Page 1 of 1

Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 09:50
by Oli
Rakst á þessa uppskrift á netinu
http://www.instructables.com/id/Spent-G ... ame-Bread/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 10:25
by arnarb
Þetta er ansi girnilegt! Hefurðu prófað þessa uppskrift?

Ég hef prófað að baka tvö brauð úr notuðu korni og þau voru bæði nokkuð "þung" og blaut en mjög bragðgóð. Ég sé að hann þurrkar kornið í ofninum fyrir notkun. Prófa þetta eftir næstu lögn.

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 10:42
by hrafnkell
Mjög girnilegt verð ég að segja, væri alveg til í að prófa þetta.

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 11:39
by kristfin
spennandi. en virðist vera soldið mikið mál.

ég var að pæla í að gefa hestunum mínum þetta í vetur

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 11:55
by anton
En þegar korn er endurnotað á þennan máta, er þá ekki búið að taka svolítið mikið af góða stöffinu úr korninu?

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 12:39
by arnarb
Bændur nota þetta mikið í fóðurgjöf fyrir naut sem eru alveg brjáluð í þetta. Ætti að henta hestunum vel líka.

Í raun er ekki búið að taka "góða stöffið", því við erum aðallega að taka sykurinn úr korninu og skiljum "góðgætið", þe þetta grófa eftir.

Hinsvegar er ekki mikið notað af korninu í hverja brauðuppskrift, stærsti hlutinn er hveiti og er kornið aðallega notað til að fá grófleikann auk bragðs.

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 17. Aug 2010 15:21
by Oli
arnarb wrote:Þetta er ansi girnilegt! Hefurðu prófað þessa uppskrift?
Nei var bara að rekast á þetta. Þær uppskriftir sem ég hef prófað hafa einmitt endað svolítið þungar og blautar. Þarna talar hann líka um að mala kornið betur, eitthvað sem ég hef ekki gert hingað til...

Re: Sesambrauð úr notuðu korni

Posted: 11. Sep 2010 21:21
by Classic
Ég er alveg vitavonlaus bakari sjálfur, en hélt samt hýðinu til haga eftir bjórgerðina á fimmtudaginn og lét mömmu hafa. Fékk í staðinn þetta eðalfína brauð núna áðan. Hún notaði 100g af notuðu malti og 500g af hveiti í einhverja uppskrift sem hún geymir bara í kollinum eins og eldri, húsmæðraskólagengnum konum einum er lagið. Brauðið gleymdist aðeins of lengi í ofninum en varð bara betra fyrir vikið, mátulega þétt með flotta, stökka skorpu og alls ekki of blautt þótt kornið hafi ekkert verið þurrkað sérstaklega. Minnti mig rosalega á eitthvað sem ég hef fengið úr morgunverðarplöttunum sem eru keyptir frá Jóa Fel til að verðlauna okkur ef einhverjum markmiðum er náð í vinnunni.. Verð að athuga hvort ég get ekki fengið hana til að hósta upp uppskrift, og þá líka hvort einhver séns sé á að hún geti mögulega giskað á hve mikið of lengi brauðið var í ofninum, sem er sennilega lykilatriði í því hve vel þetta kom út...