Nýliði

Umræður um ostagerð.
Post Reply
gunnsa90
Villigerill
Posts: 3
Joined: 29. Sep 2012 23:22

Nýliði

Post by gunnsa90 »

Gott kvöld.

Gunnhildur heiti ég og er að byrja að prófa mig áfram í ostagerð :)

Ég er með nokkrar spurningar um þetta ferli.

Fyrst og fremst er ég að reyna að átta mig á því hvaða áhöld og hráefni ég þarf að nota við gerð á hvítmygluostum, eins og td Brie eða Camembert. Flott ef einhver gæti sett upp lista á því sem þið notið

Svo er ég að spá, ég hef góðan aðgang að ógerilsneyddri mjólk (bara beint úr kúnni eiginlega). Vitið þið til þess að það sé eitthvað betra eða verra að nota ógerilsneydda?

Síðasta spurning, hvað tekur það langan tíma frá því byrjað er að búa hann til og þar til hægt er að borða hann?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Nýliði

Post by sigurdur »

Sæl Gunnhildur.

Hvítmygluosturinn er kanski ekki auðveldasti osturinn til að byrja á, en það er alveg mögulegt að byrja á honum.

Áhöld
Ryðfrían pott
Ystingsskeri (ég nota yfirleitt hníf eða pönnukökuspaða)
Sigti
Ostaklútur
Hitamælir
Ostamót (Camembert mót er hentugt)
2x ostamottur

Hráefni
Feit mjólk (nýmjólk eða hrá mjólk)
Hleypir
Mesophilic gerlar
Penicillin Candidium


Það er mjög gott að nota ógerilsneydda mjólk (hráa mjólk). Ég myndi persónulega gerilsneyða hana fyrst með því að hita hana rólega upp í 72°C og láta hana standa við það hitastig í 10-15 mínútur, svo kæla hana.

Að búa til hvítmygluost getur tekið um 1-3 mánuði. Hitastig og rakastig skiptir miklu máli við hvítmygluostagerð.
Ef osturinn heppnast vel, þá getur hann orðið "ungur" og ætilegur eftir einn og hálfan mánuð.

Ég stefni á að skella inn uppskrift að Camembert á síðuna mína bráðlega: http://www.ostagerd.is/uppskriftir/" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply