hálftíma á hlýjum stað og ofninn hitaður í 225 gráður á meðan. Brauðið er svo penslað með mjólkinni, kúmeni stráð yfir og það bakað í um 25 mínútur, eða þar til það hefur tekið góðan lit og lyft sér vel. Látið kólna á grind áður en það er brotið sundur.
Í staðinn fyrir kúmenið má nota birki eða nýrifinn parmesanost, eða sleppa því að pensla brauðið með mjólk og sigta þess í stað svolítið hveiti yfir það áður en það fer í ofninn.

Re: Bjórbrauð

Posted: 3. Jun 2009 21:59
by Korinna
Ég borða ekki kúmen en ég ætla að prófa samt, hún Nanna veit nú yfirleitt hvað hún er að gera.