Page 1 of 1

Laktósafrí mjólk

Posted: 6. Jul 2013 20:04
by gunnsa90
Vitið þið hvort það sé hægt að búa til einhverja osta með þessarri mjólk?
http://www.ms.is/Vorur/drykkjarvorur/hv ... fault.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Laktósafrí mjólk

Posted: 7. Jul 2013 15:48
by sigurdur
Ég hef ekki prófað það, en það er mögulega hægt að gera osta sem þurfa ekki að nota kúltúra til þess að gerja mjólkina.

Dæmi um slíka osta:
30 mínútna mozzarella
Ricotta
Paneer
Halloumi
Queso Blanco

Ég veit hinsvegar ekki hvort að próteinið í mjólkinni sé orðið ónýtt eða ekki ..
Prófaðu bara að kaupa 2 lítra og gera tilraun.

Re: Laktósafrí mjólk

Posted: 9. Jul 2013 15:29
by atlios
Ég þekki mann sem vinnur þar sem þessi mjólk er framleidd og hann var að segja mér að það væri væntanlegt frá þeim ostar og rjómi og fleira, allt laktósafrítt :) En hvneær það verður er aftur á móti spurning :?

Re: Laktósafrí mjólk

Posted: 9. Jul 2013 15:42
by sigurdur
Þó "ostur" sé nafnið sem þeir gefa því, þá treysti ég því ekki fyrr en ég sé það.

Dæmi: Lestu utan á umbúðirnar af rjómaosti og segðu mér hvor það sé einhver rjómi í honum .......