Page 1 of 1

Bjórbrauð

Posted: 30. Oct 2010 20:14
by kristfin
var með vetrarsúpu og brauð í kvöldmat.

3 bollar af hveiti (heilhveiti og hveiti)
3 tsk af lyftidufti
1 tsk af salti
500 ml af bjór (nokkrir góðir sopar, restin í brauðið)

öllu blandað saman, í form og sólblómafræ ofaná
tók desilíter af sméri, bræddi og helti yfir brauðið í forminu
öllu blandað saman og í form og 190° í klukkutíma.

ljómandi gott.

notaði amerískt öl, cascade skilaði sér í brauðið og gaf mikið gott bragð.

Re: Bjórbrauð

Posted: 21. Apr 2012 14:54
by bergrisi
Líst vel á þetta. Nógu einfalt fyrir mig.